Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Ritstjórn: Ásmundur Örnólfsson, Auður Árný Stefánsdóttir, Eiríkur Jónsson, Helgi E. Helgason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Stefánsdóttir, Magnús Ingvason, Anna Björg Sveinsdóttir, Sigurrós Erlingsdóttir Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristinsn@islandia.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík ehf. Forsíðumyndin sýnir tónlistarskólakennara ganga á fjallið Þorbjörn til að fremja gjörning. Tólf klst. síðar voru samningar undirritaðir. Jón Svavarsson tók myndina. Lifðu í lukku en ekki í krukku „Ísland er ekki barnvænt land: Það er mikið um einelti og of- beldi í börnum og yfirvöðslugang í bæði börnum og fullorðnum. Sonur minn hefur aftur og aftur þurft að finna fyrir bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi af krökkum hér. Og þótt ég sé bæði búin að tala við skólayfirvöld, umboðs- mann barna og Barnaheill, og mætt miklum skilningi alls staðar, stoppar þetta ekki. Ég er búin að fara fram á það að þessir krakkar, ger- endurnir, verði færðir úr hópnum og unnið með þeim sér, en nei, það er víst bannað. En í staðinn er það sonur minn sem missir úr skóla. Þó kom hann úr bandarískum skóla þar sem hann varð ekki fyrir ofbeldi. Og honum gekk vel í öllu þar.“ Þessi tilvitnun er úr opnu bréfi einstaklings sem kallar sig Vestur-Íslending og sent var alþingismönnum þann 20. október sl. Í bréfinu er íslensku samfélagi sagt ærlega til syndanna; hér ríkir óstjórn og agaleysi í skattþungu lágtekjulandi þar sem krefj- andi störf eru ekki metin að verðleikum og meira að segja heil- brigðiskerfið er snöggtum síðra en af er látið, lyklabörn ganga um afskipt og svo furðar fólk sig á hárri slysatíðni barna, matur er allt of dýr og verðtryggð húsnæðislán eru að sliga fólk í verð- bólgunni. Bréfritari er einungis búinn að dvelja í föðurlandi sínu í sjö og hálfan mánuð, heim kominn eftir langa útlegð og líkleg- ast á förum aftur. Því að ekki er hægt að búa í svona landi. Lifðu í lukku en ekki í krukku, stóð í minningabókunum í gamla daga. Eða með öðrum orðum: Til að kunna að meta það sem skiptir máli þarf maður að fara að heiman. Gagnrýni á borð við þessa fær fólk til að staldra við. Er það svo í raun að við séum ekki góð hvert við annað, að hagstjórn hérlendis sé ekki upp á marga fiska, að fólk láti bjóða sér eitt og annað sem það ætti alls ekki að taka við umyrðalaust? Þeir sem hafa búið erlendis og snúa heim að nýju verða ekki einungis æ fleiri heldur einnig æ háværari í gagnrýni sinni á íslenskt samfélag. „Er yfirhöfuð hægt að kalla það siðaðra manna samfélag?“ spyrja gagnrýnendur gjarnan, „þar sem mannasiðir þekkjast varla, hvað þá annað? Þar sem menn eru öllum stundum tilbúnir í illindi af litlu eða engu tilefni?“ Í messu fyrsta sunnudag í aðventu - sem ég mætti einungis í vegna þess að litla systurdóttir mín var skírð þar- sagði prestur sögu af syni önnum kafinna foreldra á jólaföstu. Strák var sagt að fara og teikna mynd af Jesúbarninu þegar hann bað um sögu. Hann hlýddi en fór svo að teikna myndir af foreldrunum hlaupandi um allt með skrúbba, tuskur og jólaseríur og innan skamms sást ekki lengur í Jesúbarnið á teikningunni. Það er gömul saga og ný að prestar reyni að sporna við látun- um í desember með hugvekjum af þessum toga og líkast til fara þær inn um annað og út um hitt hjá mörgum. En hvíldarstund í kirkju eða öðru trúarhúsi, á fjalli eða í eldhúsinu heima, það jafnast fátt á við slíka stund og enn fremur ef henni er deilt með ástvini. Kristín Elfa Guðnadóttir Efni Greinar Iðnskólafélagið stofnað 13 þann 28. nóvember sl. en félaginu er ætlað að vera bakhjarl iðnmenntunar á Íslandi. Riddarar pallborðsins 14 Aðalfundur og námstefna Skólastjórafélags Íslands voru haldin 2. og 3. nóvember sl. Leynivinir, kökusala og gott skap 17 Starfsfólk Safamýrarskóla lætur sér ekki leiðast, hvorki í vinnunni né utan hennar. Um Kristin, Héðin, Ingunni og fleiri góðvini stafsetningarkennara 18 Mannlýsingar í stafsetningarsögum í óborganlegri samantekt Emils Hjartarsonar. Siðareglur og skólastefna 21 voru umfjöllunarefnin á ársfundi skólamálaráðs KÍ 23. nóvember sl.. „Allt í einu kom úlfurinn stökkvandi niður úr trénu...“ 22 Tölvur gegna stóru hlutverki í starfi leikskólans Mánabrekku. Viðtal við Elínu Guðjónsdóttur og Dagrúnu Ársælsdóttur. Verkföll og virðing 24 Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari og píanókennari telur stjórnmálamenn vega að virðingu kennara með því að neyða þá til að grípa til verkfallsvopnsins. „Hví í ósköpunum voruð þið þá að auglýsa eftir kennara?“ 25 Þorgerður Sveinsdóttir útskrifaðist úr Kennaraskólanum fyrir sjötíu árum. Þorgerður var farkennari um tíma og síðar einn af frumkvöðlum í kennslu þroskaheftra. Íslensk börn: Feit og löt að hreyfa sig? 28 Undirbúningur stórrar rannsóknar á líkamsástandi 9 og 10 ára barna stendur nú yfir. Erlingur Jóhannsson hefur viðað að sér upplýsingum úr öðrum rannsóknum og myndað sér skoðun á því hvað þurfi að gera. Árangur kjarasamninga og breytt starfsumhverfi framhaldsskóla 30 Fulltrúafundur Félags framhaldsskólakennara var haldinn þann 9. nóvember sl. Már Guðmundsson flutti erindi á fundinum ásamt fleirum. Félag grunnskólakennara fundar á Nesjavöllum 34 Ársfundur FG var haldinn dagana 2. og 3. nóvember sl. Fjörutíu prósent gerenda fá á sig dóm síðar á ævinni 36 Þetta kom fram á málþingi um einelti sem haldið var 9. nóvember sl. Eru hlutverkaleikir það sem koma skal? 38 Nýstárleg safnkennsla í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Má bjóða í tímaferðalag til ársins 948? Sérefni: Myndasyrpa úr verkfalli tónlistarskólakennara á bls. 8-11 Auk þess ótal fréttir og annað smærra efni. Formannspistil skrifar Elna Katrín Jónsdóttir. Smiðshöggið á blaðið rekur Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.Gestaskrifari er Bryndís Kristjánsdóttir blaðamaður, stjórnmálamaður og stjórnar- maður í Samfok með meiru. Skóladagar - myndasaga Skólavörð- unnar - er á vísum stað og um kjaramál leikskóla og grunnskóla rita þær Björg Bjarnadóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Stjórn orlofssjóðs kynnir frábær orlofshús á Spáni, hvorki meira né minna, sem standa félagsmönnum til boða næsta sumar. Sagt er frá sameiningu kennarafélaga í Noregi, nýju námsefni í lífsleikni og ráðstefnu um gildi athugana og matsaðferða í leikskólastarfi. Og fleira og fleira, nú bara að fletta og lesa.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.