Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 24
24 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 að hafa heimsótt fjölmarga skóla og kynnt sér kennslugögn: „...mikið af kennslutækjum sem byggjast á fjölskynjun voru notuð innan grunnskóla, þ.á m. Cuisenaire kubbar ásamt tilheyrandi talnalínubökkum, Numicon kubbar og tæki frá öðrum aðilum; mörg sem nota má með gagnvirkum skólatöflum. Í raun notaði hópur barna í blönduðum bekk öll þessi kennslugögn, stöku sinnum eða samtímis, þar sem klárasti nemandinn sneri sér strax eingöngu að sértækri framsetningu. Mörg kennslugagnanna eiga heima í leikskólum og grunnskólum.“ Þó að hópurinn mæli ekki með einstökum náms- og kennslugögnum er tekið fram að það sé æskilegt að slík gögn séu til í öllum skólum. Í fimmta kafla er fjallað um breska aðalnámskrá í stærðfræði fyrir 5-7 ára börn og nemendamiðaða kennslufræði að baki henni. Skýrsluhöfundar gera ekki beinar tillögur um breytingar á núverandi nám- skrá heldur koma með almennar hugmyndir sem leitt gætu til breytinga. Það á t.d. við um hugmyndir þeirra um að efla vægi hugarreiknings og auka umræður barna um stærðfræði. Í ljós hefur komið að ung börn sem eiga í erfiðleikum með að læra stærðfræði eiga einnig í erfiðleikum með að reikna í huganum. Hvernig er foreldrum og fjölskyldum best hjálpað til að styrkja stærðfræðinám barna sinna? Um þetta fjallar sjötti og síðasti kafli. Rannsóknir benda til að stór hluti foreldra vilji taka meiri þátt í námi barna sinna. Þeir þurfa ráðgjöf og aðstoð því margt hefur breyst frá því þeir voru sjálfir í grunnskóla. Aðstoðin er óháð stétt, stöðu og tekjum. Þátttaka foreldra í námi 7-16 ára barna vegur þyngra í námsframvindu þeirra en staða fjölskyldunnar, menntun innan hennar o.þ.h. Stærðfræði „utan skóla“ getur skilað góðum árangri í náminu, t.d. matreiðsluverkefni (skipta niður mat, vigta og mæla). Bresk stjórnvöld hafa áttað sig á þessu og gera grein fyrir stefnu sinni í skjali frá 2007: Sérhvert foreldri skiptir máli. Öll sveitarfélög eiga að móta fjölskyldustefnu sem kemur inn á þátttöku foreldra. Þetta styrkir tengsl heimila og skóla og skapar jákvætt viðhorf en landlægt er í Bretlandi að telja að ekki sé hægt að bæta árangur í stærðfræði. Talið er að 6,8 miljónir fullorð- inna Breta glími við talnavanda og ljóst að samband er á milli talnavanda foreldra og slaks stærðfræðiárangurs barna þeirra. Ef ekkert er að gert verður þetta að vítahring og uppræta þarf goðsögnina um hulinsheima stærðfræðinnar. Skýrslunni fylgja viðaukar og einn þeirra nefnist Íhlutunarkerfi, námsgögn og kennslu- tæki. Þar er fjallað sérstaklega um Numicon. Þar kemur eftirfarandi fram, í lauslegri þýðingu: „Fjöldi lausna sem ætlaðar eru ungum börnum sem eiga við stærðfræðiörðugleika að stríða, tekur mið af þeirri staðreynd að stærðfræði og tölur eru í rótina sértækar hugmyndir og því skiptir miklu máli hvernig þær eru settar fram. Numicon ... birtir tölur á hlutlægan hátt ... í plastformum í tvívídd sem hentar vel til samhliða kennslu með Numicon forriti fyrir gagnvirkar töflur og tölvur. Numicon hentar einnig vel til að kynna talnareikning fyrir ungum börnum. Ennfremur hefur Numicon þann einstaka eiginleika að aðgreina oddatölur og jafnar tölur á skýran og gagngeran hátt, nokkuð sem ung börn taka strax eftir og er afar gagnlegt til að sætta þau við hugtakið pörun (þ.e. að heil tala getur bæði verið jöfn tala og oddatala).“ Eftir að hafa lesið skýrsluna flaug mér í hug atvik úr íslenskum grunnskóla þar sem umsjónarkennari hrópaði að nemanda: „Ertu með hafragraut í stað heila!“ Ástæðan? Nemandinn, sem hafði verið kallaður upp að töflu, gat ekki leyst tiltekið orðadæmi. Niðurbrot og niðurlæging hans var alger og hann átti í erfiðleikum með stærðfræði fram á fullorðinsár. „Hafragraut í stað heila,“ hvað merkir þessi setning kennslufræðilega séð? Í henni felst að kennarinn eigi ekki að þurfa að kenna eða aðstoða nemanda í stærðfræði heldur eigi sá síðarnefndi að vera gæddur þessum hæfileikum frá náttúrunnar hendi (eðlishyggja). Ef ekki þá er hafragrautur á boðstólum. Út frá þessu viðhorfi þarf kennarinn því ekki að vera faglærður. Aðstandendur bresku skýrslunnar eru greinilega á öðru máli, sem betur fer. Þeir hallast að þeirri kennslufræði sem kemur fram hjá Platón í riti hans Menón: Að hjálpa og aðstoða til að rétt lausn fæðist að lokum hjá nemandanum. Hér er að verki hið mikilvæga ljósmóðurhlutverk kennarans. Numicon fellur vel að þessu jákvæða við- horfi í garð kennara og nemenda. Kerfið leggur mikla áherslu á að öll börn geti tileinkað sér talnalæsi þó að það taki þau mislangan tíma. Ljósmóðurhlutverk kenn- arans er í hávegum haft og án hans eru námsgögnin bara líflausir hlutir. Numicon leggur áherslu á að brúa bilið á milli leik- og grunnskóla og matsblöð fylgja ólíkum kennslupökkum í þeim tilgangi. Með þeim er hægt að halda utan um námsframvindu barnsins í leikskólanum og meta stöðu þess í upphafi grunnskólans. Með kerfinu er líka lögð áhersla á að brúa það bil sem skapast hjá nemendum á öllum aldri vegna margs konar stærðfræðiörðugleika. Nauðsynlegt er að greina slíka örðugleika strax við upphaf skólagöngu. Numicon nýtist vel í Bylgju 3 íhlutun, þó svo að það sé upphaflega hugsað sem íhlutunarefni Bylgju 1. Þetta stærðfræðikerfi byggist á nálgun fjölskynjun og meðal annars á að nýta eftirtekt barnsins til að skilja heildar- myndina, þ.e. tölur og tengslin á milli talna. Numicon leggur einnig áherslu á leik barna, hugarreikning og að börn ræði um stærðfræði. Samræður kennara og barna eða foreldra og barna efla skilning þeirra á hugtökum stærðfræðinnar. Numicon býður sem dæmi foreldrum sérstakan heimapakka (Fyrstu skrefin með Numicon) til að taka þátt í stærðfræðinámi barna sinna. Læt þetta nægja en bendi áhugasömum um að kynna sér bresku skýrsluna á vef okkar www.skola.is eða hér: publications. teachernet.gov.uk/eOrderingDownload/ Williams%20Mathematics.pdf Óskar Sigurðsson Höfundur er vöru- og verkefnastjóri hjá A4 Skólavörubúðinni. ein meginniðurstaða og ráðlegging hópsins er að ráða verði sérhæfða stærðfræðikennara í alla leik- og grunnskóla STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.