Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Síða 21

Skólavarðan - 01.11.2001, Síða 21
Hvergi annars staðar þar sem ég þekki til þurfa kennarar að verja tilverurétt sinn með þessum hætti. Þar er skilningur stjórnvalda fyrir hendi á því að þeir sem sinna menntun og uppfræðslu gegna mikil- vægu og ómissandi hlutverki í þjóðfélag- inu. Þó að grunnskólakennurum tækist að ná samningum í þetta sinn án þess að fara í verkfall þurftu framhaldsskólakennarar, eins og allir muna, að standa í langvinnu verkfalli á síðastliðnu ári til þess að bæta kjör sín og í haust var komið að okkur tón- listarskólakennurum. Ef við hugsum okkur menninguna sem tré langar mig til þess að líkja okkur kenn- urum við ræturnar á „menningartrénu“. Því sterkari og kjarnmeiri sem ræturnar eru og jarðvegurinn betri, sem þær fá nær- ingu sína úr, því fallegri og sterkari greinar getur tréð borið. Sé stöðugt vegið að rót- unum, eins og stjórnvöld á Íslandi hafa lagt í vana sinn, getur ekki hjá því farið að greinarnar láti á sjá. Ef ráðamenn vilja að þetta „menningartré“ blómgist og dafni og að hér haldist öflugt lista- og menningarlíf er ekki nóg fyrir þá að setja puntseríu á það á menningarborgarári eða sérstökum lista- hátíðum en vanrækja jafnframt að vökva það eða höggva jafnvel á rætur þess. Það er mín skoðun að stjórnmálamenn landsins vegi að virðingu kennara með því að neyða þá til þess að grípa til verkfalls- vopnsins. Samband milli nemenda og kennara er í eðli sínu trúnaðarsamband, sem byggist á gagnkvæmri virðingu, þar sem nemandinn treystir kennaranum fyrir þessum mikilvæga þætti í lífi sínu, þ.e. góðri menntun. Sé stöðugt vegið að kenn- urum af stjórnvöldum landsins er hætt við því að þetta trúnaðarsamband beri skaða af og það grafi undan virðingu nemenda fyrir kennurum sínum, sem leiðir svo til verri námsárangurs að mínu mati. Ég hef átt þess kost að stunda kennslu um tíma í öðr- um löndum en Íslandi, þ.á m. í Júgóslavíu og Tyrklandi. Það var mjög sterk upplifun fyrir mig að finna hve mikil virðing er bor- in fyrir kennurum í þessum löndum og hvernig sú virðing hafði sterk jákvæð áhrif á námsárangur nemenda. Í tónlistarnámi reynir mikið á þolinmæði og þrautseigju og e.t.v. hefur þessi áunna þolinmæði okkar tónlistarmanna átt sinn þátt í því að við þraukuðum í öll þessi ár, síðan árið 1984, án þess að fara í verkfall. Þessi staðreynd útskýrir kannski að hluta til hve slæm launaleg staða okkar var orðin. En það kom að því að þolinmæði okkar þraut að lokum! Þrautseigjuna nýttum við hins vegar í baráttu okkar. Baráttan hefur einfaldlega snúist um að bæta launin til jafns við aðra kennara með sambærilega háskólamenntun og að þau væru í ein- hverju samræmi við menntunarkostnað (sjá nánar annars staðar á síðunni) en mikill meirihluti tónlistarskólakennara á að baki margra ára dýrt tónlistarnám við erlenda háskóla. Mikið var í húfi því að augljóst er að ungt fólk treystir sér ekki í langt, strangt og kostnaðarsamt tónlistarnám þegar byrj- unarlaun að loknu BA prófi duga ekki til framfærslu. Við sáum fram á að missa af hæfileikaríku ungu fólki sem annars hefði valið tónlistarnám. Það er von mín að þessi nýi kjarasamningur geti orðið unga tónlist- arfólkinu, sem annars ætlaði að hætta við framhaldsnám, hvatning til þess að halda áfram því að framtíð tónlistarkennslu og þar með tónlistar í landinu er í húfi!. Hvað stendur svo upp úr að verkfalli loknu? Án efa sú mikla samstaða og bar- áttuandi sem náðist hjá okkur tónlistar- skólakennurum og ég held að hafi komið bæði sjálfum okkur og öðrum á óvart. Einnig sá mikli stuðningur sem við fundum hvarvetna. Baráttufundurinn í Háskólabíói sýndi svo að ekki varð um villst að við stóð- um ekki ein. Þetta var okkur ómetanlegur stuðningur og hvatning. Fyrir hönd tónlistarskólakennara færi ég öllum þeim sem studdu baráttu okkar í orði og verki kærar þakkir. Anna Málfríður Sigurðardóttir Höfundur er píanóleikari og píanó- kennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Pist i l l 24 Nú þegar rúmlega fimm vikna verk- falli okkar tónlistarskólakennara er nýlokið er ekki úr vegi að velta fyrir sér ýmsum áleitnum spurningum sem vöknuðu þennan tíma sem gafst til umhugsunar. Maður hlýtur m.a. að spyrja sjálfan sig að því hvort þjóðfélag, þar sem stjórnvöld þröngva kennurum til þess að grípa til verkfalls með árvissu millibili, geti í rauninni talist siðað þjóðfélag. Verkföll og virðing Áætlaður menntunarkostnaður: Lágmarksfjárfesting tónlistarnema í píanónámi fyrir háskólanám áætla ég að sé á bilinu 1.200.000 - 1.400.000 kr. miðað við nemanda sem er í forskóla frá 6-8 ára og í píanónámi frá 8-20 ára og miðað við kaup á ódýrasta píanói sem völ er á. Háskólanámið. Ef Bretland eða Bandaríkin eru valin getur skólagjaldið á ári ver- ið á bilinu 1.262.471 kr. (Guildhall School of Music and Drama, London) til 1.905.422 (Berklee College of Music, Boston) eða hærra. Á Norðurlöndum og í Þýskalandi er skólagjalda ekki krafist. Seinna þarf svo að kaupa gott hljóðfæri. Góður flygill kostar t.d. milljónir króna. Þessar tölur eru að sjálfsögðu aðeins sett- ar fram til þess að gefa einhverja hugmynd um menntunarkostnaðinn en ekki sem algildar tölur fyrir alla tónlistarnemendur.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.