Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 13
Ný stjórn Skólastjórafélags Íslands var kjörin á aðalfundinum. Þorsteinn Sæberg gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem for- maður og Marsibil Ólafsdóttir og Eyþór Benediktsson gáfu ekki heldur kost á sér til áframhaldandi setu í aðalstjórn. Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, var kjörin formaður félagsins. Aðrir í aðalstjórn eru Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, Kristinn Breiðfjörð skólastjóri Grunnskóla Ísafjarðar, Auður Árný Stefánsdóttir að- stoðarskólastjóri Korpuskóla í Reykjavík og Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri Hvols- skóla á Hvolsvelli. Varamenn voru kjörnir Anna Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, Guðlaug Erna Gunnarsdóttir skólastjóri Andakíls- skóla í Borgarfirði og Ingibergur Guð- mundsson skólastjóri Höfðaskóla á Skaga- strönd. Tryggja þarf fjármagn til eineltis- fræðslu Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru samþykktar átta ályktanir, þar á meðal þessar: Ályktun um símenntun Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands hald- inn í Reykjavík 3. nóvember 2001 beinir eftirfarandi til Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Kennaraháskóla Íslands og Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri: „Sú skipulagsbreyting hefur orðið að Sí- menntunarstofnun hefur verið flutt til Kennaraháskóla Íslands og er hún rekin af yfirstjórn grunndeildar og framhaldsdeild- ar KHÍ. Stjórn SÍ beinir því erindi til Sí- menntunarstofnunar KHÍ að nægt fram- boð af námskeiðum og fræðslufundum verði í boði fyrir skólastjóra á starfstíma skóla. Haft verði samráð við skólastjóra um inntak og tímasetningar þannig að fræðsla lendi ekki á mestu annatímum þeirra. Einnig verði tryggt að fjarnám verði í boði fyrir skólastjóra. Í því nýja rekstrarum- hverfi sem við störfum í er æskilegt að samkeppni sé um þessa fræðslu.“ Ályktun um einelti Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands hald- inn í Reykjavík 3. nóvember 2001 lýsir yfir ánægju með framkomnar tillögur starfs- hóps um eineltismál. SÍ telur mikilvægt að allir skólar komi sér upp aðgerðaáætlun vegna eineltis. Félagið beinir því til Sam- bands íslenskra sveitarfélaga að tryggt verði nægjanlegt fjármagn til að koma fyrirhug- aðri fræðslu til skólasamfélagsins, sem er forsenda þess að hægt sé að vinna með skipulögðum hætti að lausn eineltismála. Einnig voru samþykktar ályktanir um aðskilnað kjarasamninga SÍ og FG og fleiri kjaramál svo og um stuðning við kjarabar- áttu tónlistarskólakennara, auk þess sem lýst var yfir áhyggjum af fjárhagsþrenging- um þeim sem Námsgagnastofnun hefur búið við á undanförnum árum og hafa valdið auknum kostnaði hjá skólunum. „Á sama tíma eru gerðar miklar kröfur um notkun fjölbreyttra námsgagna í aðal- námskrá grunnskóla. Menntamálayfirvöld verða að stórauka fjárveitingar til þessa málaflokks nú þegar,“ segir í ályktuninni. Tímamótasamningar Í tengslum við aðalfundinn var haldin nám- stefna með yfirskriftinni Nýir kjarasamn- ingar - breytt starfsumhverfi skólastjóra. Fimm skólastjórar héldu fyrirlestra; Þórður Kristjánsson Seljaskóla, Sif Vígþórsdóttir Hallormsstaðarskóla, Unnar Þór Böðvars- son, Hvolsskóla, Árný Inga Pálsdóttir, Víkurskóla og Ingibergur Guðmundsson skólastjóri Höfðaskóla. Sif sagði samningana marka tímamót vegna grundvallarbreytinga á verksviði skólastjórnenda, kerfisbreytinga sem líkleg- ar væru til að bæta skólastarf og gera það markvissara. Hún sagði að þær gæfu nem- endum tilefni til að taka meiri ábyrgð á eigin námi, kennarar fengju tilefni til fram- þróunar og skólastjórar yrðu í fyrsta sinn skilvirkir stjórnendur á vinnustað sínum með aukinni starfsmannastjórnun. Þórður sagði að skólastjórar fengju meiri áhrif með nýja samningnum og hrósaði fræðsluyfirvöldum í Reykjavík fyrir góðan undirbúning skólastjóra til að takast á við samninginn. Hann taldi tvö skólaár þurfa til þess að leiða í ljós helstu hnökra hans og kosti og miklu máli skipti hvaða Aðalfundur og námstefna SÍ 14 Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands og námstefna voru haldin 2. og 3. nóvember sl. í Borgartúni 6 í Reykja- vík. Snarpar umræður, ákafi, glens og grín í bland við alvöruna einkenndu fundinn og ekki síst pallborðsumræð- ur sem vöktu greinarhöfund til um- hugsunar um hringborð Artúrs nokk- urs. En það var víst á öðrum stað og öðrum tíma. Riddarar pallborðsins Pallborð á námstefnu SÍ - Sigurjón Pétursson með hljóðnemann.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.