Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 12
Á stofnfundinn, sem haldinn var í Iðn- skólanum í Reykjavík, mættu um 60 manns, flest fulltrúar ellefu samtaka iðn- sveina og -meistara sem undirrituðu lög félagsins á fundinum ásamt fulltrúa Iðn- skólans. Meðal samtaka má nefna Iðnaðar- mannafélag Reykjavíkur sem stofnaði einmitt Iðnskólann fyrir hartnær hundrað árum. Einnig sat Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fundinn, ávarpaði hann og var vottur að undirritun laga nýja félagsins. Stofnaðilar voru Félag bókagerðar- manna, Félag meistara og sveina í fataiðn, Iðnskólinn í Reykjavík, Meistarafélag í hár- greiðslu, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Sveinafélag pípulagningarmanna, Félag ís- lenskra gullsmiða, Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, Málarameistarafélag Reykjavík- ur, Múrarafélag Reykjavíkur, Samtök iðn- aðarins og Veggfóðrarafélag Reykjavíkur. Ein milljón að baki hvers stjórnar- manns Fundurinn skipaði Iðnskólafélaginu stjórn og er hún þannig skipuð að Örn Guð- mundsson (Iðnaðarmannafélagi Reykjavík- ur) er formaður en með honum sitja þeir Baldur Gíslason skólameistari Iðnskólans og Ingi Bogi Bogason frá Samtökum iðn- aðarins. Í 4. grein laga félagsins er einmitt kveðið á um að þessi samtök skuli eiga einn fulltrúa hvert í stjórninni, en að auki eigi þeir félagsaðilar sem þess óska rétt á að til- nefna fulltrúa í stjórnina og skal þá stjórn- armönnum fjölgað. 5. grein kveður svo á um atriði sem gæti haft áhrif á áhuga félaga á að tilnefna stjórnarmann; „aðilar, sem skipa fulltrúa í stjórn Iðnskólafélagsins, greiða stofngjald, 1 milljón króna hver“. Þá er í lögunum ákvæði um árgjald til félagsins og er það 100.000 krónur fyrir hvern félagsaðila, „eða í samræmi við fjölda félagsmanna, kr. 500 á félagsmann“. Í lögunum kemur einnig fram að þessi félagsstofnun er í raun tilraunastarfsemi þar sem kveðið er á um að fjórum árum eftir stofnun Iðnskólafélagsins skuli árang- ur af starfi þess metinn og „ákvörðun tekin um frekari starfsemi“. Brýnt að fylgjast með tækniþróun Baldur Gíslason sagði í stuttu spjalli að hann byndi miklar vonir við þetta nýja félag. „Það er nefnilega grundvallaratriði að skólinn sé í góðum tengslum við at- vinnulífið vegna þess þjónustuhlutverks sem hann er í gagnvart vinnumarkaðnum. Félagið getur líka stutt skólann á margan hátt, bæði með gjöfum og ekki síður sem þrýstihópur til að fylgja eftir ýmsum mál- um sem snerta skólann, hagsmuni hans og starfsemi. Einnig ætti svona félag að geta myndað fjárhagslegan stuðningshóp, til dæmis í sambandi við tækjakaup. Við erum stærsti og fjölbreyttasti verkmenntaskóli á landinu og það er satt að segja mjög erfitt að endurnýja tækjakost vegna kostnaðar. Það getur til dæmis kostað um fjórar millj- ónir að endurnýja eina tölvustofu - og þær eru margar hér í skólanum. Sama gildir um tækjakost í einstökum deildum, vegna stærðarinnar og um- fangs kennslu þarf ansi mikla fjár- muni til að endurnýja og fylgjast með sífelldri tækniþróun. Gott verkefni Iðnskólafélagsins gæti til dæmis verið að styrkja eftirmenntun kenn- ara, gera þeim kleift að fara út á vinnu- markaðinn í endurhæfingu. Slíkt er mjög brýnt í þeirri öru tækniþróun sem við lifum við, en kennararnir þurfa þá vitaskuld að vera á launum þótt þeir séu ekki að kenna. Þar gæti komið sér vel að hafa stuðnings- sjóð að leita til, „ sagði Baldur. „Skólinn er að verða 100 ára,“ bætti hann við, „og Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, sem stofnaði hann á sínum tíma, sleppti af honum hendinni árið 1954. Það má eiginlega segja að félagið komi nú að starfsemi skólans á nýjan leik þótt á annan hátt sé.“ Haukur Már Haraldsson Hol lv in i r verkmenntunar Þann 28. nóvember sl. var stofnað Iðnskólafélagið, eins konar hollvina- félag Iðnskólans í Reykjavík. Í lögum félagsins er tekið fram að því sé ætl- að að vera bakhjarl iðnmenntunar á Íslandi og Iðnskólans í Reykjavík, „svo og annarra iðn- og verkmennta- skóla á Íslandi“. Iðnskólafélagið stofnað Hollvinafélag Iðnskólans í Reykjavík 13 • Grundvallaratriði að skólinn sé í góðum tengslum við atvinnulífið • Félagið getur stutt skólann á margan hátt, bæði með gjöfum og ekki síður sem þrýstihópur • Stærsti og fjölbreyttasti verkmenntaskóli á land- inu og mjög erfitt að endurnýja tækjakost vegna kostnaðar • Gott verkefni gæti verið að styrkja eftir- menntun kennara Skólameistari Iðnskólans ávarpar fundinn. Við háborðið sitja, frá vinstri, Sæmundur Árnason formaður Félags bókagerðarmanna, Örn Guðmundsson formaður Iðnskólafélagsins, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Sveinn Hannesson fundarstjóri. Stofnendur iðnskólafélagsins Frá stofnfundinum í fundarsal Iðnskólans í Reykjavík

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.