Skólavarðan - 01.08.2006, Qupperneq 20
20
FORVARNIR
Klámvæðingin sem heltekið hefur
hinn vestræna heim undanfarin ár,
þar á meðal íslensku þjóðina, er
áhyggju-efni. Þessi ósómi hefur fengið
að flæða nánast óhindrað yfir unga
jafnt sem aldna. Aukin fíkniefnaneysla
er líka stórkostlegt vandamál með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Aukin
fræðsla og forvarnir á þessu sviði eru
því mjög mikilvægt verkefni bæði fyrir
foreldra og skóla.
Kynlífsfræðsla fyrir unglinga þarf að vera
á réttum forsendum. Gera þarf unglingum
grein fyrir því að kynlífi fylgir gífurleg
ábyrgð m.t.t. sálarheillar viðkomandi,
ótímabærra þungana og kynsjúkdóma.
Það er sorgleg staðreynd að unglingar
á Íslandi byrja fyrr að lifa kynlífi en hjá
nágrannaþjóðum okkar, meðalaldurinn
er um 15,4 ár (samkvæmt rannsókn dr.
Sóleyjar Bender). Unglingaþunganir eru
algengari hér og um helmingur þeirra
endar í fóstureyðingu. Kynsjúkdómar eru
óhjákvæmileg afleiðing óábyrgs kynlífs.
Skaðinn fyrir einstaklinginn getur verið
gífurlegur þar sem afleiðingar eru í sumum
tilfellum ófrjósemi.
Barn eða unglingur sem horfir á
kynferðislegt efni eða tekur þátt í kyn-
ferðislegum athöfnum án þess að hafa
til þess þroska bíður skaða á sálu sinni.
Ótímabært kynlíf unglings veldur skaða
á sjálfsvirðingu hans. Þegar sjálfsvirðing
einstaklings er orðin sködduð opnast
gjarnan leið fyrir sjálfseyðileggjandi
hegðun. Til að deyfa þann sársauka sem
skapast er hætta á að viðkomandi leiti
óæskilegra leiða til þess, m.a. í
áfengi og vímuefni. Þegar þarna
er komið sögu er unglingurinn
stundum farinn að vanrækja nám
sitt. Hér má oft sjá greinilegt
samhengi.
Ljóst er af framansögðu að ótímabært
kynlíf getur haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar. Með markvissri fræðslu
má spara beinharða peninga í
heilbrigðiskerfinu, svo að ekki sé minnst á
þá mannlegu þjáningu sem mætti koma í
veg fyrir, s.s. sálræna kvilla, kynsjúkdóma
og ótímabærar þunganir sem sumar
hverjar enda í fóstureyðingu.
Foreldri frá föstudegi til mánudags
Síðastliðinn vetur kom í heimsókn í
skóla barnanna minna, Heiðarskóla í
Reykjanesbæ, aðili frá ÓB ráðgjöf til að
kynna og leggja fyrir nemendur verkefnið
„Hugsað um barn“. Sonur minn tók þátt
í því en tilgangur þess er að fyrirbyggja
ótímabært kynlíf unglinga og fræða
þá um skaðsemi áfengis og annarra
vímuefna. Í upphafi verkefnisins „Hugsað
um barn“ eru foreldrar boðaðir á fund
og fá þar upplýsingar um tilhögun þess.
Skólahjúkrunarfræðingar geta nýtt sér
verkefnið og fjallað um ýmis málefni
sem varða kynlíf og barneignir í tvær
kennslustundir eða meira.
Verkefnið gengur þannig fyrir sig að
nemendur fá heim með sér svokallað
raunveruleikabarn. „Barnið“ er dúkka
sem er sambærileg ungbarni hvað varðar
stærð, þyngd og höfuðhreyfingar.
Dúkkunni er stjórnað af tölvuforriti sem
fylgist með hversu vel er hugsað um
hana. Það er gert á þann hátt að áður en
nemandinn fer heim með dúkkuna fær
hann armband sem fest er á handlegg
hans á meðan á umönnunartímanum
stendur. Ekki er hægt að færa armbandið
á milli einstaklinga. Þegar nemandinn
sinnir „barninu“ er armbandinu beint
að skynjara á baki dúkkunnar, með því
les forritið að þörfum hennar hafi verið
sinnt og skráir það í minni. Nemendur
hafa dúkkuna heima yfir eina helgi og er
hún „sett í gang“ um kvöldmatarleytið á
föstudegi. Hverri dúkku fylgja nauðsyn-
legir fylgihlutir, svo sem bleyjur og peli.
„Barnið“ fer að gráta á öllum tímum
sólarhrings, það þarf að skipta á því, gefa
því pela og láta það ropa. Sé það ekki gert
orgar það ótæpilega. Það grætur líka ef
haldið er óvarlega á því en hjalar og sýnir
þannig að því líði vel þegar búið er að sinna
þörfum þess. Þegar umönnunartímanum
er lokið er „börnunum“ skilað í skólann á
mánudagsmorgni. Þá er prentuð út skýrsla
um umönnun hvers barns fyrir sig og
kemur þar fram hversu vel því hefur verið
sinnt. Er þetta fyrsta verkefnið hér á landi
sem veitir unglingum tækifæri til að læra
um forvarnir í gegnum upplifun.
„Hugsað um barn“ hefur verið prófað
í Noregi og er árangur þar mjög góður.
Árið 2000 var verkefnið sett í gang við
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006
HUGSAÐ UM BARN
Víðtækt forvarnarverkefni
María Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur
segir frá forvarnarverkefninu „Hugsað
um barn“ en sonur hennar var einn
þátttakenda þegar verkefnið var lagt fyrir
í Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Verkefnið var
kynnt í Skólavörðunni í grein Guðlaugar
Guðmundsdóttur haustið 2004, hér er því
fylgt eftir og foreldri segir sína skoðun.
Lj
ó
sm
yn
d
ir
f
rá
a
ð
st
an
d
en
d
u
m
v
er
ke
fn
is
in
s