Skólavarðan - 01.04.2001, Síða 5

Skólavarðan - 01.04.2001, Síða 5
Frétt i r og smáefni Þann 24. apríl var haldin netráðstefna um fjármögnun sérkennslu. Ráð- stefnan var haldin á vegum Evrópumiðstöðvar fyrir þróun í sérkennslu (European Agency for Development in Special Needs Education) og kom til vegna mikils áhuga á málefninu í kjölfar skýrslu sem stofnunin gaf út nýverið. Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu er sjálfstæð stofnun sem menntamálaráðuneyti átján þátttökuþjóða standa að, þ.e. ESB-land- anna fimmtán og Íslands, Noregs og Sviss - ásamt Evrópusambandinu sem veitir styrki til ákveðinna verkefna. Eistrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen taka þátt í starfseminni sem áheyrnaraðilar. Markmið miðstöðvarinnar er að vinna að auknum gæðum og endurbótum í sérkennslumálum og skapa öflugt samstarf á Evrópugrundvelli á þessu sviði til framtíðar. Núverandi forgangsmál eru m.a.: • Bekkjar- og skólastarf Rannsókn á námi í skólum án aðgreiningar með sérstöku tilliti til hagkvæmni- sjónarmiða. • Leiðin úr skóla og út á vinnumarkað Greining á þeim leiðum sem farnar eru í Evrópu þegar fatlaðir ljúka skóla- göngu og þurfa að aðlaga sig þátttöku í daglegu lífi og starfi. • Upplýsinga- og samskiptatækni Rannsókn á notkun upplýsinga- og samskiptatækni (ICT) á sviði sérkennslu. • Tækni upplýsingasamfélagsins og sérkennsluþarfir Uppbygging European Network of Excellence sem sameinar hópa rannsókn- araðila og sérfræðinga, annars vegar á sviði upplýsingatæknisamfélagsins (IST) og hins vegar á sviði sérkennsluþarfa (SEN). Á vefsíðu miðstöðvarinnar, www.european-agency.org, er að finna saman- burðarupplýsingar um hvernig sérkennsla fer fram hjá öllum þátttökuþjóðun- um og einnig ítarlegar greinargerðir frá hverju landi fyrir sig ásamt upplýsing- um um tengiliði. Einnig er þar að finna upplýsingar um uppákomur, áhugavert útgáfuefni, tengingar við aðrar vefsíður, útdrætti úr útgáfuefni á ýmsum tungu- málum og upplýsingar um verkefni innan Sókrates-menntaáætlunar Evrópu- sambandsins. Skýrslan sem varð hvati að netráðstefnunni heitir Financing of special needs education og byggir á rannsókn sem unnin var í sautján löndum (þ.á.m. Íslandi) á samhengi milli fjárveitinga til sérkennslu og náms í skóla án aðgreiningar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar í skýrslunni ásamt með tillögum. Skýrslan er 180 bls. og fáanleg á ensku og frönsku og væntanleg á þýsku. Útgefið efni miðstöðvarinnar má panta skriflega, í síma eða með faxi hjá að- alskrifstofunni: The European Agency for Development in Special Needs Ed- ucation, Secretariat, Teglgaardsparken 100 · DK 5500 Middelfart · Denmark Sími: +45 64 41 00 20, fax: +45 64 41 23 03, netfang: adm@european-agency.org Útdrættir eru einnig á ýmsum tungumálum á vefsíðunni. Nokkur eintök af skýrslunni eru til hjá menntamálaráðuneytinu, hafið samband við Guðna Olgeirsson. Fjármögnun sérkennslu Undanfarin tvö ár hefur verið gefið út ritið Listir-saga-menning-náttúra en þar er að finna á einum stað upplýsingar um hina fjölþættu fræðslustarfsemi sem fram fer í ýmsum stofn- unum í Reykjavík og nágrenni. Í ritinu sem gildir fyrir skólaárið 2000-2001 eru kynnt um 50 verkefni sem grunnskólanemendum standa til boða en í ritinu eru Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur, Þjóðminjasafn Íslands, Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn, Sorpa og Borgarleikhúsið auk ótal annarra. Allir þessir aðilar bjóða upp á markvissa fræðslu fyrir skólanema og þar er sérhæft starfsfólk sem tekur á móti hópum. Í riti þessu er að finna söfn og stofnanir út um allt land sem kennarar geta leitað til, bæði til að afla upplýsinga og koma með nemendur í heimsókn og gefa þeim þannig tækifæri til að sjá viðfangsefni skólabókanna frá nýjum sjónarhóli. Markmið með útgáfu kynningar- ritsins er meðal annars að auðvelda kennur- um störf en á bakhlið þess er almanak þar sem sjá má hvað er í boði, hvar og hvenær. Við sem að útgáfunni stöndum teljum mikil- vægt að kennarar geti tengt þessar fræðslu- ferðir við verkefni sem nemendur glíma við í skólunum, að heimsóknir á söfn eða stofnanir verði hluti af námi hvers nemanda. Þannig verður vinna okkar allra markvissari og nem- endur fá meira út úr heimsóknunum. Nú er unnið að útgáfu þriðja ritsins sem mun gilda fyrir skólaárið 2001-2002 og eru allar ábend- ingar um breytingar og lagfæringar vel þegn- ar. Ritstjórar eru Gerður Róbertsdóttir deildar- stjóri fræðsludeildar Árbæjarsafns - Minja- safns Reykjavíkur gr@rvk.is og Ólöf K. Sigurð- ardóttir deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur loa@rvk.is Vettvangsferðir og safnaheimsóknir - er það fyrir þig? 7

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.