Skólavarðan - 01.03.2009, Page 21
21
Kristin Wallis er grunnskólakennari og
býr í Englandi. Hún er þýðandi Numicon
námsefnisins og hefur haldið námskeið
um kerfið bæði hérlendis og erlendis. Við
fengum Kristinu til að segja frá Numicon,
en þess má geta að þegar efnið var
stuttlega kynnt í Skólavörðunni fyrir þremur
árum sýndu kennarar áhuga á að fá frekari
kynningu.
Numicon stærðfræðinámsefni og námsgögn
(oft kallað Numicon kubbar) hefur náð
hylli á Íslandi og víða um heim, þökk sé
þaulhugsaðri heildarmynd höfunda. Kerfið
byggist á hugmyndum Montessori, Stern
og Cuisenaire og er samið af enskum skóla-
mönnum. Rannsóknir á Numicon voru
gerðar á árunum 1996-1998 og var efnið
sett í framleiðslu í kjölfar þeirra enda kom
í ljós að það ýtir undir að nemendur upp-
götvi töfraveröld stærðfræðinnar. Numicon
námsefnið er samið fyrir börn á aldrinum
þriggja til tíu ára en í haust bætist við nýtt
efni fyrir eldri börn. Efnið hentar einnig
vel fyrir börn og unglinga sem ekki hafa
náð tökum á stærðfræði og fullorðna með
lesblindu eða reikniblindu.
Almenna bekkjarnámsefnið skiptist í
Grunnsett, Skólasett 1, Skólasett 2. Á
hverju verkefnaspjaldi í ölllum settum eru
markmið, hugtakalisti, skýr fyrirmæli og
hugmyndir sem tengjast verkefninu. Grunn-
settið hentar vel í leikskólum og á yngsta
stigi í grunnskólum ef það hefur ekki verið
lagt inn í leikskóla. Skólasett 1 tekur við af
grunnsettinu og hentar yngri nemendum
grunnskóla. Meðal efnis er innlögn á jafnt
og merkinu, áframhaldandi uppbygging á
samlagningu og frádrætti, mynsturvinna
og sætisgildi. Verkefnum er skipt í þrjá
flokka, tölur og talnakerfið, mynsturvinnu og
reikniaðgerðir. Út í gegn er lögð áhersla á
að nota eitt það mikilvægasta gagn sem við
komumst í kynni við um ævina, talnalínuna.
Skólasett 2 er eins uppbyggt, meðal efnis
er margföldun, deiling, einföld brot, nám-
undun, algebra ofl. Í haust er að vænta
útgáfu á Skólasetti 3.
Verkefni eru unnin í réttri röð og ekki
er byrjað á næsta verkefni nema það fyrra
sé leyst. Handbók fylgir verkefnamöppunni
og þar er fjallað um hugmyndir að baki
Numicon, meðal annars sk. hugtaksímynd
(concept image) þar sem upplýsingum
sem viðkoma reynsluheimi nemandans
er safnað saman. Skráningarblöð fylgja
hverju verkefni og skráningarferlið hjálpar
kennaranum að fylgjast grannt með stöðu
mála. Leiðarvísir sem hjálpar við að finna
stöðu barnsins er bæklingur sem kemur
með hverju skólasetti. Það er sagt til um á
hvaða verkefni viðkomandi nemandi þarf að
byrja og er það gagnlegt fyrir þá sem eru að
nota Numicon í fyrsta skipti, eru með nýjan
bekk, í nýjum skóla eða vilja finna út stöðu
nýnemenda. Efni til ljósritunar fylgir hverju
setti.
Loks eru það námsgögnin: Form, kubbar,
plötur, spil, talnalínur o.fl. Þau eru notuð
samhliða innlögn á verkefnum á öllum
stigum. Þau styrkja sjónræna þáttinn sem er
svo mikilvægur og allir fá tækifæri til að leysa
verkefnin á hraða sem hentar þeim. Þannig
er byggður upp grunnur fyrir áframhaldandi
stærðfræðinám og skilning. Með notkun
námsgagnanna læra börnin til dæmis að
sjá hvern tölustaf sem heild. Þau átta sig
á að tölustafir eru ekki handahófskennd
tákn heldur mynda þeir skipulagt kerfi.
Stærðfærðin er full af mynstri og því er
æskilegt að nemendur verði meðvitaðir um
mynsturveröld hennar sem allra fyrst.
Annað námsefni og námsgögn
Closing the Gap eða „Brúum bilið“ kom út
í fyrra og er samið fyrir nemendur á öllum
aldri sem þurfa að fara enn hægar og
þéttar í að byggja upp grunnskilning sinn
á stærð-fræði. Markmiðið er að nemendur
öðlist jákvæðara viðhorf til stærðfræði og
byggi upp sterkan grunn fyrir komandi nám.
Lítil skref eru tekin við innlögn og hún er
í alla staði fjölskynja (áþreifing, eftirtekt,
tal, hlustun). „Brúum bilið“ notast við sömu
námsgögn og uppbyggingu á möppu og hin
skólasettin.
Grá form og hvítir og svartir kubbar:
Formin og kubbarnir eru litrík. Hins vegar
geta ekki allir unnið með alla liti (t.d.
einhverfir). Numicon býður því einnig upp
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009
Sýnir skýr mörk milli stærða á tölum með notkun forma.
Bilið brúað milli leikskóla og grunnskóla
Numicon námsefni og námsgögn
Bæði form og talnastangir efla kunáttu barna.Vog og form henta vel við algebruvinnu.
Formin og viðeigandi talnalína hjálpa til við að
skilja námundun betur
©Numicon Ltd
©Numicon Ltd ©Numicon Ltd
©Numicon Ltd
STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI