Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 39

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 39
Afsláttarmiðar vegna gist- ingar á Flugleiðahótelum Orlofsnefnd Kennarasambands Íslands býður félagsmönn- um aðildarfélaga sambandsins upp á sérstaka afsláttarmiða vegna gistingar á Flugleiðahótelum í vetur. Afsláttarmiði gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði og morgunverði fyrir tvo. Orlofssjóður tekur þátt í að greiða niður gistikostnaðinn. Miðarnir standa til boða vegna gistingar á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum í Reykjavík og Flughótelinu í Keflavík fyrir kr. 4.400 og á Flughótelunum á Kirkjubæjarklaustri, Flúðum og á Héraði fyrir kr. 4.000. Þeir verða seldir á skrifstofu Kennarasambans Íslands að Laufásvegi 81, á tímabilinu frá 1. nóvember til 1. apríl, eða þangað til þeir seljast upp. Hægt er að panta þá í gegnum síma og greiða með greiðslukorti eða fá þá senda í ábyrgðar- pósti. Skrifstofan er opin virka daga kl. 9:00 - 17:00. Sími or- lofsmála er 595 1122. Gert er ráð fyrir eftirfarandi fyrirkomulagi: Félagsmaður pantar hótelherbergi og tilkynnir jafnframt að hann greiði með afsláttarmiða. Félagsmaður kaupir síðan afsláttarmiðann á skrifstofu Kenn- arasambandsins og afhendir hann sem greiðslu á hótelinu. Sameiginlegur pöntunarsími Flugleiðahótelanna er 50 50 910. Vakin er athygli á því að nýtist afsláttarmiði ekki í ár er hægt að nota hann á næsta ári eða fá hann endurgreiddan. Nýkjörnir formenn svæða- deilda Félags leikskóla- kennara Fyrsti samráðsfundur nýkjörinna formanna svæðadeilda FL var haldinn þann 22. nóvember sl., en þar var meðal annars til umræðu undirbúningur fyrir aðalfund FL og þing KÍ í mars nk. Formenn deilda FL 2001 - 2005 eru: 1. deild: Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, Engjaborg, Reykjavík, s. 587 9130 Netfang v: engjaborg@dagvistbarna.is Netfang h: hlynni@mmedia.is 2. deild: Björk Óttarsdóttir, Núpi, Kópavogi, s. 554 7020 Netfang v: nupur@kopavogur.is Netfang h: boivg@islandia.is 3. deild: Ásta Huld Jónsdóttir, Teigaseli, Akranesi, s. 431 1898 Netfang v: teigasel@akranes.is 4. deild: Erna Káradóttir, Grænagarði, Flateyri, s. 456 7775 Netfang v: graenigardur@isafjordur.is 5. deild: Þórunn Bernódusdóttir, Barnabóli, Skagaströnd, s. 452 2706 Netfang v: leikur@est.is Netfang h: sudurvegur@simnet.is 6. deild: H. Konný Hákonardóttir, Iðavelli, Akureyri, s. 461 2913 Netfang v: idavollur@akureyri.is Netfang h: hkonny@akmennt.is 7. deild: Kristín Garðarsdóttir, Hádegishöfða, Fellabæ, s. 471 1442 Netfang v: leikskolinn@isl.is 8. deild: Kristjana Svansdóttir, Bergheimum, Þorlákshöfn, s. 483 3808 Netfang h: kitta@simnet.is 9. deild: Helena Jónsdóttir, Rauðagerði, Vestmannaeyjum, s. 481097 Netfang v: raudag@eyjar.is 10. deild: Kristín Pálsdóttir, Leikskólanum í Grindavík, s. 426 8396 Netfang v: gleik@ismennt.is Netfang h: stinita@mmedia.is Lucksta-grunnskólinn í Sundsvall í Svíþjóð óskar eftir samstarfi við grunnskóla á Íslandi um þróunarverk- efni. Í skólanum eru börn á aldrinum 6-12 ára. Við leggjum á- herslu á náttúru og menningu í starfi okkar og verkefnið á að tengjast þeim. Við erum einnig að leita að samstarfsskóla í Búlgaríu og ætlum að sækja um Comeniusstyrk til verkefnis- ins. Hljómar spennandi? Hafið samband með tölvupósti við Guðrúnu Maríu Svansdóttur maria.svansdottir@skola.sundsvall.se Kosning trúnaðarmanna í leikskólum Um þessar mundir fer fram kosning trúnaðarmanna í leikskól- um. Leikskólakennarar, munið að senda niðurstöður hið fyrsta til Félags leikskólakennara. Félagsmenn athugið: Sækja má óskilamuni úr sumar- húsunum á Flúðum á skrifstof- una til 1.febrúar 2002. Eftir það verður elstu munum hent eða þeim ráðstafað á annan hátt. Kennarar athugið! Hin vinsæla 3. gr. Sjúkrasjóðs KÍ hljóðar svo: Sjóðfélagar fá styrk vegna meðferðar hjá eftirtöldum viður- kenndum heilbrigðisstéttum: Hnykkjara (kíropraktor), sálfræð- ingi, sjúkranuddara, sjúkraþjálfara eða talmeinafræðingi. Greiddar eru kr. 700 í allt að 15 skipti á almanaksárinu miðað við fullt starf, annars í samræmi við meðalstarfshlutfall, sbr. 1. gr. 2. lið. Smáauglýs ingar og t i lkynningar 45 Skilaboð frá skrifstofu

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.