Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Side 7

Skólavarðan - 01.03.2001, Side 7
Leikræn t ján ing 9 leiklistar og öðrum þáttum hennar í skóla- starfi og leikarar fengju kennslu þar sem áhersla væri lögð á að gera þá að sérfræð- ingum við að aðstoða almenna kennara úti í grunnskólunum, annast valnámskeið í leik- list og setja upp leiksýningar með börnum. Anna Jeppesen Höfundur er aðjunkt í almennum kennslu- fræðum og kennslufræði leiklistar við KHÍ. Leikræn tjáning sem kennsluaðferð • Hefurðu áhuga á að gæða bóklegu fögin lífi? • Hefurðu áhuga á að efla sjálfstraust nemenda? • Hefurðu áhuga á að vinna með rödd og líkama? • Hefurðu áhuga á að örva sköpunargáfu nemenda? • Hefurðu áhuga á að nota leikræna tjáningu sem kennsluaðferð? Leikræn tjáning er kennsluaðferð sem stuðlar að öllu framangreindu. Aðferðina er hægt að nota í nánast öllum kennslugrein- um, þó að mest sé hún notuð í tungumála- kennslu, samfélagsfræði og lífsleikni. Leikræn tjáning í íslenskukennslu og samfélagsfræði Ef þú ert kennari á unglingastigi og ert að hugsa um að velja góða bók fyrir bekk- inn sem allir nemendur eiga að lesa er bók- in Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmunds- son góður kostur. Þetta er skemmtileg bók, full af sögulegum fróðleik og unglingum finnst gaman að lesa hana. Ekki er verra þegar þeir biðja um að framhald bókarinnar sé einnig lesið. Samhliða er hægt að vinna með valda þætti úr bók Helga Skúla Kjart- anssonar Vesturfararnir. Híbýli vindanna gerist í kringum alda- mótin 1900 og lýsir lífi fólks á Íslandi á þeim árum. Harðræði, barnadauði og veik- indi herjuðu á landsmenn. Hluti Íslendinga tók þá ákvörðun að flytja vestur til Kanada í von um betra líf. Við kynnumst þessu fólki í bókinni, vonum þeirra og þrám og fylgj- umst með hvernig þeim vegnar í fyrirheitna landinu. Að lestri loknum, þegar nemendur hafa lokið skriflega þætti kennslunnar, er gott að festa efni bókarinnar betur í minni með leikrænni tjáningu. Reynslan hefur sýnt að nemendur muna betur námsefnið ef unnið er með það á leikrænan hátt. Hér fylgja nokkrar tillögur um hvernig hægt er að vinna með Híbýli vindanna. Sum verkefnin er hægt að taka inn á milli, önnur er betra að taka í lokin. „Láttu drauminn þinn rætast” Bekknum er skipt niður í hópa, fjórir í hverjum hópi. Hver hópur býr til „kyrr- mynd” (allir eru styttur) af því hvernig þeir vona að lífið verði í Kanada. Mikilvægt er að leggja áherslu á að styttan er alltaf graf- kyrr. Ef kennari vill síðan fá nemanda til þess að segja frá því hvað hann er að hugsa getur hann ýtt á nef hans eða enni og stytt- an byrjar þá að tala og segja deili á sér. Endursögn Hóparnir halda áfram að vinna saman. Þegar kennarinn gefur merki byrjar einn nemandinn að endursegja efni sögunnar. Eftir nokkrar sekúndur segir kennarinn “- skipta” og þá tekur næsti nemandi við og heldur áfram með söguna og síðan koll af kolli. Er sögunni er lokið má biðja hópana að ræða saman og athuga hvort sagan hafi breyst eða hvort eitthvað hafi vantað. Kennari getur einnig látið nemendur segja frá sögunni með mismunandi tilfinningar í huga svo sem reiði, gleði, afbrýðisemi undrun o.s.frv. Einnig geta persónurnar í sögunni sagt frá henni á sinn hátt. Kennari í hlutverki Kennarinn bregður sér hér í hlutverk. Gott er fyrir hann að hafa ákveðið tákn fyr- ir hvert hlutverk. Táknið er þá hlutur eða fatnaður sem tengist hlutverkinu í huga nemenda og auðveldar þeim þannig að taka hlutverkið alvarlega. Dæmi um þetta er til dæmis stafur fyrir gamalt fólk, sloppar fyrir sérfræðinga og margskonar hattar og húfur. Kennari setur sig í hlutverk bónda á Íslandi (neftóbaksdós gæti verið táknið) og spyr að- alsögupersónu Híbýla vindanna ýmissa spurninga. Hann reynir með leið- andi spurningum að fá fram alla þá sögulegu þekkingu sem nemendur búa yfir. Hann getur til dæmis spurt allan bekkinn eins og hann væri að- alpersóna sögunnar sem nefnist Ólafur. Spurningar gætu verið á þessa leið: „Ólafur, gæti ég fengið að spyrja þig nokkurra spurninga? Ég veit að þú ert að flytja til Kanada. Ég er að hugsa um að flytja þangað sjálfur. Veistu hvernig lífið er þarna? Veistu hvað maður má hafa mikinn farangur með sér á skipinu?“ Fundur vesturfara Fjórir nemendur vinna í hópi. Þeir eru á leið til Kanada saman. Nemendur verða að ákveða hvað þeir mega taka með sér á skip- ið. Hafa ber hugfast að sumir hlutir eru nauðsynlegri en aðrir. Þegar fundi er lokið útbýr hver og einn lítið koffort eða teikn- ingu af kofforti þar sem þeir teikna eða skrifa niður hvaða hluti þeir ætla að hafa með sér. Slúðurhringurinn Bekknum er skipt í tvo hópa. Annar hóp- urinn leikur Íslendinga sem eru nýkomnir til Kanada og hinn leikur Kanadamenn sem voru þar fyrir. Þeir standa hvor á móti öðr- um. Kanadamenn ræða sín á milli um Íslend- ingana. Eru þeir með lýs, bera þeir drep- sóttir með sér, af hverju eru þeir svona klæddir? Íslendingarnir ræða hins vegar um Kanadamenn. Hvernig geta þeir borðað Ása Helga Ragnarsdóttir: „Reynslan hefur sýnt að nemendur muna betur námsefnið ef unnið er með það á leikrænan hátt.”

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.