Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 16
Skarphéðinn: Hann býr á Ljótunnarstöðum og kemur fram að hann er framúrstefnu búhöldur, hefur sett súgþurrkun í fjóshlöðuna. Héðinn: Hann er af fátækum kominn sem sjá má af því að hann kól á hendinni vegna þess að hann var með götótta vettlinga og blauta. Eitthvað er gruggugt við Héðin og eins og hann reyni að villa á sér heimildir. Hann er til dæmis ýmist Sigurðsson eða Finnsson. Hann leynir einhverju fyrir Þórarni en heldur þó að enn gruni hann ekkert. Hann vakir um nætur og nú langar hann til út- landa. Ekki er getið hvers vegna en nætur- vökur hans og laumuspil vekja illan grun. Kjartan: Um hann er lítið skráð eða aðeins tvennt. Hann fékk hæstu einkunnirnar og hann leit til himins og lofaði drottin. Kjartan er sam- kvæmt þessu guðhræddur gáfu- og dugn- aðarmaður. Þráinn: Hann langar á sjóinn og hefur verið ráðinn á Hugin til síldveiða. Honum er ekki fisjað saman en þó sundlaði hann þegar hann reið dýpsta álinn í austustu kvíslinni. Hann er sterkur vel og hefur haft Kristin undir í átökum. Hann hlakkar til vorsins en þá kemur hann í land og fer að kenna sund. Þráinn er Björnsson. Hann var á árum áður vinnumaður Þórarins. Kristinn: Hann er bróðir Ingunnar sem er mjög vor- kunnlát við bróður sinn. Hann virðist eiga gott fólk að sem gaf honum veiðistöng. Hann er fæddur í sveitinni en alinn upp í borginni. Alltaf langar hann að endurnýja kynni sín við húsdýrin. Hann er hið mesta góðmenni. Hann stóð fyrir söfnun og af- henti forstöðukonunni ágóðann. Í útilegum er honum falin eldamennskan. Ingunn: Hún er systir Kristins en annars eru litlar heimildir um hana. Hún er góð við bróður sinn. Hún datt í svigkeppni og slasaðist og er þar með úr sögunni. Þau Ingunn og Kristinn eru Þorkelsbörn. Þórarinn: Hann er ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. Hann langar til að hitta Ingunni en er um leið farið að lengja eftir Jórunni. Hann er bóndi og hefur átt í deil- um við Kristin út af engjum. Hann er hraustmenni sem veður nýfallinn snjóinn á vetrum. Þráinn var vinnumaður hans áður en hann fór á sjóinn. Svo virðist sem Þór- arin langi til sjós, draumar hans benda til þess. Hann dreymdi að hann drægi stein- bít, missti hann reyndar. Fólki finnst Þór- arinn hafa breyst. Steinunn: Hún er systir Jórunnar og er ekki miskunn- inni fyrir að fara hjá þeim systrum. Stein- unn er kjarkmanneskja. Hún komst einu sinni í hann krappan en varð sér ekki til minnkunar eftir því sem heimildir herma. Jórunn: Hún er ekki miskunnsöm en er þó ágæt- lega rómantísk, hún horfði hugfangin á kvöldroðann. Hún reynir að fylgja tískunni en getur ekki fellt sig við stuttu kjólana. Ef til vill er hún ólöguleg í vexti og er þetta eina vísbendingin um útlit þessa fólks. Emil Hjartarson Heimild: Kennslubók í stafsetningu, höfundar Árni Þórðarson og Gunnar Guðmundsson, 13. útgáfa, Námsgagnastofnun 1996. Mannlýs ingar í stafsetn ingarsögum 18 Íslendingasögurnar eru fullar af dá- samlegum mannlýsingum og óborg- anlegum persónum. Ef grannt er að gáð eru stafsetningarbækur einnig hafsjór af margbrotnum manneskjum en lýsingar eru nokkuð brotakenndar. Emil Hjartarson, kennari í Varmár- skóla, er áhugasamur um bók- menntaarf kennslurita í stafsetningu. Hann hefur tekið saman af einstakri snilld heimildir um nokkrar persónur úr brúnu stafsetningarbókinni sem margir kennarar hafa átt góða sam- fylgd með í gegnum árin. Í hinum ör- lagaríka kafla um „n“ og „nn“ koma margar dramatískustu persónur bók- arinnar við sögu og þar leitaði Emil fanga. Á fundi samráðsnefndar menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitar- félaga og samtaka kennara og skólastjóra í kjölfar málþing um einelti var samþykkt eftirfarandi bókun: „Voru menn sammála um að málþing um einelti sem haldið var 9. nóvember sl. hefði heppnast mjög vel og fengið jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Samráðsnefnd var einhuga um að fela starfshópnum áframhaldandi vinnu við þær hugmyndir, sem fram komu um aðgerðaáætlun gegn einelti eftir kerfi Olweusar, og að starfa a.m.k. til ársloka 2002 að málinu. Fyrsta skrefið væri að gera nákvæma framkvæmda- og fjárhagsáætlun um verkið og tillögu um skiptingu kostnaðar. Von- ast menn til að hægt verði að hefjast handa með vorinu. Óskað var eftir því að starfshópurinn skilaði tillögum að framkvæmdaáætlun og kostnaðaráætlun hið fyrsta.“ Einelti Frétt Um Kristin, Héðin, Ingunni og fleiri góðvini stafsetningarkennara

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.