Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 14
tækifæri skólastjórar fengju til að fylgja honum eftir. Samningur miðaldra kennara Unnar Þór lagði áherslu á að sveitarstjórnir ættu að hafa svigrúm til að semja við sína skólastjóra. Í kynningu samninganna var lögð áhersla á mikilvægi þess að sveitar- stjórnarmenn styddu við bakið á skóla- stjórnendum fyrstu skrefin því að þeir væru forstöðumenn sinna stofnana. „Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið,“ sagði Unnar Þór. „Stöndum saman um það sem náðst hefur til að byggja á sókn til framtíð- ar.“ Árný Inga sagði að aðalávinningur samn- ingsins væri sá að kennarastarfið yrði eftir- sóknarverðara. Einangrun kennara væri rofin með nýjum starfsháttum. „Skólastjór- ar eiga að vera fremstir í flokki í að draga fram það jákvæða við kennarastarfið,“ sagði Árný Inga. Hún ítrekaði að skólastjórnun væri fullt starf, það þyrfti að viðurkenna, og laun skólastjóra væru of lág. Ingibergur sagði að potturinn svokallaði færi ekki að virka almennilega fyrr en kennaraskortur væri úr sögunni. Hann sagði að í samningnum væri horft til fram- tíðar en spurði jafnframt: „Hvar er bakland okkar núna þegar við erum að feta nýjar slóðir? Hefur félagið nýst okkur í þessum málum?“ Hann sagði einnig að launalega séð væri þessi kjarasamningur betri fyrir miðaldra kennara en unga kennara og skólastjórnendur og skref í þá átt að allir sem ynnu í skólunum væru á vinnustað frá kl. 8 - 5 og leystu vinnu sína af hendi þar. Veiðileyfi á vinnu stjórnenda Að ávörpum loknum störfuðu vinnuhópar sem fengu fyrirfram ákveðnar spurningar til að fjalla um. Í pallborðsumræðum á laugardag skýrðu fulltrúar hvers hóps svo stuttlega frá niðurstöðum umræðna og beindu spurningum til þátttakenda í pall- borði, en þeir voru auk fyrirlesara: Þor- steinn Sæberg formaður SÍ, Eiríkur Jóns- son formaður KÍ og Sigurjón Pétursson grunnskólafulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í pallborðsumræðum kom m.a. fram mismunandi túlkun formanna KÍ og SÍ og Sigurjóns á svigrúmi sveitarfélaga varðandi kjarasamninginn, til dæmis til að gera við- bótarsamninga. Formaður SÍ lagði áherslu á að kjarasamningur væri alltaf lágmarks- samningur en fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga taldi sveitarfélög bundin af niðurstöðu launanefndar með tilvísun til samningsumboðs. Í þessum umræðum benti Eiríkur Jónsson, formaður Kennara- sambands Íslands, á að þrátt fyrir að kjara- samningur skólastjóra væri fastlaunasamn- ingur þýddi hann ekki að gefið hefði verið út veiðileyfi á vinnu stjórnenda. Krummasaga Í almennum umræðum í lok pallborðs reis Kolbrún Guðnadóttir úr sæti meðal ann- arra og sagði fundarmönnum sögu: Krummi sat uppi í tré og naut útsýnisins þegar rjúpu bar þar að. Rjúpan sagði: „Þú situr þarna og gerir ekki neitt. Mig langar líka til að sitja og gera ekki neitt.“ „Allt í lagi,“ sagði krummi, „sittu bara og gerðu ekki neitt.“ Og rjúpan sat undir trénu og gerði ekki neitt þar til tófan kom og át hana. Hvað getum við lært af þessari sögu: Til að geta setið og gert ekki neitt þurfum við að sitja hátt uppi. Mér finnst boðskapur þessa samnings vera svolítið í stíl við þessa sögu. Þú færð skólastjóra- eða aðstoðarskólastjórastöðu af því að þú ert komin með tiltekna menntun en það er ekki gert ráð fyrir að þú bætir neinu við þig næstu 20-30 árin. Þú ert kominn upp í tréð og þarft því ekkert ann- að að gera en viðhalda því sem fyrir er. Hvernig er þetta annars hugsað? Er þessi samningur fyrir komandi kynslóðir skóla- stjóra og þá sem eru hættir störfum? Eiga þeir skólastjórar sem eru enn á akrinum ekki sjálfir að vera með í símenntunaráætl- unum sem þeir gera fyrir sína skóla? Eða eru það bara þeir sem fá stöður núna og í framtíðinni sem eiga að gera það? spurði Kolbrún og var líkast til ekki ein um þessar vangaveltur ef marka mátti undirtektir. keg Aðalfundur og námstefna SÍ 15

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.