Skólavarðan - 01.08.2006, Page 10

Skólavarðan - 01.08.2006, Page 10
10 HÁVAÐI Í LEIKSKÓLUM SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Hverskonar stofnun er leikskóli? Svarið ætti að vera augljóst. Leikskóli er skóli sem á að sinna fræðslu og uppeldisstarfi ungra barna. Ef slík starfsemi á á annað borð að fara fram á munnlegum nótum er ljóst að þrír veigamiklir þættir þurfa að fara saman: Rödd kennarans þarf að berast eyrum nemenda, heyrn þeirra þarf að vera í lagi og hlustunarskilyrði í kennslurými verða að vera viðunandi fyrir munnleg samskipti. Erlendar rannsóknir hafa bent til að raddheilsa leikskólakennara sé bágborin, hátt hlutfall barna sé eyrnabólgubörn og umhverfisþættir í leikskólum séu óvistvænir fyrir starfsemina, þ.e.a.s. of mikill bakgrunns- og/eða erilshávaði og of há endurómun. Til þess að fá einhverja hugmynd um ástandið í þessum málum hér á landi fór nýlega fram könnun í fimm leikskólum á Akureyri. Sendur var rafrænn spurningalisti um atriði er varða raddheilsu og álit á umhverfisþáttum til 88 kennara og þeirra ófaglærðu starfsmanna sem sinna umönnun barna ásamt spurningalista þar sem foreldrar voru spurðir um eyrnasögu barna sinna. Áttatíu og þrír kennarar og aðrir starfsmenn (94%) og foreldrar 258 barna (65%) svöruðu. Aðilar frá heilbrigðiseftirliti Akureyrar voru fengnir til að gera úttekt á húsnæði. Aðili frá Vinnueftirliti ríkisins mældi endurómun og hávaða á leikskólunum með skammtamælum (staðsettir á öxl viðkomandi) og með venjulegum hávaða- mæli í einum leikskólanna. Ef marka má niðurstöðurnar er ljóst að svo mikla brotalöm er að finna í öllum ofangreindum þáttum að vandséð er hvernig fræðsla og uppeldisstarf geta farið þar fram svo viðunandi sé. Kennarar Áberandi var hve bæði starfsaldur og lífaldur var lágur, eða meðallífaldur 33,5 ár (20 – 57 ára) og meðalstarfsaldur 7 ár (>1/2 – 30 ár). i) Raddveilueinkenni Of mikið álag á rödd veldur óþæginda- einkennum eins og þurrki, ertingu, kökktilfinningu, hæsi án kvefs og raddþreytu. Í töflunni hér að neðan má sjá niðurstöður úr svörum. Yfir 95% svöruðu öllum spurningum. Sá mikli fjöldi sem kvartar undan þurrki í kverkum gæti bent til að of þurrt and- rúmsloft væri á vinnustað. Þar með er komin áhætta fyrir rödd þar sem þurrkurinn getur leitt til meiri átaka við raddmyndun. Tíundi hluti hópsins hafði misst röddina oft, þar af fimmtungur kennara og annarra starfsmanna í tveim leikskólum. Rúmlega tíundi hluti kvaðst vera með heyrnarskerðingu. Heyrnarskerðing verður til þess að fólk talar almennt hærra þar sem það heyrir ekki eins vel til sjálfs sín. Því verður heyrnarskertu fólki hættara við að þróa upp raddveilur vegna of mikils álags á raddfæri. Leikskólakennarar og aðrir starfsmenn leikskóla með heyrnar- skerðingu eru því sérstakur áhættuhópur. Nær öllum hópnum fannst rödd sín vera áheyrileg (90%) og þægileg (93%) sem skýtur svolítið skökku við þegar horft er til þess að tæplega þriðjungi fannst rödd sín vera hvöss, hávær eða rám. Þriðjungi leikskólakennaranna fannst rödd sín vera veik, fimmtungur taldi rödd sína vera hása. Slíkar raddir berast óhjákvæmilega illa. Á hinn bóginn fannst meir en þriðjungi hópsins (38%) rödd sín berast vel. Enginn getur sagt til um hvernig eigin rödd berst til annarra. Tvennt kemur til. Í fyrsta lagi þarf einstaklingurinn að standa fyrir utan eigin líkama til þess að geta dæmt um slíkt vegna þess að við getum einungis fundið hvernig röddin hljómar í eigin höfði. Í öðru lagi hefur hljómburður áhrif á hvernig rödd berst í húsnæði. Raddir berast misvel um húsnæði vegna þess að þær eru einungis hljóð sem endurvarpast um húsakynnin. Þannig getur styrkur og tíðni í rödd einstaklings borist betur í einhverju tilteknu húsnæði HÁVAÐI Í LEIKSKÓLUM Sláandi niðurstöður úr rannsókn frá Akureyri Einkenni Nær alltaf Oft Stundum % % % Þurrkur 6 19 58 Kitl 2 12 45 Særindi 1 12 30 Kökktilfinning 2 7 24 Hæsi 1 10 30 Þrálátur hósti 2 5 21 Raddþreyta í tali 0 12 30 Raddþreyta við upplestur 0 20 25 Raddþreyta við söng 4 26 38 Rödd brestur 0 5 30

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.