Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 35

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 35
sem eru í safnkennslu á Norðurlöndum. Þar hafa menn í meira mæli lagt áherslu á hlutverkaleiki. „Ég hef átt þess kost að kynnast svolítið safnkennslu á Norðurlöndum, í Stock- holms Statsmuseum, Kalmar Länsmuse- um, Aboa Vetus-Ars Nova safninu í Turku í Finnlandi og danska þjóðminjasafninu. Við tókum þátt í norrænu samstarfsverk- efni með Kalmar safninu og Aboa Vetus. Á Börnenes Museum í danska þjóðminjasafn- inu er aðallega miðað við fimm til tíu ára krakka, þar eru munir og búningar frá ýmsum tímum sem þau geta klætt sig í, gömul skólastofa og fleira. Forstöðumenn safnsins eru mjög meðvitaðir um ólíka menningarheima danskra barna og bættu til dæmis við í Börnenes Museum herbergi þar sem farið er í heimsókn til afa og ömmu í Pakistan svo að innflytjendabörn fyndu líka eitthvað sem tengdist veröld þeirra sérstaklega.“ Það er jafnvel kominn tími til að huga að þessu hér á landi þar sem börnum með annað móðurmál en íslensku fjölgar ört í íslenskum skólum. Hnoðast með hlutina ,,Alls staðar er það sama uppi á teningnum, hlutverkaleikir og endurgerðir munir og búningar, sem má handfjatla, eru vinsæl- astir,“ segir Sigurborg og heldur áfram: ,,Kalmar Länsmuseum hefur úr meiru að spila en flest önnur söfn, þar er stór skemma full af leikmunum og búningum. Fjörutíu milljónum íslenskra króna á ári er varið til safnkennslunnar og fjöldi manns er þar í vinnu. Safnið á fjórar litlar rútur sem það notar til að aka með útbúnað sinn út í skólana þar sem haldnir eru miðalda- dagar, jafnvel undir berum himni, gjarnan þar sem eru rústir eða aðrar minjar. Þar er smíðað, málað, eldað, borðað og svo fram- vegis að miðaldahætti og allir velja sér hlutverk sem þeir leika. Safnið er líka með heilt miðaldaþorp í Kalmar sem dregur til sín fjölda ferðamanna á sumrin. Starfs- mennirnir vinna sem sagt ekki bara inni á safninu heldur færa það einnig út til fólks- ins.“ Auðvitað er dýrara að starfa á þessum nótum og auðveldara væri að ganga um með börnin inni á söfnum og sýna þeim gersemar sem ekki má snerta. Fái þau hins vegar tækifæri í hlutverkaleik til að upplifa samtíð forfeðra sinna eru líkur á að heim- sóknin skilji meira eftir sig. Sigurborg er samt á báðum áttum um hlutverkaleikina og eftiröpunina. „Ég verð að játa að það gætir dálítils tvískinnungs hjá mér varðandi framsetningu og útfærslu safnaheimsóknanna. Annars vegar hef ég séð svo að ekki verður um villst hvað vekur mestan áhuga og er vinsælast. Hins vegar finnst mér Þjóðminjasafnið hafa nokkra sérstöðu. Á sýningum þess verða þjóðar- gersemar og mér finnst að nemendur sem koma þangað eigi að fá að skoða Valþjófs- staðahurðina sjálfa en ekki bara eftirlík- ingu. En líklega verður þetta leyst í fram- tíðinni með blöndu af báðum þessum þátt- um.“ Veröld sem var og veröld sem verður Í þrepamarkmiðum í sögu fyrir áttunda bekk stendur: „Nemandi hagnýti sér til fróðleiks og ánægju menningarþætti og menjar sem gefast á söfnum, í sjónvarpi, heimabyggð, eigin fórum eða annarra, með heimsóknum eða í nýlegum ritum og tengjast tímabilinu; vinni úr efninu og miðli til annarra.“ Námskráin er sem sagt ekki sérlega með- vituð um gildi safnaheimsókna, hvort sem það er kennurum, menntamála- og skólayf- irvöldum eða söfnum að kenna. Þó er ljóst að söfn og skólar gætu haft nánari sam- vinnu. Við hófum ferðina fyrir ríflega þúsund árum á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Líkt og önnur söfn býður það fólki á öllum aldri að skyggnast inn í veröld sem var og sjálfsagt munu söfn í framtíðinni bjóða fólki í heim- sókn í þá veröld sem verður. Steinunn H. Þorsteinsdóttir og Haraldur Jónsson 25. október 948 39

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.