Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Side 34

Skólavarðan - 01.11.2001, Side 34
Óhætt er að hvetja kennara til að leyfa nemendum sínum að upplifa söguna í þess- um tilbúna veruleika sem er þó svo raun- verulegur. Skellum okkur í hugarflug Það er 25. október árið 948. Dagur er að kveldi kominn og ys og þys í Kopparagötu í Jórvík á Englandi. Þórfastr greiðugerðar- maður sönglar við vinnu sína þar sem hann sker út í hjartarhorn, enda nóg að gera hjá honum þessa dagana og sonur hans situr við fótskör hans til að læra iðnina. Mávar sveima yfir fiskmarkaðnum, krummi sætir færi að stelast í ber á grænmetismarkaðn- um þar sem frú Winr, roskin engilsaxnesk kona, ræður ríkjum. Snari skartgripakaup- maður selur síðasta viðskiptavini dagsins, Arnbirni hinum ríka, sylgju og telur sig hafa grætt á þeim viðskiptum. Sveinn skó- smiður hlustar á kvartanir Bláfótr hins enska sem að vísu er af norrænu bergi brot- inn en telur sig ,,riða til falls“ í skóm frá honum. Þeir Scotr og Þórgil eru við vinnu sína í stóru skemmunni og friður og ró ein- kenna mannlífið. Eitt hundrað og átján árum síðar erum við enn stödd í Kopparagötu en mannlífið er á allt öðrum nótum. Víkingar höfðu siglt upp eftir hinni miklu á Ouse. Um borð var fjölmennur her sem ætlaði að hertaka Jór- vík og enska konungdæmið. Hann gjörsigr- aði Englendinga og sneri sigri hrósandi til skipa með herfang sitt. Fimm dögum síðar herjaði norræni herinn enn á Jórvík en þá sátu menn Haralds konungs engla fyrir honum og stráfelldu hann. Bardaginn við Stamfordbrú haustið 1066 var grimmúð- legur og að honum loknum var áin blóðlit- uð. Á beinunum af „Bob“ og félögum hans má sjá hve hatrammur bardaginn var. Níu hundruð og þrjátíu árum síðar lýkur ferðalagi nokkurra skólabarna um Kopp- aragötu og nágrenni, ferðalagi sem hófst í huga þeirra með heimsókn á Byggðasafn Hafnarfjarðar. Aftur til föðurhúsanna Jórvísku víkingarnir komu til landsins nú í vor, fjölmörg skólabörn lögðu leið sína til að heimsækja Þórfast, Scotr, Wrink og aðra íbúa götunnar. Upplifunin var á einn veg, börnin lögðu öll sem eitt upp í ferða- lagið full tilhlökkunar að læra um lífið á víkingatímanum. Fyrir mörg þeirra var þetta nýjung, sum höfðu aldrei séð alvöru beinagrind né gert sér grein fyrir því hvað hægt væri að lesa úr beinum. Fyrir önnur var þetta viðbót við það sem þau kunnu og gaf þeim betri mynd af lífinu á þessum tíma. Sýningin er nákvæm eftirmynd af þorpi sem grafið var upp í York á árunum 1978 til 1981. Götumyndin er eftirlíking og þar eru engar fornminjar en beinin eru ósvikin, grafin upp árið 1986. Bannað að snerta, heyrir sögunni til Skiptar skoðanir eru um hlutverk eftirlík- inga í sýningum en þær gera kleift að leyfa börnum að koma við, snerta, finna og upp- lifa og þekkist það vel erlendis. Hér á landi eru menn byrjaðir að vinna eftir þessari stefnu og má þar minna á sýninguna Mar- gréti litlu og önnur börn á miðöldum sem var í Sjóminjasafni Íslands í fyrra á vegum Þjóðminjasafnsins. Connie Hinchs for- stöðumaður Börnenes Museum í Kaup- mannahöfn setti upp Margrétarsýninguna sem varð gríðarvinsæl meðal nemenda og kennara hér sem annars staðar. Sigurborg Hilmarsdóttir safnkennari við Þjóðminjasafnið þekkir til þeirra strauma 25. október 948 38 Nú á tímum geta börn séð hvernig umhorfs var á jörðinni fyrir þúsund- um ára. Með hjálp tölvutækni sjá þau risaeðlur ganga um í sínu eðlilega umhverfi, þau geta séð þróun lífs á jörðu á nánast jafn eðlilegan máta og þau væru sjálf viðstödd. Þau geta stokkið fram og aftur í tíma og á Byggðasafni Hafnarfjarðar geta þau til dæmis rölt um götur Jórvíkur árið 948. Safnkennsla Eru hlutverkaleikir það sem koma skal?

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.