Skólavarðan - 01.12.2007, Page 22
22
SAGA ALMENNINGSFRÆÐSLU 1880-2007
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 7. ÁRG. 2007
Hugmyndin að sögu almennings-
fræðslu á Íslandi hafði lengi legið í
loftinu þegar skólaráð Kennaraháskóla
Íslands ályktaði um það árið 1991 að efla
skólasöguritun. Þetta upplýsir Loftur
Guttormsson prófessor við skólann sem
jafnframt er ritstjóri tveggja binda verks
um almenningsfræðslu sem kemur út
í mars nk. Loftur segir ekki vanþörf á
ritinu enda hefur ekkert yfirlitsrit verið
gefið út um þetta málefni í hartnær
sjötíu ár.
Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007
kemur út í tilefni af því að rétt um
hundrað ár eru liðin frá því að lög um
fræðslu barna og um kennaraskóla tóku
gildi. Ritverkið er um 800 bls. að stærð með
ríkulegu myndefni, fullt af áhugaverðum
upplýsingum um formlega menntun og
skólalíf á Íslandi, skipulag þess, umfang
og inntak í tengslum við samfélagsþróun
í heild sinni. Þetta er rit sem allir kennarar
og aðrir, sem hafa áhuga á að auka
vitneskju sína um þann bakgrunn sem þeir
eru sprottnir úr, ættu að festa kaup á.
Það vekur nokkra furðu að rit á borð við
þetta skuli ekki hafa verið gefið út áður.
„Það hefur ekki komið út yfirlitsrit á þessu
sviði síðan Saga alþýðufræðslunnar eftir
Gunnar M. Magnúss var gefin út 1939,“
segir Loftur Guttormsson. „Sú bók ber þess
merki að nokkur fljótaskrift var á en Gunnar
setti hana saman á skömmum tíma til að
minnast 20 ára afmælis Sambands íslenskra
barnakennara. Það hefur tilfinnanlega
skort yfirlit frá miðri síðustu öld að telja
því þá fer þetta allt að verða reglulegra
kerfi, æ fleiri sækja framhaldsskóla og
svo framvegis. Kennaranemar hafa alltaf
fengið yfirlit yfir almenningsfræðslu í
námi sínu en notast hefur verið við alls
kyns greinar, heimildir og upplýsingar
sem kennarar við Kennaraháskólann
hafa sjálfir aflað og samið. Þetta verk
verður því kennaranemum og stórum
hópi kennara og fyrrverandi kennara til
mikillar glöggvunar og vonandi ýtir það
einnig undir samsemd stéttarinnar.“
Loftur áréttar að þótt aðalleikarar í
ritverkinu séu kennarar og nemendur þá
sé saga kennara sem slíkra enn óskráð.
Sagan af starfi kennara og stéttarsamtaka
þeirra má líklega bíða þess enn um stund
að vera sögð en Loftur bendir á að í Noregi
og Danmörku hafa verið gefin út sögurit
helguð kennurum. Um þessar mundir er
Loftur að vinna að félagsfræðilegri grein-
ingu á barnakennurum á fyrri hluta 20.
aldarinnar ásamt Helga Skúla Kjartanssyni.
„Þessi greining sem við erum að vinna
núna er mjög forvitnileg, sérstaklega staða
kvenna,“ segir Loftur. „Konur þurftu lengi
framan af að ákveða hvort þær kenndu
eða giftust, það var tæpast um það að
Hundrað ára skólasaga Glæsilegt ritverk
Fjórði hluti seinna bindis:
Hvoru bindi verksins er skipt í fjóra
hluta; hér getur að líta efnisyflirlit
fjórða og síðasta hluta seinna bindisins
svo að áhugasamir geti áttað sig á
uppbyggingu verksins:
Fjórði hluti. Valddreifing í skólamálum
1985–2007
Einstaklings- og markaðshyggja í sókn
Vöxt eða velferð
Jafnréttishugmyndir á
samkeppnistímum
Hversu sjálfstæðir skólar?
Menntaumbætur í krafti tölvutækni
Innlend stefnumið og alþjóðleg viðmið
Stefnumótun og verkaskipting
Leikskólinn hluti af almennu skólakerfi
Grunnskólar færðir undir sveitarstjórnir
Íslenskt skólastarf og umheimurinn
Skóli fyrir alla?
Skóli fyrir alla tekur á sig mynd
Sérskólar og stofnanir
Sérkennsla eða samskipan
Hve margir njóta sérkennslu?
Skólaþróun og skólamenning
Hlutverk og þróun gunnskólans
Einstaklingsmiðað skólastarf
Námskrár, kennsla og samræmd próf
Valddreifing og stjórnunarvæðing
Áhrif foreldra á skólastarf
Loftur Guttormsson