Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 24
Um haustið fékk Þorgerður styrk til að sækja þriggja mánaða námskeið fyrir handavinnukennara við kennaraháskóla í Gautaborg en þar var sérstök deild fyrir verðandi handavinnukennara. „Reyndar ætlaði ég upphaflega til Stokkhólms því að þar var skóli sem ég hafði meiri áhuga á. Í Svíþjóð voru gerðar miklar kröfur til þeirra sem vildu verða handavinnukennarar og þurftu nemendur að fara á sérstakt þriggja mánaða námskeið til að fá úr því skorið hvort þeir væru hæfir til starfsins. Ég fann fljótt að kennsla í handavinnu ætti best við mig og mér rann til rifja að greinar eins og handavinna, teikning og tónlist væru látnar sitja á hakanum og kall- aðar aukafög. Það var engin virðing borin fyrir þessum greinum hér á landi.“ Kofi í Kringlumýri Að loknu námskeiðinu í Gautaborg fór Þorgerður aftur til Flateyrar. Þar hafði hún kynnst ungum manni, jafnaldra sínum, Sveini Rósinkrans Jónssyni. Þau giftu sig 30. september 1938. Þau bjuggu á Hvilft í Önundarfirði og í Sveinshúsi á Flateyri uns þau fluttust til Reykjavíkur árið 1941. „Við lentum í húsnæðishraki og keyptum kofa í Kringlumýrinni nálægt þeim stað þar sem Grensáskirkja stendur nú og þar bjuggum við í 35 ár. Ég hætti að að kenna eftir að við fluttumst til Reykjavíkur. Auk heim- ilisstarfanna tók ég að mér ýmiss konar störf sem ég vann að mestu leyti heima. Ég sé alls ekki eftir því að hafa verið heima þessi ár meðan krakkakrílin mín voru lítil,“ segir Þorgerður. „Ég hefði ekki viljað missa af því.“ Á þessum árum vann Þorgerður m.a. við að hnýta net fyrir Hampiðj- una og þótti henni það erfið vinna. Skemmtilegri og henni meira að skapi voru störf sem hún vann fyrir saumastofu Þjóð- leikhússins. Hún saumaði m.a. búninga prestanna í Töfraflautunni svo að dæmi séu nefnd. Þið getið það víst Í upphafi sjöunda áratugarins byrjaði Þor- gerður aftur að kenna og nú á nýjum vett- vangi. Hún tók að sér að kenna handavinnu í Lyngási, dagheimili sem Styrktarfélag vangefinna rak fyrir þroskaheft börn og unglinga. „Um þetta leyti stóðu yfir breytingar og lagfæringar á heimili fyrir þroskaheft börn í Skálatúni og voru börnin vistuð á meðan í Lyngási. Markúsína Jónsdóttir, skólasystir mín úr Kennaraskólanum, sem er nýlega látin, bað mig að gæta krakkanna meðan á þessu stóð. Mér leiddist að vera ein- ungis ætlað að passa börnin, ég vildi reyna að kenna þeim eitthvað svo að þau gætu haft eitthvað fyrir stafni. En það var ekki mikill skilningur í fyrstu á þessum tilraunum mínum. Ég hafði aldrei áður kynnst þroskaheftu fólki en mér leið svo vel að vinna með þessum krökkum. Oft þurfti að hafa mikið fyrir þeim en þetta voru þakklátustu nemendur mínir.“ Þorgerður Sveinsdóttir hafði þarna fund- ið nýjan farveg fyrir kennsluhæfileika sína og áhugasvið. Sumarið 1962 hélt hún að eigin frumkvæði til Danmerkur til að kynna sér kennslu þroskaheftra barna. „Um haustið hafði ég samband við Magnús Magnússon, skólastjóra Höfðaskóla, sem var skóli fyrir þroskaheft börn. Hann var brautryðjandi í kennslu slíkra barna og þurfti að heyja mikla baráttu til að fá skóla sinn viðurkenndan. Það varð úr að ég byrj- aði að kenna handavinnu við skólann sem var til húsa í gamla Ármannsheimilinu við Sigtún. Þar starfaði ég síðan í þrettán ár og tvö ár til viðbótar í Öskjuhlíðarskóla.“ Ekki voru allir trúaðir á að hægt væri að kenna þroskaheftum börnum handavinnu. „Forstöðukonan í Lyngási hafði í upphafi ekki mikla trú á þessu,“ segir Þorgerður. „Ég var ráðin sem kennari að Lyngási en þegar kom að því að borga út laun átti að greiða mér það sama og fóstr- um sem var talsvert lægra en almenn kennaralaun. Þá gat ég ekki orða bundist og spurði: Hví í ósköpunum voruð þið þá að auglýsa eftir kennara? Það var sem sagt ekki mikil trú á því að hægt væri að kenna þessum börnum handavinnu og skólinn sá mér ekki fyrir neinu efni til að láta þau vinna úr. Ég varð því að koma með efni að heiman til að nota í kennsl- unni. Mér fannst alveg óþolandi að horfa upp á að krakkarnir hefðu ekki neitt að gera og fór því að reyna að finna verkefni sem gætu hentað þeim. Ég man eftir tólf til fjórtán ára strákum sem sögðu: Við kunn- um ekkert. Við getum ekkert gert. Þið get- ið það víst, sagði ég og rétti þeim nál og kenndi þeim að búa til rýjamottur. Sumir urðu fljótlega mjög færir í þessu og mott- urnar gerðu mikla lukku hjá foreldrunum.“ Ef þú værir ung núna myndirðu þá fara í Kennaraháskólann og leggja fyrir þig kennslu? „Nei, ég myndi fara í allt annað. Ég myndi læra einhverja handiðn. Ég hef voða gaman af því að búa eitthvað til og nota hendurnar.“ Helgi E. Helgason Viðta l 27

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.