Skólavarðan - 01.04.2006, Page 16
16
TÓNMENNT
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
Á ráðstefnunni Skóli á nýrri öld sem hald-
in var 1. mars sl. fl uttu nemendur Péturs
Hafþórs Jónssonar tónmenntakennara
í Austurbæjarskóla atriði sem vann
hug og hjörtu ráðstefnugesta. Lista-
mennirnir létu sig ekki muna um að
fl ytja verkið á mörgum tungumálum
og beittu meðal annars stílbragði
hins óvænta til að gæða það enn
meira lífi . Skólavarðan tók hús á Pétri
Hafþóri á óðali hans í Austurbæjarskóla
til að forvitnast um verkið og manninn.
„Ég var beðinn um að vera með tungu-
málatengt tónlistaratriði á ráðstefnunni,“
segir Pétur Hafþór. „Mér datt í hug að
taka gamalt lag sem ég hafði fengið á
kassettu fyrir um aldarfjórðungi. Lagið
er úr Lísu í Undralandi, þar sem klikkaði
Hattarinn og Hérinn eru með hattasýningu
í teboði hjá sér. Ég útsetti lagið upp á
nýtt og bætti við fl eiri erindum og lét
svo krakkana kynna þetta á fi mmtán eða
sextán tungumálum. Við komum svolítið
aftan að fólki því þetta byrjaði á gömlu
íslensku dægurlagi. Svo lét ég stelpur
koma utan úr sal með þráðlausan hljóð-
nema og stoppa atriðið. Þær sköpuðu
glundroða og uppnám, skrökvuðu því að
ráðstefnan væri búin, hótelstjórinn í rusli
og fólk hefði komið fýluferð. Þess vegna
ætti að bjóða upp á tískusýningu í staðinn.
Svo var sýningin kynnt á íslensku, dönsku,
ensku, frönsku, spænsku, albönsku,
rússnesku, kínversku, víetnömsku og
indónesísku – og svo kom framhaldið
á slóvakísku, afrískum tungumálum og
fl eirum. Þá kom hattasýningin og hljóm-
sveit stráka í tíunda bekk spilaði undir
ásamt strák úr háskólanum sem spilar
á trommur. Þetta gekk mjög vel og við
erum að fara að halda upp á það með
því að fara saman í keilu. Í þessum skóla
eru mjög margir hæfi leikaríkir nemendur.
Það er markvisst unnið með hvernig
börnin troða upp á jólaskemmtunum í
fyrstu fjórum árgöngunum og hér eru
margir að læra á hljóðfæri, svo er líka
mikið af menningarlega sinnuðu fólki í
hverfi nu og fólk frá ýmsum löndum. Hér
er því mikil gerjun. Hópurinn sem tróð
upp á ráðstefnunni var þverskurður af
nemendahópnum, krakkar frá 4. og upp
í 10. bekk, strákar og stelpur af ýmsu
þjóðerni.“
Pétur Hafþór er fæddur árið 1953 og
svo til jafngamall rokkinu „eins og það
er skilgreint,“ segir Pétur. „Rokkið
var reyndar orðið til nokkru fyrr
í höndum blökkumanna en það
var bara ekki viðurkennt! Ég var í
Laufásborg þegar ég var krakki og
þar var mikið sungið. Ég man hvað mér
þótti notalegt að sitja á gólfi nu og syngja
við gítarleik og líka hvað ég var svekktur
þegar fóstran hætti að spila. Kannski er
ég tónmenntakennari út af þessu. Eftir
stúdentinn byrjaði ég í háskólanum en
kunni ekki við mig þar og lenti í tón-
menntakennaradeildinni með mjög
kraftmiklu fólki, Þórunni Björnsdóttur
og Ragnhildi Gísladóttur meðal annarra.
Ég fór að vinna í Austurbæjarskóla með
námi og vann hér allt til ársins 1993 þegar
ég fór til Álaborgar til BA-náms í tón-
vísindum. Danir voru þá löngu hættir að
skipta músíkinni í klassíska og rytmíska.
Maður lærði bara allt eins og það kom
fyrir af skepnunni. Námið var fjölbreytt
og ég er til dæmis með háskólapróf í
rokkútsetningum. Eftir námið kom ég
aftur til starfa í Austurbæjarskóla og hef
verið þar síðan. Tónmenntakennsla er
landnemastarf og byggist á persónu tón-
menntakennarans. Þetta er ólíkt því að
kenna til dæmis stærðfræði vegna þess
að hana kenna margir innan skólans. Í
tónmennt kunna börnin ekkert ef tón-
MEÐ HÁSKÓLAPRÓF
í rokkútsetningum
Þetta gekk mjög vel
og við erum að fara að ha
lda
upp á það með því að fara
saman í keilu.
Ég var í Laufásborg þegar ég var krakki
og þar var mikið sungið. Ég man hvað
mér þótti notalegt að sitja á gólfinu og
syngja við gítarleik og líka hvað ég var
svekktur þegar fóstran hætti að spila.