Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Qupperneq 31

Skólavarðan - 01.11.2001, Qupperneq 31
Samkvæmt lögum Félags grunnskóla- kennara skal stjórn þess boða til ársfundar þau ár sem aðalfundur er ekki haldinn. Rétt til setu á ársfundi eiga stjórn og varastjórn, formenn svæðafélaga, samninganefnd, skólamálanefnd og formenn fastanefnda. Stjórn félagsins hefur umboð til að kalla til fleiri fulltrúa ef þurfa þykir og hefur hún samþykkt í samráði við formenn svæða- félaga að bjóða kennaranemum við Kenn- araháskóla Íslands og Háskólann á Akur- eyri að senda fulltrúa á fundinn. Guðrún Ebba Ólafsdóttir setti fundinn og ræddi síðan um ársskýrslu stjórnar FG. Í máli hennar kom meðal annars fram að tvö stöðugildi anna engan veginn þeirri þjón- ustu og starfsemi sem félagið á lögum sam- kvæmt að veita. Þetta á einkum við um álagstíma í kringum samninga en einnig ef félagið vill bæði veita góða þjónustu á skrifstofunni og rækta tengsl við kennara í skólunum. Nefna má að í því skyni hafa formaður og varaformaður FG heimsótt kennara í 180 skólum frá því í febrúar árið 2000. Annasamur tími Kjaramál voru fyrirferðarmikil í ársskýrslu, enda nýr kjarasamningur undirritaður 9. janúar sl. Hann felur í sér miklar breyting- ar frá fyrri samningum auk þess sem þetta var í fyrsta sinn sem grunnskólakennarar og skólastjórar skipuðu tvær aðskildar nefndir í samningaviðræðum. Mikil vinna var í kringum kjarasamninginn og þegar upp var staðið kom hann verulegu róti á kennara og skólastjóra. Hann felur í sér kerfisbreytingu sem á að leiða til bættra kjara og betra skólastarfs, en rífandi gangur samningaviðræðna skóp miklar væntingar sem erfitt reyndist að standa undir. Fjölgun skóladaga, „skólastjóraflokkar“ og lág- marksundirbúningur fyrir hverja kennslu- stund mættu mikilli andstöðu. Margir í hópi tónmenntakennara, sérkennara, kenn- ara með aldursafslátt, ungra kennara og list- og verkgreinakennara töldu sig bera skarðan hlut frá borði. Ekki bætti úr að biðin meðan verið var að ljúka skólastjóra- hlutanum gerði að verkum að ekki var unnt að kynna innihald kjarasamningsins strax í byrjun árs. Fjöldi kynningarfunda var hald- inn um land allt og áttu allir félagsmenn kost á að sækja slíka fundi, enda voru þeir vel sóttir. Framkvæmd tókst vel Þó samningurinn hafi verið umdeildur tókst framkvæmdin í haust í flesta staði mjög vel og má þakka hana góðum undir- búningi skólastjóra, trúnaðarmanna og kennara. Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslu lá fyrir tók verkefnisstjórn samningsaðila til starfa. Samin var handbók með verklags- reglum, spurningum var safnað saman og svarað og haldin voru námskeið fyrir skóla- stjóra, trúnaðarmenn og fulltrúa launa- greiðenda. Fulltrúar Launanefndar sveitar- félaga útbjuggu reiknilíkanið „Pottorm“ sem er tæki til að hjálpa til við úthlutun úr pottinum svokallaða og er það í sífelldri þróun. Þetta starf tókst vonum framar en engu að síður er mikilvægt að félagið komi skólunum enn frekar til aðstoðar, meðal annars vegna starfsmannaviðtala. Í ársskýrslu er einnig fjallað um drög að nýrri skólastefnu fyrir grunnskóla. Kristín Jónsdóttir formaður skólamálanefndar FG kynnti drögin sem unnin hafa verið í sam- vinnu við sambærilega nefnd Skólastjórafé- lags Íslands en stefnan verður hluti af skólastefnu KÍ eftir að hún hefur verið af- greidd á aðalfundi félagsins. Í henni er m.a. fjallað um hlutverk grunnskólans, samstarf heimila og skóla, þjóðfélag fjölmenningar, upplýsingatækni, stoðþjónustu, vinnuað- stæður og velferð nemenda, kennara og skólastjóra. Fjármálin voru einnig mikið rædd auk fyrirkomulags á kjöri fulltrúa á aðalfund FG og þing KÍ. Í lokaorðum um starfið á undangengnu Ársfundur FG 34 Annar ársfundur Félags grunnskóla- kennara var haldinn í Nesbúð á Nesjavöllum dagana 2. og 3. nóvem- ber sl. Umræður um kjaramál settu eðlilega svip sinn á fundinn sem var vel sóttur og líflegur. Félag grunnskólakennara fundar á Nesjavöllum

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.