Skólavarðan - 01.04.2006, Side 14
14
BÆKUR
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
Á Bókmenntavefnum bokmenntir.is
eru upplýsingar um íslenska samtíma-
rithöfunda og verk þeirra sem erfitt
er að nálgast annars staðar. Margir
höfundanna eru of ungir að árum til að
hafa ratað inn í safnrit og aðrar heimildir
þar sem fólk leitar helst fanga. Kristín
Viðarsdóttir bókmenntafræðingur og
ritstjóri vefjarins segir vefinn gagnast
fólki allt frá 11-12 ára aldri og hvetur
kennara og nemendur til að nýta sér
hann til upplýsingaöflunar.
Bókmenntavefurinn á rætur að rekja
til samstarfsverkefnis bókasafna í sjö
evrópskum borgum árið 2000. Eftir að
verkefninu lauk ákvað Borgarbókasafnið
að halda uppbyggingu síns hluta vefjarins
áfram Síðan hefur hann vaxið jafnt og
þétt og nú er svo komið að vefurinn
geymir æviágrip, ritaskrá, upplýsingar um
verðlaun og viðurkenningar, textabrot,
greinar og viðtöl um og eftir fleiri en
hundrað samtímahöfunda. Þar er að finna
leikskáld, ljóðskáld og skáldsagnahöfunda,
jafnt þá sem sérhæfa sig í að skrifa fyrir
börn eða fullorðna sem hina er skrifa fyrir
alla aldurshópa. Miðað er við að höfundar
sem teknir eru á vefinn hafi gefið út ekki
færri en þrjú skáldverk og það nýjasta á
síðustu fimm árum þegar upplýsingar
um þá eru settar inn. Yfirlitsgreinar um
verk höfunda eru að mestu keypt frá
bókmenntafræðingum utan bókasafnsins.
„Ég held að Bókmenntavefurinn sé nú
þegar talsvert notaður af kennurum,“
segir Kristín Viðarsdóttir ritstjóri, „en
eflaust eru líka margir sem vita ekki af
honum. Þarna er sérstaklega gott að finna
upplýsingar um unga höfunda sem erfitt
er að finna annars staðar og svo má benda
á að á vefnum er líka birtur fjöldi umsagna
um bækur. Mest fyrir jólin vegna þess að
þá eru flestar bækur gefnar út en líka
reglulega yfir árið. Pistlar eftir höfunda
sjálfa eru skemmtilegt krydd á vefnum og
auk þess erum við svo með fréttasíðu um
útgáfumál og tenglasíðu með íslenskum
forlögum.“
Um þessar mundir er Kristín að hrinda
nýju efni úr vör en það eru umsagnir
almennra lesenda um bækur sem þeir hafa
lesið og vilja segja frá. „Með þessari nýjung
fjölgar bókaumsögnum mikið á vefnum,“
segir Kristín. „Auk þessa hefur fólk líka
tækifæri til að segja sína skoðun á öllum
bókverkum sem eru birt undir „Ritaskrá“
hvers og eins höfundar. Ef smellt er á bók
birtast upplýsingar um hana og tengillinn
„Þitt álit“ á þeirri síðu gefur notanda færi
á að skrifa hvað honum fannst um bókina
og senda inn á vefinn.
Starf Kristínar felur í sér mikinn lestur
en hún kvartar ekki undan vinnuálagi
enda mikill bókaormur. „Ég er hrifin
af mörgum íslenskum höfundum,“
segir Kristín, „þeirra á meðal Steinunni
Sigurðardóttur, Guðbergi Bergssyni
og Gyrði Elíassyni svo einungis fáir séu
nefndir.“ Hún hefur ekki þungar áhyggjur
af íslenskunni en fagnar þó allri umræðu
um málið. „Þetta er mjög þörf umræða og
vissulega finnst mér réttmætar áhyggjur
fólks af áhrifum enskunnar. Sérstaklega
finnst mér umræðan um stöðu þýðinga
mikilvæg. Hins vegar sýnist mér margir
krakkar vera ágætlega skrifandi. Raunar
skrifa þeir mun meira en við gerðum á
þeirra aldri. Þeir tala heldur ekki endilega
sms- eða msn-ísku. Börn og unglingar gera
fullan greinarmun á málfarinu þar og
talmáli,“ segir Kristín.
keg
Fróðleiksnáma fyrir kennara og nemendur
Lausar stöður.
Lausar eru við skólann stöður grunnskólakennara (almennra kennara,
sérgreinakennara og sérkennara) á öllum stigum grunnskólans
skólaárið 2006 – 2007.
Allar upplýsingar gefa Arnar Einarsson, skólastjóri í símum 468 1164,
468 1465 og 868 8289, og Siggeir Stefánsson, formaður skólamálaráðs í
símum 894 2608 og 468 1404.
Skólastjóri.
Grunnskólinn á Þórshöfn. simar: 4681164, 4681454
Lausar stöður.
Lausar eru við skólann stöður grunnskólakennara (almennra kennara,
sérgreinakennara og sérkennara) á öllum stigum grunnskólans
skólaárið 2006 – 2007.
Allar upplýsingar gefa Arnar Einarsson, skólastjóri í símum 468 1164,
468 1465 og 868 8289, og Siggeir Stefánsson, formaður skólamálaráðs í
símum 894 2608 og 468 1404.
Skólastjóri.
Grunnskólinn á Þórshöfn. simar: 4681164, 4681454
Kennarahjón vantar íbúð
Er einhver að fara í leyfi og þarf að leigja íbúðina sína?
Dóttir mín, Erla Ingvarsdóttir erla@magelbyskole.dk, er að flytja heim með
fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveimur sonum. Þau eru bæði kennarar
og vantar íbúð á Reykjavíkursvæðinu. Nánari upplýsingar hjá Borghildi
Jósúadóttur, Akranesi. borghil@akranes.com – GSM 894-3036
Bókmenntavefurinn
Lj
ós
m
yn
di
r
fr
á
Bo
rg
ar
bó
ka
sa
fn
in
u