Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 9
Verkfa l l 10 sínu til þeirra sem í nefndinni sitja. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags tónlistarskólakennara, sendi viðsemjendum einnig tóninn í ávarpi sínu. Hún sagði að barátta tónlistarskólakennara við að ná eyr- um þeirra og setja niður á blað eitthvað sem hönd væri á festandi, hefði verið bar- átta við vindmyllur og minnti einna helst á grísku goðsögnina um Sisyfos sem guðirnir dæmdu til ævilangrar þrælkunar. Verkfallsmiðstöð var í Valsheimilinu á Hlíðarenda og var hún opin þrjá daga í viku meðan á verkfalli stóð. Einnig var starfrækt verkfallsmiðstöð á Akureyri. Í miðstöðvarn- ar mættu tónlistarskólakennarar til að fá fréttir af gangi viðræðna og framkvæmd verkfalls til viðbótar þeim upplýsingum sem birtust í Verkfallpóstinum sem kom út að jafnaði um það bil þrisvar í viku. Ýmsir gestir lögðu leið sína í verkfallsmiðstöðina í Reykjavík. Stjórnmálamenn viðruðu þar skoðanir sínar og listamenn styttu verkfalls- fólki stundir. Fjölmennt var í verkfallsmiðstöðinni fimmtudaginn 8. nóvember þegar Hnall- þórukeppni tónlistarskólastjóra fór fram. Keppendur komu víðs vegar að en flestir voru af suðvesturhorni landsins, frá Stykk- ishólmi að Selfossi. Hugmyndin að keppn- inni á rætur að rekja til skáldsögu Halldórs Laxness, Kristnihalds undir Jökli, sem verið er að sýna um þessar mundir í leikgerð Sveins Einarssonar á Stóra sviði Borgarleik- hússins. Leikarar í sýningunni voru meðal

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.