Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 23
um set. En krakkarnir voru vel gefnir og þetta gekk ágætlega. Ég setti þeim alltaf fyrir efni sem þau áttu að læra þangað til ég kæmi aftur seinna um veturinn. Sumir krakkanna fylgdu mér á milli bæja ef þeir áttu ekki mjög langt að fara og fengu held- ur meiri kennslu en hinir.“ Sumarið 1932 fór Þorgerður til Svíþjóð- ar ásamt Svövu Stefánsdóttur Fells á nám- skeið fyrir kennara sem haldið var í Nesi. Þar voru kennarar frá öllum Norðurlönd- um. „Á þessu námskeiði lærði ég að teikna og vinna úr pappa. Frá Nesi fór ég til Sigt- una á Norðurlandamót fyrir kennara. Þar var líka Steindór Steindórsson frá Hlöðum menntaskólakennari og síðar skólameistari á Akureyri. Ég átti lengi ljósmynd sem tek- in var af okkur á mótinu og birtist í Dagens Nyheter.“ Haustið 1932 réðst Þorgerður til kennslu við barnaskólann á Hellissandi. „Það var mikil breyting og allt annað líf að þurfa ekki að kenna mörgum árgöngum í einu. Mér fannst miklu léttara að kenna í bekkjarkennslu og ég kunni vel við Ing- veldi Sigmundsdóttur sem var skólastjóri á Sandi á þessum tíma. Hún var dugnaðar- forkur og góður skólastjóri.“ Höfðu aldrei séð jólatré Veturinn 1933 til 1934 var Þorgerður aftur orðin farkennari og nú á Snæfjalla- strönd við Ísafjarðardjúp. „Minnstu mun- aði að ferðin vestur yrði söguleg. Ég sigldi með Drottningunni og var ferðinni heitið til Ísafjarðar. Ég var fegin að geta hvílt mig og svaf mestalla leiðina og vaknaði við að skipið þeytti flautur sínar. Ég taldi víst að við værum komin til Ísafjarðar og flýtti mér með farangurinn upp á bryggju. Í sömu mund lagði skipið aftur frá. Þetta reyndist ekki vera Ísafjörður heldur Bolungarvík! En allt fór vel. Ég hitti þarna tvo karla af Snæfjallaströnd. Þeir voru að leggja af stað þangað á mótorbát og buðu mér far. Það var afskaplega hvasst á leið- inni og mikill sjógangur og ég var dauð- hrædd, en karlarnir brostu í kampinn og við komumst heilu og höldnu á áfanga- stað.“ Kennslan fór fram á fjórum stöðum, Bæjum, Unaðsdal, Skarði og Sandeyri, en þessir bæir eru nú allir komnir í eyði. Lítið skólahús var utan við Sandeyri, annars var kennt heima á bæjunum. „Ekki fór að snjóa að ráði fyrr en eftir áramót,“ segir Þorgerður. „Jólin eru mér minnisstæð, ekki síst vegna þess að krakk- arnir sem ég var að kenna höfðu þá aldrei séð jólatré. Við vildum bæta úr þessu og fengum mann til þess að smíða jólatré úr spýtum. Síðan tíndum við grænt sortulyng og klæddum það á grindina. Kerti voru fest á greinarnar með þvottaklemmum. Síðan var haldin jólaskemmtun í Unaðsdal og all- ir skemmtu sér vel. Ég kunni vel við mig á Snæfjallaströnd- inni og gleymi seint ferðalögunum milli bæja. Stundum þurfti að fara á bát á milli vegna þess að ekki var fært landleiðina. Það var svo mikill snjór. Meðfram ströndinni voru margra metra háir snjóbakkar sem heimamenn kölluðu móður. Við gengum ýmist fjöruna eða uppi á bökkunum en urðum að varast að fara of nálægt brúninni því að þá var voðinn vís. Þarna var lítið til af kennsluáhöldum. Mig minnir að til hafi verið eitt Íslandskort sem ég hafði með mér á milli bæjanna. Ég man að þegar ég var á Sandeyri byrjaði ég alltaf á því á morgnana að kveikja upp í ofninum í litla skólahúsinu. Þetta var af- skaplega skemmtilegt og notalegt fólk þarna á Snæfjallaströndinni og mér leið vel hjá því. Eitt sinn kom sr. Þorsteinn prestur í Reykjanesi og messaði í kirkjunni í Un- aðsdal og ég var fengin til að spila á orgel- ið.“ Þorgerður segist ekki hafa kunnað mikið fyrir sér í orgelleik en árið eftir fermingu hafi hún verið stuttan tíma hjá Þórdísi frænku sinni á Fellsenda til þess m.a. að læra dönsku, spila á orgel og sauma út. Engin virðing borin fyrir „aukafög- um“ Frá Snæfjallaströnd lá leið Þorgerðar til Önundarfjarðar. Hún kenndi við barna- skólann á Flateyri veturna 1934 til 1936. Hún gerði ráð fyrir að halda áfram að kenna við skólann á Flateyri haustið 1936 en ekkert varð úr því. Þó að henni hefði aldrei verið sagt upp stöðunni var annar kennari ráðinn í hana og var engin skýring gefin á þeirri ákvörðun. Þorgerður taldi sig beitta misrétti og enn þann dag í dag er hún ósátt við hvernig komið var fram við hana í þessu máli. Viðta l 26 Ég fann fljótt að kennsla í handavinnu ætti best við mig og mér rann til rifja að greinar eins og handavinna, teikning og tónlist væru látnar sitja á hakanum og kallaðar aukafög. Það var engin virðing borin fyrir þessum greinum hér á landi. Útskriftarhópurinn vorið 1931.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.