Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Side 32

Skólavarðan - 01.11.2001, Side 32
ári sagði Guðrún Ebba meðal annars: „Þau tvö ár sem liðin eru frá stofnun Félags grunnskólakennara hafa verið viðburðarrík. Félagið tók til starfa 1. janúar 2000 með það markmið að efla tengslin við félags- menn. Kennarar í rúmlega 180 skólum hafa verið heimsóttir. Við lögðum viða- mikla skoðanakönnun fyrir alla félagsmenn í upphafi kjörtímabilsins og fengum frá- bæra þátttöku. Tengsl við trúnaðarmenn hafa eflst með tíðari fundum og bréfum. Ákveðið var að leggja áherslu á að gefa já- kvæða mynd af kennurum og félagi þeirra. Markmiðið hefur verið að í stað minni- máttarkenndar og sífelldra afsakana geti kennarar borið höfuðið hátt og verið stoltir af starfinu sínu. Ég leyfi mér að fullyrða að ímynd grunnskólakennara í hugum al- mennings er mun jákvæðari nú en fyrir nokkrum árum. Kennarar eru ekki ásakaðir um að vera alltaf á móti breytingum því þeir samþykktu kjarasamning sem felur í sér vinnutíma- og launafyrirkomulag sem er líkara því sem almennt gerist í fyrirtækj- um. En starfinu er langt í frá lokið. Laun yngri kennara þurfa að hækka verulega í næstu kjarasamningum. Tryggja verður kennurum strax næsta haust viðunandi vinnuskilyrði með þeim undirbúningstíma sem þeir þurfa og þar höfum við verk að vinna.“ Guðrún Ebba sagði ennfremur að skilgreina þyrfti nánar hlutverk Kennara- sambandsins annars vegar og aðildarfélag- anna hins vegar. Einnig væri nauðsynlegt að styrkja tengslin á milli félaganna. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélag Ís- lands þyrftu að draga mörk á milli félag- anna og virða þau. Kjarasamningur kennara og skóla- stjóra verði aðskilinn Á fundinum var lagður grunnur að nýrri kjarastefnu félagsins. Guðrún Ebba kynnti drög að stefnunni en þar er lagt til að sér- stakur kjarasamningur verði gerður fyrir grunnskólakennara annars vegar og skóla- stjóra hins vegar og atkvæði um samning- ana verði talin í sitt hvoru lagi. Áhersla er lögð á fleiri launaflokka vegna menntunar, stærri „launaflokkapott“, aukinn sveigjan- leika í vinnutíma og kennsluskyldu, aukna möguleika á starfsframa innan skólanna án þess að kennarar teljist til skólastjórnenda og umbun til trúnaðarmanna. Finnbogi Sigurðsson ræddi að þessu loknu um kjaraatriði sem eru almenns eðlis, svo sem fjölskyldustefnu, styttri vinnutíma, umbætur á almannatryggingakerfi og aukin réttindi launafólks í veikindum, kröfur um að samnings- og verkfallsréttur opinberra starfsmanna verði bættur, skattkerfi gert réttlátara og kaupmáttur launa tryggður. Einnig var fjallað um tillögur um breyt- ingar á lögum félagsins og KÍ og undirbún- ing aðalfundar FG og þings Kennarasam- bands Íslands í mars á næsta ári. Kynnt var erindi menntamálaráðuneytisins um stytt- ingu námstíma til stúdentsprófs, en brýnt er að ræða þessa tillögu í svæðafélögunum. Á laugardag var starfað í þremur vinnuhóp- um og fjallað um skólamál, kjaramál, innra starf og félagsmál. Í fundarlok voru tvær ályktanir samþykktar, önnur áskorun til Launanefndar sveitarfélaga um að ganga til samninga við tónlistarskólakennara sem þá voru enn í verkfalli, en hin var hvatning til kennara í grunnskólum um að virða verk- fallið og ganga ekki í störf tónlistarskóla- kennara. keg Ársfundur FG 35 Markmiðið hefur verið að í stað minnimáttarkenndar og sífelldra afsakana geti kennarar borið höfuðið hátt og verið stoltir af starfinu sínu. Ég leyfi mér að fullyrða að ímynd grunnskólakennara í hugum almennings er mun jákvæðari nú en fyrir nokkrum árum. Kennarar eru ekki ásakaðir um að vera alltaf á móti breytingum því þeir samþykktu kjarasamning sem felur í sér vinnutíma- og launafyrirkomulag sem er líkara því sem almennt gerist í fyrirtækjum. En starfinu er langt í frá lokið. Laun yngri kennara þurfa að hækka verulega í næstu kjarasamningum. Tryggja verður kennurum strax næsta haust viðunandi vinnuskilyrði með þeim undirbúningstíma sem þeir þurfa og þar höfum við verk að vinna.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.