Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Síða 17

Skólavarðan - 01.11.2001, Síða 17
Frétt i r og smáefni 19 Í tilefni af ári tungumálanna stendur Þýðingasetur Háskólans og Hugvísindastofnun fyrir þriggja daga dagskrá í desember sem helguð er ljóðaþýðingum. Föstudaginn 14. desember: Ráðstefna í hátíðasal Háskóla Ís- lands þar sem fræðimenn og skáld velta fyrir sér hvort marg- tyngdar bókmenntir séu mögulegar og þá hvernig. Laugardaginn 15. desember: Unnið í vinnustofum og á verk- stæðum í Borgarbókasafni Reykjavíkur og farið yfir þætti eins og form í þýðingu, margtyngi og ljóðaþýðingar, lítil mál og ljóðaþýðingar, alþjóðlega markaðssetningu ljóðlistar, ljóðlist og vefinn, nýliðun ljóðsins í „slammi“ og einnig litið inn í hinn framandi heim Austurlanda. Sunnudaginn 16. desember: Hátíð ljóðsins í þýðingu í Borgar- bókasafni með tónlist, lestri og léttum veitingum. Vel á annan tug erlendra gesta kemur til Reykjavíkur af þessu tilefni, fræðimenn, þýðendur og skáld. Menningarmiðlun í ljóði og verki Menningarfræðivefurinn afkimar hefur þann tilgang að upplýsa námsmenn og aðra áhugasama um grund- völl og einkenni menningarfræðilegrar umræðu auk þess að halda úti slíkri umræðu. Í meginkimum, kennslukimum og þátttökukimum vefjarins kennir ým- issa grasa sem ilma misvel en eru þess virði að þefa af þeim. www.afkimar.hi.is V e f a n e s t i Í eitt ár hafa danska leikskólakennarafélagið (BUPL) og félag ó- faglærðs starfsfólks í leikskólum (PMF) kannað - og kynnt fyrir félagsmönnum - möguleika á sameiningu þessara tveggja félaga. Nú er komið á daginn að ekkert verður af henni. Leikskólakennarar felldu sameiningu með yfirgnæfandi meiri- hluta og í beinu framhaldi var gefin út yfirlýsing í tengslum við þing ófaglærðra um að sameining væri ekki lengur á dagskrá. Bæði félögin fagna þó góðri samvinnu þetta ár og hyggjast halda áfram að treysta böndin. BUPL og PMF sameinast ekki Í haust urðu ýmsar breytingar á yfirstjórn Kennarahá- skólans. Auður Torfadóttir dósent sem verið hefur deildarforseti grunndeildar lét af störfum en við því embætti tók Ingvar Sigurgeirsson prófessor. Ingvar hefur um skeið verið deildarforseti framhaldsdeildar en við henni tók Börkur Hansen prófessor. Skoraskipt- ing skólans hefur verið afnumin og í stað hennar tekin upp námsbrautaskipan. Forstöðumenn námsbrauta í grunndeild eru þessir: Arna H. Jónsdóttir lektor veitir leikskólakennarabraut forstöðu og tekur við af Jóhönnu Einarsdóttur sem var skorarstjóri leikskóla- skorar. Arna er einnig forstöðumaður námsbrautar í leikskólafræði (45 eininga diplómunám) en það nám er einkum ætlað þeim sem starfað hafa í leikskólum í nokkur ár. Gunnar J. Gunnarsson lektor tekur við for- stöðu grunnskólakennarabrautar en skorarstjóri í grunnskólaskor var Börkur Hansen. Hafdís Guðjóns- dóttir lektor er forstöðumaður þroskaþjálfabrautar og tekur við af Guðrúnu Stefánsdóttur skorarstjóra. Forstöðumaður kennsluréttindanáms er Brynhildur Briem lektor sem tekur við af Gunnari Árnasyni skorar- stjóra. Erlingur H. Jóhannsson dósent er forstöðumað- ur íþróttafræðibrautar. Hann veitir einnig forstöðu nýrri námsbraut um tómstunda- og félagsmálafræði. Í framhaldsdeild skólans eru forstöðumenn námsbrauta þessir: Amalía Björnsdóttir dósent (rannsóknartengt framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu), Börkur Hansen prófessor (uppeldis- og menntunarfræði), Gretar Marinósson dósent (sérkennslufræði), Kristín Halla Jónsdóttir dósent (stærðfræði), Ólafur H. Jó- hannsson lektor (stjórnun), Rannveig Jóhannsdóttir lektor (nám og kennsla ungra barna), Sólveig Jakobs- dóttir dósent (tölvu- og upplýsingatækni). Þá hafa orð- ið þær breytingar hjá Símenntunarstofnun Kennarahá- skólans að Ólafur H. Jóhannsson lektor hefur tekið við starfi forstöðumanns af Andrési Guðmundssyni. Breytingar í KHÍ Skoraskipting afnumin Þann 1. desember sl. var stofnað félag fjarnema á háskólastigi á Vestfjörðum. Tilgangurinn með stofnun þess er fyrst og fremst að gæta hagsmuna nemenda og vera málsvari þeirra innan skóla og utan en félagið mun einnig beita sér fyrir bætt- um aðbúnaði þeirra og aðstöðu. Þá er og stefnt að því að efla tengsl nemenda við fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og standa fyrir kynningum tengdum námi. Síðast en ekki síst er markmiðið að efla háskólanám á Vestfjörðum. Fréttavefur Bæj- arins besta sagði frá. Félag fjarnema á Vestfjörðum Gleðileg jól! Kennarasamband Ís lands

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.