Skólavarðan - 01.08.2006, Side 17

Skólavarðan - 01.08.2006, Side 17
17 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 ef þau vilja og uppistaða hádegisverðar er fiskur og grænmeti, það er vegna þess að ekki borða allir kjöt af mismunandi ástæðum en allir borða fisk. Börnin taka þátt í að undirbúa matartíma alveg frá grunni. Mikil áhersla er lögð á að halda sykri í lágmarki og börnin koma ekki með neitt með sér þegar þau eiga afmæli en haldið er upp á það með því að bjóða upp á eitthvað hollt. Við fengum að sjá myndband sem tekið var þegar farið var í veiðiferð. Úti var bæði snjór og kuldi, farið var með strætó og börnin höfðu með sér nesti. Þegar komið var að veiðistaðnum sem var ísilagt vatn var byrjað á að gera gat á ísinn. Veiðarfærið var veiðistöng með tilheyrandi línu og öngli. Þessi vettvangsferð var tekin upp á myndbandstökuvél og foreldrar fengu eintak af myndinni. Myndbönd og ljósmyndir eru mikið notuð í starfinu til að auðvelda tjáskipti við foreldra sem hafa ekki vald á norsku. Það er auðveldara að sýna foreldrum myndirnar til að útskýra starfið heldur en að nota talmálið. Hver deild hefur stafræna myndavél til umráða, börnin læra að taka myndir sjálf, þau læra hvert af öðru, sýna hvert öðru og þannig m.a. læra þau málið. Öðlast sjálfstraust við að reyna á sig Eftir 1. maí er farið í „útilegu“. Þá er dvalið úti í náttúrunni, útbúið skýli úr plastdúk og börnin sofa í kuldagöllum í svefnpokunum. Sjálfstraust barnanna eykst þegar þau þurfa að reyna á sig. Þau þora kannski ekki í fyrstu en það kemur fljótt. Það er frekar einhæft að vera ein- göngu á leikvellinum og nauðsynlegt að nota nágrennið. Alltaf finnst eitthvað í skóginum sem er erfiðara, til dæmis hærra tré til að klifra í. Mikilvægt er að finna svæði sem eru mismunandi og ögrandi. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi sem eflir bæði fínhreyfingar, grófhreyfingar og hlutverkaleiki. Bækur eru teknar með út og stundum eru sögurnar heimfærðar upp á um- hverfið, til dæmis „Geiturnar þrjár“. Þá er leitað að brú og börnin leika söguna í náttúrulegri sviðsmynd. Í leikskólanum er talið mikilvægara að skoða sig um en að vera með mikið af leikföngum. Börnin syngja daglega og þá aðallega lög sem þau hreyfa sig við. Lögð er áhersla á að yngstu börnin fái sinn skerf af vettvangsferðum, það er bara farin styttri leið með þau eða eins og hæfir aldri þeirra og þroska. Til dæmis er mjög stutt að fara í skóginn og tína jarðarber. Það vakti athygli okkar hvað allar girð- ingar voru lágar svo að auðvelt var fyrir börnin að komast yfir. Aðspurt svaraði starfsfólkið að þau færu ekkert í burtu. Gítarar úr krossviði Tónlist er allsráðandi í Dumpa Musikk- barnehage og mikið lagt upp úr því að börnin kynnist alls kyns tónlist. Þau læra ekki nótur heldur hugtök og fá að búa til hljóðfæri sem þau spila á. Það er mikið sungið og unnið með hrynjandi, bæði í stórum og litlum hópum. Starfsfólkið býr til geisladiska fyrir börnin með lögum sem þau hafa gaman af. Í leikskólanum hefur verið útbúið svið þar sem börnin koma fram og líkja eftir hinum ýmsu tónlistarmönnum og þau voru ekki feimin við að sýna okkur listir sínar. Þegar við komum voru nokkrir strákar úti að spila af miklum móð á gítara sem voru sagaðir úr krossviði og málaðir í allskyns litum, undir háværri rokktónlist sem barst úr hljómflutningstækjum í einum glugganum. Við áttum þó von á að sjá miklu fleiri hljóðfæri en raun bar vitni en þau hljóðfæri sem börnin höfðu búið til sjálf voru bæði eiguleg og frumleg. Börnin hafa góða aðstöðu til slökunar og bókalesturs í litlu herbergi þar sem þau geta lokað að sér og virkaði það mjög vel á okkur að sjá að börnin gátu valið að vera í næði. Þá er einnig mikið farið í vettvangsferðir og skógurinn óspart nýttur til útivistar. Í Dumpa eru ekki heitar máltíðir í hádeginu og sykur í algjöru lágmarki. Mikið er lagt upp úr því að upphefja afmælisbarn á annan hátt en með sætindum, til dæmis með því að leyfa barninu að vera með sérstaka kórónu og í skikkju. Leikskólastjórinn, Vigdis, vill ekki að maturinn sé aðalatriðið í fjörinu/ afmælisveislunni hjá börnunum. Ánægðustu börnin í Osló Vigdis talaði mikið um hvernig hún sér leikskólann í framtíðinni. Hún vill að í boði verði stöðvar/verkstæði þar sem einn starfsmaður hefur umsjón. Börnin eiga svo að geta valið sér stöðvar/verkstæði, gengið á milli og kynnst öllu. Þannig fá þau tækifæri til að kynnast öllum fullorðnum sem vinna í leikskólanum en það finnst Vigdisi mikilvægt. Einnig fór hún með okkur um allt húsið til að sýna hvaða árangur hafði náðst í að lækka alla hluti í hæð barnanna og gera leikskólann þannig aðgengilegri fyrir þau. Að lokum sagði Vigdis okkur að aðalmarkmið leikskólans hennar væri að hafa ánægðustu börnin í Osló! Mikil eftirvænting var í Noregi vegna Leikskólinn Rudshögda Naturbarnehage Leikskólinn Dumpa Musikkbarnehage NORSKIR LEIKSKÓLAR

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.