Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 26
26
SAMKOMULAG UM NETTLU
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
Þann 28. mars sl. var undirritaður sam-
starfssamningur Kennarasambands
Íslands, Þroskaþjálfafélags Íslands og
Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla
Íslands um útgáfu Netlu, veftímarits
um uppeldi og menntun. Rannsóknar-
stofnun KHÍ hefur gefið ritið út frá
árinu 2002 en Kennarasambandið og
Þroskaþjálfafélagið koma héðan í frá
að útgáfunni með því að leggja til
hvort sinn ritnefndarfulltrúann. Þess
er vænst að tenging Netlu við félög
þeirra stétta sem hljóta menntun
sína í Kennaraháskólanum verði til
þess að auka framgang ritsins og efla
skólamálaumræðu í samfélaginu í
heild.
Að sögn Gretars L. Marinóssonar fram-
kvæmdastjóra rannsóknarsviðs KHÍ hefur
frá upphafi verið lögð áhersla á fjölbreytt
og lifandi vefrit með margvíslegum birt-
ingarmáta efnis. Gagnvirkni er nú þegar
nokkur þar sem lesendur geta brugðist við
greinum á aðgengilegan hátt og stefnt er
að því að auka hana enn frekar.
Ingvar Sigurgeirsson, nýráðinn ritstjóri
Netlu, er ánægður með samstarf skólans
og stéttarfélaganna um vefritið og segir
saminginn munu ýta undir að greinar
sem eiga erindi við starfandi kennara og
þroskaþjálfa berist þeim í hendur. Hann
bendir jafnframt á að þótt þessar stéttir
myndi helsta markhóp Netlu þá eigi efni
í ritinu líka - og oft ekki síður - erindi við
almenning, sveitarstjórnarmenn og aðra
sem hafa áhuga á og starfa á vettvangi
uppeldis og menntunar. Þá nýtist Netla
kennara- og þroskaþjálfanemum mjög
vel í námi og verði með tímanum öflugur
gagnabanki á sínu sviði. „Við sem söknuð-
um Nýrra menntamála erum loks búin að
fá rit sem gegnir sama hlutverki,“ segir
Ingvar.
Þórunn Blöndal lektor við KHÍ er
einn ritnefndarmanna. Hún bendir á að
einn af meginkostum Netlu sé fólginn í
ókeypis aðgangi fyrir alla. „Hver sem er
getur sótt og lesið efnið í vefritinu sér
að kostnaðarlausu og skiptir þá engu
hvar í heiminum hann er staddur,“ segir
Þórunn. Annar ritnefndarfulltrúi, Torfi
Hjartarson, sem sömuleiðis er lektor við
skólann bætir við að meðal efnis í ritinu
séu greinar sem innihaldi hljóðdæmi og
hreyfimyndir og fylgst sé með nýjungum á
sviði vefmiðlunar. Gretar tekur undir með
Torfa og bætir því við að hlutverk ritsins
NETLUFRÉTTIR
af vettvangi Netlu – netla.khi.is
Agi og bekkjarstjórnun – hugmyndir
tveggja heima takast á nefnist nýleg
grein í Netlu sem óhætt er að segja
að komi kennurum við. Agamál og
þá ekki síst agastjórnunarkerfi eru
mjög til umræðu um þessar mundir
og í greininni fjallar höfundur, Edda
Kjartansdóttir grunnskólakennari, um
viðhorf til aga og bekkjarstjórnunar.
Niðurstaða höfundar er sú að oft togast
á ólík sjónarmið sem tengjast reglufestu
módernismans og sveigjanleika póst-
módernismans. Annars vegar er kallað
eftir samræmdum reglum og hins vegar
á að meta hvert tilvik fyrir sig. Afar
áríðandi er að kennarar, nemendur og
foreldrar axli ábyrgð, vinni með hlið-
sjón af samfélagsbreytingum og séu
virk í að móta þau samskiptaviðmið
sem þeim finnst eðlilegt að ríki í skóla-
stofunni. Í niðurlagi greinar sinnar segir
Edda meðal annars: „Hugmyndafræði
margra kennara á án efa rætur að
rekja til hugmynda módernismans og
þeir kalla því eftir því að böndum verði
komið á síbreytilega veröld. Í heimi sem
einkennist af póstmódernískri hugsun
er það dæmt til að mistakast. Skólafólk
þarf að staldra við og velta fyrir sér hvers
vegna og hvernig hægt sé að bregðast
við. Ef fólk skilur ekki að heimurinn er
að breytast og reynir í sífellu að grípa
til aðgerða sem betur áttu við í heimi
fortíðar er hætt við að tilfinning fyrir
úrræðaleysi verði æ ríkari og árekstrar
við nemendur og foreldra sífellt algeng-
ari.“ Og síðar: „Einn mikilvægur þáttur
í því að styrkja kennarann til áhrifa er
að hann fái tækifæri til að setja sér
eigin samskiptaviðmið fyrir hvern hóp
sem hann kennir. Þetta gerir kennurum
kleift að vinna út frá eigin hugmyndum
um aga, sem leiðir til þess að þeir verða
gerendur en ekki leiksoppar og líta á sig
sem fagmenn. Vissulega er líka mikilvægt
að kennarar geti borið saman bækur
sínar, rætt áherslur og viðmið og þannig
mótað hugmyndir sínar með því að ræða
þær við samstarfsfólk. Sameiginleg sýn
starfsfólks, nemenda og foreldra á að
vera leiðarljós skólastarfsins. Kennarar
í samvinnu við nemendur og foreldra
móta síðan leiðirnar svo að sýnin nái
fram að ganga.“
Grein Eddu er spennandi innlegg í
umræðu um agamál í skólum. Þar sýnist
sitt hverjum og nú er um að gera að
bretta upp ermar, munda músina og
taka þátt í umræðunni.
Kennarasambandið
kemur að útgáfu Netlu
sé ekki einungis að fræða heldur einnig að
móta: „Netla á að vera í fremstu víglínu
í umræðu um menntamál og mennta-
rannsóknir en sú umræða er í mikilli sókn
um þessar mundir.“
Hægt er að skrá sig á póstlista Netlu
og fá sendar fréttir með því að smella á
hnappinn „Póstlisti“ neðst í vinstra dálki á
forsíðu ritsins, netla.khi.is
Eiríkur Jónsson, Gretar L. Marinósson og Sigríður Rut
Hilmarsdóttir undirrita samkomulagið.