Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 40

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 40
Í markmiðakafla kjarasamnings framhalds- skólakennara segir m.a. að mat á menntun kennara til launaröðunar sé einfaldað jafn- framt því sem fleiri möguleikar verði á að byggja launaröðun á einstökum verkefnum og frammistöðu. Þetta kemur skýrt fram í megintextanum; annars vegar í grein um grunnröðun sem ein- göngu miðar við formleg loka- próf og hins vegar í opnum greinum um viðbótarflokka sem gert er ráð fyrir að verði útfærð- ar heima í héraði, þ.e. í einstök- um skólum. Hér hafa samnings- aðilar látið okkur, sem störfum í skólunum, eftir að reka smiðs- höggið á kjarasamninginn og niðurstaðan kann að verða mis- munandi eftir skólum. Miklu skiptir að við lítum á þessa opn- un sem tækifæri en ekki ógn og föllum ekki í þá freistni að end- urreisa gamla kjarasamninginn með öllum sjálfvirku ákvæðunum um mat á námskeiðum, deildar- stjórn o.s.frv. Hvað er maðurinn að fara - er hann að mæla með því að kennurum sé mismunað af misvitrum skóla- meisturum? Að nokkru leyti, já, en ég leyfi mér þá bjartsýni að halda að hinir misvitru skólameistarar með kennara í liði með sér beri gæfu til að mismuna á miklu málefnalegri forsendum en þeim sem tíðkuðust til skamms tíma. Til að átta okkur bet- ur á þessu skulum við líta á feril tveggja kennara, jafnaldranna A og B. Á námsárunum reyndi A fyrir sér í ýmsum greinum í HÍ, náði ævin- lega prófum en festi hvergi yndi. Eftir fimm ár, þar af þrjú í læknis- fræði, fór hann í kennsluréttindanám og tók síðan að kenna líffræði í sama framhaldsskóla og B. Þá hafði B kennt við skólann í tvö ár að loknu námi, BS prófi í líffræði og kennslu- réttindanámi, án hliðarspora. Vegna lengra háskólanáms fékk A strax tveggja launaflokka forskot á B þrátt fyrir að menntun B í kennslugrein- inni væri meiri. Fljótlega fékk A orð á sig fyrir að sinna kennslu með lágmarksfyrirhöfn og fara eigin leiðir án samvinnu við aðra líffræði- kennara skólans. Hann fór aldrei á kennaranámskeið í líffræði en var þeim mun duglegri við að sækja alls kyns nám- skeið sem lutu að áhugamálum hans, lista- sögu og ítölsku; dvaldi hann oft sumarlangt í málaskólum á Ítalíu og sendi jafnharðan vottorð til námsmatsnefndarinnar sálugu. Þótt B færi á flest endurmenntunarnám- skeið fyrir líffræðikennara sem buðust jók A launaforskot sitt með árunum með ríku- legri ástundun hugðarefna sinna. Þessu mátti B una og skipti þá engu þótt hann legði sig fram af lífi og sál og væri stólpi í kennaraliði skólans. Eldri samn- ingur, miðlægur, ósveigjanlegur og ómótmælanlegur, skipaði launum A og B einfaldlega með þessum hætti. Skv. núverandi samningi raðast þessir kennarar aftur á móti í sama launaflokk í byrjun en skólinn hefur mögu- leika á að hækka lítillega þann sem skarar fram úr. Þótt álitamál séu mörg og lín- ur sjaldnast svona afgerandi megum við ekki vera feimin við umræðu um fyrirmyndar- kennarann sem við viljum umb- una. Við skulum líka sætta okk- ur við að réttu svörin eru ekki til og allir mælikvarðar eru brigðulir. Gleymum ekki að það tekur tíma fyrir ný viðhorf að vinna sér sess og sú hugsun sem samning- urinn byggist á er framandi í ís- lensku skólasamfélagi. Nauðsynlegt er að glöggva sig á hvaða vinnu- brögð og árangur kennara við telj- um skipta mestu máli þannig að í hverjum skóla verði til sameiginleg sýn sem vísar veginn. Ég legg til að dagleg störf kennarans verði í brennidepli en ekki fortíðin, beitt verði huglægu mati að hluta, þar eð mælingar ná illa yfir ýmsa þá alúð sem kennarar leggja í starfið og er launa verð, og að í viðmiðum verði innbyggð hvatning til kennara um að leggja sig stöðugt fram. Að lokum þetta: Fram undan eru fyrstu skrefin í að greiða framhalds- skólakennurum laun eftir svokall- aðri frammistöðu og þau skref verða harla smá í fyrstu miðað við fjár- hæðina sem er ætluð til þess arna. Þeir sem ráða fjárveitingum til skóla munu jafnóðum leggja mat á sam- eiginlega frammistöðu okkar í þeirri göngu. Gefum þeim ekki tilefni til annars en að hækka fjárhæðina þeg- ar fram líða stundir. Lárus H. Bjarnason Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð Smiðshöggið 46 Hvað er maðurinn að fara - er hann að mæla með því að kennurum sé mismun- að af misvitrum skólameisturum? Að nokkru leyti, já, en ég leyfi mér þá bjart- sýni að halda að hinir misvitru skóla- meistarar með kennara í liði með sér beri gæfu til að mismuna á miklu mál- efnalegri forsendum en þeim sem tíðk- uðust til skamms tíma. Til að átta okkur betur á þessu skulum við líta á feril tveggja kennara, jafnaldranna A og B... Framhaldsskólinn: Nýr samningur - ný tækifæri

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.