Skólavarðan - 01.04.2006, Side 29

Skólavarðan - 01.04.2006, Side 29
Þróun valgreina í grunnskólum Akureyrar 29 SMIÐSHÖGGIÐ SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006 Vorið 2002 sótti skóladeild Akureyrar um styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla í því skyni að þróa sameiginlegt valgreinatilboð í 9. og 10. bekk grunn- skólanna til viðbótar þeim valgreinum sem skólarnir hafa boðið hver hjá sér um langt árabil. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er gert ráð fyrir að einstakir skólar skipuleggi tæplega 30% námstíma nemenda í 9. og 10. bekk sem valgreinar. Tilgangurinn með þessu er að laga námið betur að þörfum einstaklingsins og gera nemendum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform. Á þennan hátt geta nemendur valið sig frá greinum eða námssviðum sem ekki höfða til þeirra eða minni þörf er á miðað við framtíðaráform. Þetta óbundna frjálsa val á fyrst og fremst að miðast við: • Viðfangsefni til undirbúnings fyrir nám á bóknámsbrautum framhalds- skóla. • Viðfangsefni til undirbúnings fyrir starfsmenntun, list- og tækninám. • Viðfangsefni sem miða að því að víkka sjóndeildarhring nemenda og stuðla að lífsfyllingu þeirra. Í styrkumsókninni sagði m.a.: “Megintilgangur verkefnisins Þróun val- greina í grunnskólum Akureyrar er að mæta kröfum aðalnámskrár um aukið val og sveigjanleika í 9. og 10. bekk Brekkuskóla, Oddeyrarskóla, Glerárskóla, Lundarskóla, Síðuskóla og Giljaskóla. Stefnt er að því að skólarnir vinni saman að því markmiði að skipuleggja aukið valnám þar sem hagnýta má mismunandi aðstöðu og bjargir í bæjarfélaginu. Einkum verði horft til þess hvernig koma megi við fjölbreyttara vali í verkgreinakennslu og viðfangsefnum sem komið geta til móts við dugmikla nemendur og viðfangsefni fyrir nemendur sem standa höllum fæti í bóknámi. Hugað verði að því hvort og hvernig skólar geti samnýtt tæki og kennara til kennslu valgreina, einkum á sviði verkgreina, og hvort rétt sé að koma á verkaskiptingu milli skólanna í framboði valgreina. Í þróunarverkefninu verður sérstaklega litið til þess ákvæðis aðalnámskrár að skólar rækti tengsl við aðila utan skólans og vinni með fyrirtækjum og stofnunum að því sameiginlega verkefni að veita nemendum haldgóða þekkingu. Athugað verði í því sambandi hvort ástæða sé til að leita eftir verknámsaðstöðu í fyrirtækjum og stofnunum bæjarins, aðstöðu sem ekki er að finna í skólunum, og hvort starfs- menn fyrirtækjanna hafi tækifæri til að miðla af þekkingu sinni til nemenda með einum eða öðrum hætti. Auk forms og fyrirkomulags á val- greinanámi í grunnskólunum verða gerðar námslýsingar fyrir þær valgreinar sem ekki hefur þegar verið lýst og hugað að kennsluaðstöðu og námsefni til kennsl- unnar.” Framkvæmd verkefnisins Stofnaður var átta manna vinnuhópur, skipaður einum fulltrúa frá hverjum skóla auk fulltrúa frá skólaskrifstofu Akureyrar og Skólaþróunarsviði Háskólans á Akur- eyri sem jafnframt lagði til starfsmann sem vann með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn tók til starfa í nóvember 2002 og setti þá upp áætlun um vinnuferli og tímaplan um framvindu verkefnisins. Ljóst var í upphafi að þróun valgreina væri langtíma verkefni svo að ákveðið var að miða vinnuna við tiltekna þætti til vors 2003 en síðan yrði haldið áfram frekari þróun verkefnisins á skólaárinu 2003-2004. Helstu verkefni vinnuhópsins voru: • Að skoða valgreinatilboð allra grunn- skólanna á Akureyri og nokkurra skóla í öðrum sveitarfélögum. • Að kanna viðhorf nemenda til þeirra valgreina sem þeir voru skráðir í skólaárið 2002-2003. • Að ræða við fulltrúa Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri um tengsl skólastiganna og gildi valgreina í námi nemenda og undir- búningi þeirra fyrir framhaldsnám. • Að ræða við stjórnendur allra grunn- skólanna um hugmyndir að nýjum valgreinum, fyrirkomulagi varðandi framkvæmd þeirra og kostnaðarskipt- ingu milli skólanna, svo að dæmi séu tekin. • Að kynna kennurum skólanna verk- áætlun hópsins og fá hugmyndir þeirra að nýjum valgreinum. • Að leita úrskurðar menntamálaráðu- neytisins um vafaatriði varðandi framboð valgreina í 9. og 10. bekk. • Að ræða við fjölmarga aðila og fyrirtæki á Akureyri um áhugaverð- ar hugmyndir varðandi framboð nýrra valgreina, ekki síst í verk- og listgreinum. Þróun verkefnisins Skólaárið 2003-2004 var í fyrsta sinn boðið upp á valgreinar sem skipulagðar voru undir stjórn vinnuhópsins í samstarfi við ýmsa aðila innan og utan grunnskólanna. Um var að ræða fjórar valgreinar sem kenndar voru á vegum stofnana og félagasamtaka utan skólanna, en auk þess voru kenndar sjö valgreinar innan einstakra skóla sem voru engu að síður opnar nemendum allra skólanna. Tekinn Halldór GunnarssonÁgúst Jakobsson Lj ós m yn di r fr á hö fu nd um Nemendur í nuddvali

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.