Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Qupperneq 20

Skólavarðan - 01.11.2001, Qupperneq 20
af markmiðunum er að kenna börnum samskipti sín á milli á þeirra eigin forsend- um. Hugmyndafræðin byggist á félagsleg- um þroska þeirra. ,,Aðalþema verkefnisins er að búa til sög- ur með notkun texta, framsögn, leikrænni tjáningu, hreyfingu, myndmennt og tölv- um. Þetta er byggt á hugmyndum Reggio Emilia og hefur Laila unnið með þær. Nið- urstaða hennar er sú að vel sé hægt að nota tölvur sem áhald og efnivið jafnhliða öðr- um uppeldislegum aðferðum og engin á- stæða til að þróa sérstök fræði varðandi þær því að ekki sé hægt að einangra tölvunotk- un frá annarri starfsemi,“ segir Elín og vill meina að hugmyndafræði Lailu sé heil- steypt vinnuaðferð þar sem fléttast saman leiðir til að nálgast sama þema. Gengum í margar gildrur Eftir Svíþjóðarförina komu nýjar hug- myndir inn í þróunarverkefnið og í janúar 1998 var tölvustarfið á elstu deildunum endurmetið. Flestir höfðu farið nákvæm- lega eftir leiðbeiningaheftinu og þegar litið var til baka fannst mönnum tölvustundirn- ar of stýrðar og verkefnin ekki nógu spenn- andi fyrir börnin. Námsáætlanir höfðu ver- ið of stífar og kominn tími til að víkka rammann. Það var meðal annars gert með því að bjóða upp á tölvur í valstundum. ,,Við sáum að við höfðum gengið í marg- ar gildrur. Vegna þess að við höfðum ekki næga reynslu af svona verkefni höfðum við lagt okkur of mikið fram um að kenna börn- unum á tölvu. Við höfðum einbeitt okkur of mikið að tækinu sjálfu. Nú var nauðsyn á breytingum, við kynntum okkur stefnu Lailu, skoðuðum síður á netinu og í lok árs 1998 höfðum við lagt að baki mikla vinnu í endurmat á tölvustarfinu,“ segir Dagrún. Tölvustundirnar höfðu nú breyst og voru orðnar hin besta skemmtun og farið var af stað með ákveðin þemu hjá fimm ára börnum. Tölvustundir fjögurra ára barna voru árangursríkar og góð undirstaða fyrir námið sem við tók þegar þau náðu fimm ára aldri. Tölvufærni var könnuð og í ljós kom að áttatíu og átta prósent fimm ára barna höfðu aðgang að tölvum heima og leikni barna með músina var nokkuð góð. Fjögurra og fimm ára tölvusnillingar Haldið var áfram með þróunarverkefnið, aðalbreytingin varð sú að nú tengdist tölvuvinnan markvissri þemavinnu leik- skóla en nýtt margmiðlunarforrit auðveld- aði það. ,,Á meðan aðlögun nýrra barna stóð yfir og áður en skipulagt vetrarstarf hófst fengu börnin tækifæri til að prófa tölvurnar og for- ritin á eigin spýtur. Þessi ákvörðun var tekin árið áður til að koma betur til móts við óskir barnanna og stuðla að sjálfstæðum vinnu- brögðum þeirra. Ennfremur var þetta hvetj- andi fyrir börnin sem hjálpuðu hvert öðru án aðstoðar fullorðinna. Á þessu tímabili lærðu þau, með og án aðstoðar, að opna og loka forriti, að í geisladrif fara bara geisla- diskar og þar fram eftir götum,“ segir Elín. Þegar vetrastarfið byrjaði aftur var boðið upp á tölvustundir þrjátíu mínútur í senn einu sinni í viku. Verkefnin tengdust þemavinnu leikskólanna en börnunum gafst svigrúm til að fylgja eigin óskum og frumkvæði. Gott dæmi um verkefni, að sögn þeirra Elínar og Dagrúnar, eru vett- vangsferðir. ,,Farið var í vettvangsferð, teknar ljós- myndir sem settar voru inn í tölvuna og börnin töluðu síðan inn á. Þau sögðu brandara eða sungu vísur og teiknuðu myndir sem voru skannaðar inn og unnið með þær í tölvunni. Á hefðbundinni vor- sýningu skólans sýndu börnin foreldrum sínum stolt þau verkefni sem unnið hafði verið með og foreldrarnir voru hissa á hvað börnin höfðu náð miklum árangri. Hjá fimm ára krökkum var boðið upp á tölvur í valstund tvisvar til þrisvar í viku en hjá þeim fjögurra ára var tölvan í boði eins og önnur leikföng. Í maí árið 2000 var starfið metið að nýju og voru allir sammála um að tölvustundirnar væru vel heppnaðar og afraksturinn skemmtilegur. Árangur hefur verið ótvíræður, öll börnin eru vel á veg komin og þekkja orðið vel þau forrit sem unnið hefur verið með. Athuganir starfsfólks leiddu í ljós að strákar sýndu meira öryggi í tölvunotkun, þeir spurðu meira og áttu meira frumkvæði, stelpurnar þurfti aftur á móti að örva meira til dáða. manabrekka@seltjarnarnes.is Dagrún og Elín segja að verkefnið hafi ver- ið skemmtilegt og vel heppnað, þau mark- mið sem sett voru hafi náðst en hins vegar hafi leiðirnar breyst mikið á þessum árum. Allir hafa sýnt verkefninu áhuga, börnin gegnum leikinn, starfsfólkið í gegnum kennslu og námskeið í tölvulæsi og síðast en ekki síst foreldrarnir sem telja að stórt skref hafi verið stigið í samstarfi leik- og grunnskóla. Gefin hefur verið út skýrsla um verkefn- ið og hafa þau á Mánabrekku og Sólbrekku verið ötul við að kynna það. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast þessu betur eru hvattir til að setja sig í samband við leikskólana, til dæmis með tölvupósti, svona í anda verk- efnisins. Steinunn Þorsteinsdóttir Tölvur í le ikskólastarf i 23

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.