Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 33
Guðrún Ebba Ólafsdóttir setti málþing- ið en síðan flutti Björn Bjarnason mennta- málaráðherra ávarp. „Viðbrögð gegn ein- elti ráðast af þeim skólabrag sem ríkir á hverjum stað,“ sagði ráðherra í ávarpi sínu. „Góður bekkjarandi er lykilatriði fyrir skólastarf, þar sem nemendum líður vel og þeir geta tjáð sig óhikað og óttalaust. Eng- inn starfsmaður skóla getur í raun skorast undan ábyrgð ef nemandi fær ekki um fr- jálst höfuð strokið vegna agabrota annarra eða stríðni. Innan skóla á að vera öruggt umhverfi þar sem hver og einn fær tækifæri til að þroskast.“ Ragnar F. Ólafsson deildarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun kynnti rannsókn stofnunarinnar. Myndin sem Ragnar dró upp af þolendum eineltis var dökk, afleið- ingar þess geta fylgt fólki sem skugginn alla ævi. Þolendur einangrast félagslega, þeir geta hvorki leitað til jafnaldra né ann- arra, eru undirgefnir og reyna að breyta sér til að þóknast öðrum. Í niðurstöðum kom m.a. fram að styrkja þarf starf umsjónar- kennara svo að þeir verði betur í stakk bún- ir til að bregðast við vanda sem tengist ein- elti. Að loknu erindi Ragnars fjallaði Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, um vinnu starfshópsins áðurnefnda sem hittist alls ellefu sinnum á tímabilinu frá 15. des- ember 2000 til 15. mars 2001. Unnið var með þrjá meginþætti; forvarnir, aðgerðaá- ætlanir skóla og loks áætlun um átak í menntun og fræðslu. Arthur lagði áherslu á að kennarar og stjórnendur þyrftu að fá verulega menntun á þessu sviði og einnig að skólabragur - menning skólans - skipti öllu máli í því hvernig til tækist að vinna bug á einelti. Þessu næst kynntu námsráðgjafarnir Ingibjörg Markúsdóttir og Guðný Páls- dóttir eineltisáætlun Seljaskóla. Í kjölfar könnunar á eðli og umfangi eineltis var gert uppkast að vinnuferli og að afloknu mati og fræðslufundum fyrir starfsfólk og foreldra var samin handbók sem aðrir skól- ar geta nýtt sér, en Ingibjörg og Guðný lögðu áherslu á að nauðsynlegt væri að laga hana að aðstæðum á hverjum stað. Prófessor Dan Olweus er viðurkenndur fræðimaður og hafa hugmyndir hans um aðgerðir gegn einelti hlotið mikla athygli. Í erindi sínu vék hann meðal annars að ger- endum: „Of lítil ást og of mikið frelsi - ef við getum kallað það svo - ýtir undir árás- arhneigð. Meðfædd skapgerð er einnig á- hrifavaldur.“ Hann sagði gerendur hafa sterka tilhneigingu til að kúga aðra og þeir væru fjandsamlegir í garð umhverfisins sem mætti rekja til uppeldis þeirra. Þeir litu á ofbeldi sem jákvæða aðferð til að leysa mál og fyndu lítt fyrir samkennd í garð annarra. Ekki mætti líta fram hjá því að þeir græddu oft á eineltinu; peninga, tóbak, virðingu o.fl. Um 40% gerenda í eineltismálum fá á sig dóm síðar á ævinni. Þetta eru ekki hik- andi og óöruggir einstaklingar en það eru meðhjálparar þeirra hins vegar oft og tíð- um. „Við búum til árásargjörn börn,“ sagði Olweus meðal annars í fyrirlestri sínum. Einelti er ofbeldi. Málþingið 9. nóvem- ber var mikilvægt innlegg í baráttuna gegn þessum vágesti og umræðu um eineltismál verður fylgt eftir á síðum Skólavörðunnar enda - því miður - af nógu að taka. keg Eine lt i 36 Menntamálaráðuneytið efndi til mál- þings um einelti föstudaginn 9. nóv- ember sl. Samráðsnefnd mennta- málaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka kennara og skólastjóra skipaði starfshóp á síð- asta ári í kjölfar rannsóknar Rann- sóknarstofnunar uppeldis- og menntamála (nú Námsmatsstofnun) á umfangi og eðli eineltis í íslenskum grunnskólum og úrræðum skóla. Hópnum var falið að koma með til- lögur að samræmdri áætlun fyrir grunnskóla um hvernig bregðast skuli við ef og þegar einelti kemur upp. Meðal þess sem hann lagði til var að haldið yrði málþing haustið 2001 til að kynna m.a. hugmynda- fræði Dan Olweus prófessors við há- skólann í Björgvin. Starfshópurinn átti veg og vanda af málþinginu sem tókst mjög vel, Olweus var fenginn hingað til lands og var aðalfyrirlesari þingsins. Málþing um einelti Fjörutíu prósent gerenda fá á sig dóm síðar á ævinni „Of lítil ást og of mikið frelsi - ef við getum kall- að það svo - ýtir undir árásarhneigð. Meðfædd skapgerð er einnig áhrifavaldur,“ sagði prófess- or Dan Olweus meðal annars um gerendur í ein- eltismálum í fyrirlestri sínum á málþingi um ein- elti nýverið.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.