Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 26
hefur verið skýrt frá að ofþyngd og offita meðal barna og unglinga er alvarlegt heil- brigðisvandamál. Ef ekki verður gripið til fyrirbyggjandi aðgerða á komandi árum er hætta á að það eigi eftir að verða mun al- varlegra í framtíðinni. Einkum vegna þess að stór hluti barna sem eiga við offitu- vandamál að stríða eru í sama vanda þegar þau verða fullorðin og erlendar rannsóknir sýna að 50-60% feitra barna eru einnig of feit sem fullorðnir einstaklingar (Lee o.fl., 1999). Offita og fylgisjúkdómar Offita er afleiðing misvægis í orkubúskap líkamans, þ.e. við borðum einfaldlega um- fram það sem við höfum not fyrir. Þannig er hægt að skilgreina vandamálið út frá minnst tveimur sjónarhornum, í fyrsta lagi, eins og fram hefur komið, að við borðum of mikið og í öðru lagi hreyfum við okkur ekki nægilega í samræmi við neyslu. Einnig má ætla að það skipti miklu máli hvað við borðum, hvenær og hversu oft. Flestir eru þó á því að allir þessir þættir skipti máli og samspil þeirra sé helsta ástæða eða orsök offitu. Það er ekkert launungarmál að í nútíma- þjóðfélagi okkar þar sem stress og óhófleg neysla ráða oft ríkjum er ekki alltaf hugsað um hvað borðað er, hvað sé hollt o.s.frv. Vitað er að matseðill hjá ungu fólki nú á dögum einkennist oft af tilbúnum skyndiréttum („fast food“), feitum mjólkur- vörum að ógleymdu sælgæti og gosdrykkj- um. Erlendar rannsóknir sýna þetta en ný- legar rannsóknir á fæðumynstri íslenskra barna hafa ekki verið gerðar. Litlar líkur eru á að þessu sé öðruvísi farið hér en í nágrannalöndum okkar, sérstaklega þar sem tíðni ofþyngdar og offitu, mæld með LÞS, er sambærileg hjá íslenskum börnum og börnum í öðrum löndum. Ofþyngd og offita meðal barna og ung- linga geta haft alvarlegar afleiðingar. Á- hættuþættir og fylgisjúkdómar eru margir, þeir helstu eru: • Hjarta- og æðasjúkdómar • Sykursýki • Hækkun blóðþrýstings • Hækkun kólesteróls • Fituútfellingar í æðum • Sjúkdómar í stoðkerfi líkamans • Röskun á andlegri líðan • Svefntruflanir • Skaðleg áhrif á beinvöxt og þroska hjá börnum Þótt flestir þessir áhættuþættir og fylgi- sjúkdómar komi fyrst og fremst í ljós hjá fullorðnu fólki þá sýna rannsóknir að þess- ara einkenna hefur orðið vart hjá börnum og unglingum, til dæmis breytinga á blóð- þrýstingi, blóðfitu og kólesteróli. Hreyfing og íþróttaiðkun Margt bendir til þess að fjölgað hafi í þeim hópi barna sem hreyfir sig lítið. Nýlega var tekið saman yfirlit í Noregi (Ekeland o.fl., 1999) yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á hreyfingu barna þar í landi og kom í ljós að frá árinu 1993 hefur þeim börnum sem hreyfa sig lítið fjölgað. Svipuð þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum (Rippe og Hess, 1998) en þar hefur hreyfing barna farið almennt minnkandi á síðustu áratug- um. Nýleg rannsókn sem gerð var í Dan- mörku sýnir svipaða þróun en engu að síð- ur leiddi hún í ljós að fjöldi barna (50 - 60%) hreyfir sig nægilega mikið og jafn- mikið og börn fyrir nokkrum árum (Frid- berg, 1998). Aftur á móti er stór hópur barna (20 - 30%) sem hreyfir sig alltaf minna og minna og það eru einmitt þau börn sem lenda síðar í vandræðum sem tengjast ofþyngd og offitu. Hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað við skólahjúkrun í 25 ár í stórum skóla úti á landi sagði í samtali við greinarhöfund að mjög feitum börnum hefði fjölgað mikið í hennar skóla á undanförnum árum. Þar eru dæmi um börn sem eru 49 kg þyngri en á- ætluð kjörþyngd segir til um. Þau eru oft mjög illa á sig komin og eiga í miklum vandræðum bæði líkamlega og ekki síður félagslega. Sum þeirra eiga í miklum erfið- leikum með að ganga rólega nokkur hund- ruð metra. Þegar þau eru komin á ung- lingastig hætta þau að vilja mæta í íþrótta- tíma, meðal annars vegna þess að þau vilja ekki að hinir krakkarnir sjái hvernig þau líta út. Þessir krakkar eiga við mikil vanda- mál að stríða, þau einangrast mjög oft og verða þannig útundan. Þessi frásögn skóla- hjúkrunarkonunnar er eflaust ekkert eins- dæmi í íslensku skólakerfi. Ef þessi hópur er skoðaður enn frekar kemur meðal annars í ljós að börnin eru í Rannsóknir 29 Feit en ekki sæl Offita hefur skaðleg áhrif á andlega heilsu barna ekkert síður en lík- amlega. Hún dregur einnig úr möguleikum þeirra á að lifa virku lífi þar sem þátttaka í leikjum og íþróttum er erfið fyrir þann sem er mjög feitur. Lífsstíll velferðarsamfélaga er ekki heilsusamlegur að öllu leyti.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.