Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 27
meira mæli úr þeim stéttum þjóðfélagsins þar sem foreldrar hafa lægri tekjur. Þessir foreldrar stunda sjálfir yfirleitt ekki mikla líkamsrækt og/eða eru ekki virkir í al- mennu íþróttastarfi. Þetta þýðir í raun að efnahagur og félagsleg staða foreldra hafa óbein áhrif á hversu mikið börn þeirra hreyfa sig (Fridberg, 1998). Annar mikilvægur þáttur, sem hefur haft umtalsverð áhrif á hreyfingarmynstur barna á undanförnum árum, er breyttir þjóðfélagshættir sem hafa í för með sér meiri kyrrsetu þjóðfélagsþegnanna. Börn eru ekki undanskilin, þau sitja meira fyrir framan sjónvarp, eru meira í tölvuleikjum og til viðbótar eru þau keyrð meira á milli staða. Í þessu sambandi er einnig vitað að of þung og of feit börn horfa meira á sjón- varp og/eða spila meira af tölvuleikjum en þau sem eru grennri. Við vitum öll að sjón- varpsglápi fylgir meira nart og þar koma inn áhrif auglýsinga. Þetta eru niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar í Bret- landi, Bandaríkjunum og Frakklandi (Weinsier o.fl., 1998). Hvort ástandið er svona á Íslandi skal ósagt látið en engin ástæða er til að ætla að það sé neitt betra. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á hreyfingu eða íþrótta- iðkun barna né samhengi á milli kyrrsetu- þátta og holdafars verið skoðað. Samkvæmt heimildum frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands hefur íþróttaiðk- un barna yngri en 16 ára dregist saman um 60% frá árinu 1990 og fram til ársins 2000. Hér er átt við skipulagða íþróttaiðk- un á vegum íþróttafélaga sem eru innan vé- banda íþróttahreyfingarinnar. Þessar tölur einar og sér undirstrika að hreyfingarleysi hefur aukist meðal barna og unglinga á Ís- landi á undanförnum árum. Fyrirbyggjandi aðgerðir - íþrótta- kennarar í lykilhlutverki Ef ekki verður gripið til fyrirbyggjandi aðgerða eru miklar líkur á að offita meðal barna og fullorðinna á Íslandi aukist tals- vert á næstunni. Ljós er að efla þarf starf íþróttahreyfing- arinnar, sérstaklega það sem snýr að börn- um og unglingum. Í því sambandi hefur oft verið rætt um hvort það sé rétt fyrirkomu- lag og skipulag á barna- og unglingastarfi hjá íþróttafélögum að keppni og þátttaka í mótum sé aðal markmið þess. Íþróttastarf sem uppfyllir þarfir fleiri einstaklinga væri eflaust skref í rétta átt og drægi vafalaust úr brottfalli barna og unglinga úr íþróttum. Efla þarf samstarf grunnskóla og íþrótta- og æskulýðsfélaga. Mikilvægt er að heild- stæð skólastefna grunnskólanna falli að starfsemi íþróttafélaga og að það forvarnar- starf sem unnið er í frjálsu félagasamtökun- um tengist starfsemi grunnskólans á mark- vissan hátt. Efla þarf kennslu á sviði íþrótta og heilsuræktar í grunn- og framhaldsskólum landsins. Íþróttakennsla í skólum er mjög erfitt og krefjandi starf, meðal annars vegna þess að líkamlegt ástand nemenda er mjög mismunandi sem taka verður tillit til í kennslu. Því þarf að styrkja starfsumhverfi íþróttakennara í skólunum og auka stuðn- ingskennslu í íþróttum og heilsurækt svo að hægt sé að koma til móts við veikustu nemendurna í stað þess að gefa út vottorð og stuðla þannig að enn meira hreyfingar- leysi. Auka þarf veg og virðingu íþróttakennslu í skólum landsins en ég hef oft fundið fyrir vanvirðingu annarra kennara og skóla- stjórnenda í garð íþróttakennara og þeirra starfa sem þeir vinna í skólunum. Í því sambandi er nóg að nefna að í augum margra skólastjórnenda er íþróttakennsla afgangsstærð í skólastarfi og ef þeir þurfa að hagræða eða fækka tímum er yfirleitt byrjað á íþróttatímunum. Íþróttakennarar sinna mjög mikilvægu forvarnarstarfi í nútímaþjóðfélagi og má skilgreina það innan heilbrigðiskerfisins. Að lokum vil ég geta þess að fræðimenn frá Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Ís- lands og fleiri aðilum hafa á undanförnum mánuðum verið að undirbúa og skipuleggja stórt rannsóknarverkefni. Í þeirri rannsókn verður ástand níu og tíu ára barna á Íslandi skoðað með tilliti til holdafars (offitu) hreyfingar, afkastagetu og margra annarra þátta. Erlingur Jóhannsson Rannsóknir 30 Þrír gestir fluttu erindi á fundinum. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðla- banka Íslands, fjallaði um ástand og horfur í efnahagsmálum, Sigríður Rúna Þrastar- dóttir, deildarsérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu, flutti erindi um fjárveitingar til framhaldsskóla samkvæmt fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2002 og Sigurður Sigur- sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, fjallaði um stöðu framhalds- skólans í ljósi forsendna í reiknilíkani, skólasamningum og kjarasamningum. Dagvinnulaun hafa hækkað um 55,9% Á fundinum var kynnt niðurstaða launa- könnunar sem KOS gerði fyrir FF og nær til tímabilsins janúar 2000 til september 2001. Þar kemur fram að dagvinnulaun framhaldsskólakennara voru á tímabilinu janúar til september 2000 kr. 135.157 á mánuði og heildarlaun kr. 220.347. Til samanburðar voru dagvinnulaun fram- haldsskólakennara á tímabilinu janúar til september 2001 kr. 203.910 og höfðu Ful l t rúafundur Fé lags framhaldsskólakennara Fulltrúafundur Félags framhalds- skólakennara var haldinn í Hvammi á Grand Hóteli í Reykjavík föstudaginn 9. nóvember 2001. Ástand og horfur í efnahagsmálum, árangur í kjara- samningum, staða framhaldsskólans, m.a. í ljósi fyrirliggjandi fjárlagafrum- varps fyrir árið 2002, og breytt starfs- umhverfi framhaldsskóla voru þau málefni sem settu mestan svip á fundinn. Einnig voru innri mál félags- ins og Kennarasambands Íslands á dagskrá. Árangur kjarasamninga og breytt starfsumhverfi framhaldsskóla

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.