Skólavarðan - 01.01.2002, Qupperneq 2

Skólavarðan - 01.01.2002, Qupperneq 2
Annað þing Kennarasambands Íslands verður haldið 8. og 9. mars nk. Auk hefðbundinna þingstarfa verður unn- ið með þema sem verður eins konar yfirskrift þingsins. Megininntak þess er hvernig gera má kennarastarfið að aðlaðandi og eftirsóknarverðu ævistarfi. Í kjarasamning- um fyrir grunn-, framhalds-, leik- og tónlistarskóla er að finna sameiginleg markmið samningsaðila um að gera skólana samkeppnisfæra og kennarastarfið eftirsóknar- vert. Leiðir til að mæta kennaraskorti hafa mikið verið ræddar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Svíar hafa ráðist í verkefni sem þeir kalla „Attraktiv skola“ með það að markmiði að efla gæði skólastarfs og gera skólann að eftirsóknarverðum vinnustað í hugum fólks. Líðan á vinnustað Kennarastarfið verður ekki eftirsóknarvert nema kenn- urum líði vel í skólanum og þar ríki góður starfsandi. Kennarasambandið og aðildarfélögin þurfa að móta sér stefnu um það hvernig koma má félagsmönnum til að- stoðar vegna vanlíðunar í starfi. Danmarks Lærerforen- ing hefur skipulagt sérstaka ráðgjafarþjónustu fyrir félagsmenn sem telja sig búa við andlega vanlíðan í starfi (psykiske arbejdsmiljøproblemer). Skólastjórnun skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli í að skapa góðan starfsanda, sér- staklega þegar dregið er úr miðstýringu kjarasamninga eins og hér hefur verið gert og fleiri ákvarðanir færðar út í skólana. Fyrsta kjörtímabilið senn á enda Fyrir rétt rúmum tveimur árum sameinuðust allir grunnskólakennarar í einu félagi, Félagi grunnskólakenn- ara, sem er stærsta aðildarfélag KÍ. Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og ber þar hæst kjarasamningagerðina en einnig að forysta félagsins ákvað að rækta sem best sambandið við félagsmenn. Í þeim tilgangi var gerð viða- mikil skoðanakönnun meðal allra félagsmanna og verður þeim seint fullþakkað hve vel þeir brugðust við en þátt- taka var mjög góð þrátt fyrir á áttunda tug spurninga. Samskipti við trúnaðarmenn voru efld með auknu upp- lýsingastreymi í gegnum trúnaðarmannabréf og fleiri fundi auk árvissra námskeiða. Síðast en ekki síst var ákveðið að heimsækja félagsmenn á vettvangi og stefnt að því að fara í alla skóla á kjörtímabilinu. Umræðuefni í skólaheimsóknum voru fyrst og fremst starfsemi félagsins og samningamálin. Enn á eftir að heimsækja fáeina skóla á landinu en í aðra hefur verið farið oftar en einu sinni. Kosningar og stefnumörkun Allt bendir til líflegrar umræðu og kosninga á aðal- fundi Félags grunnskólakennara sem haldinn verður 6. og 7. mars nk. Þar verður m.a. kosin forysta félagsins, samn- inganefnd og skólamálanefnd. Uppstillingarnefnd hefur nú lagt fram tillögu sína og það ánægjulega kemur í ljós að fjölmargir félagsmenn gefa kost á sér til trúnaðarstarfa og vilja leggja félaginu lið. Er það til merkis um félags- lega virkni og áhuga meðal kennara sem vilja láta rödd sína heyrast. Á aðalfundinum verða lagðar línur fyrir næsta kjörtímabil og ný kjara- og skólamálastefna auk fjölda annarra stefnumála, m.a. um innri starfsemi félags- ins, tekin til afgreiðslu. Þá verða lögin endurskoðuð í ljósi reynslunnar, til dæmis er lagt til að varamönnum í stjórn og skólamálanefnd verði fjölgað og kosnir varamenn í samninganefnd. Ennfremur verða lagðar fram tillögur til samræmis við þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði á lögum KÍ, einkum m.t.t. aukins sjálfstæðis aðild- arfélaganna. Undirbúningur fulltrúa Aðalfundarfulltrúar voru kjörnir af svæðafélögum og eru þeir alls 78. Að auki eiga stjórn FG og formenn svæðafélaga sæti á aðalfundinum þannig að samtals verða aðalfundarfulltrúar 92. Stjórnir svæðafélaga munu skipu- leggja undirbúning fulltrúa fyrir aðalfundinn og boða þá á sérstaka undirbúningsfundi þar sem því verður við komið. Mikilvægt er að aðalfundarfulltrúar og trúnaðar- menn á landinu öllu efni til umræðufunda í skólunum um þau mál sem lögð verða fyrir aðalfundinn og fái þannig fram skoðanir sem flestra til að þær endurspeglist í sam- þykktum fundarins. Sigurjón Pétursson Sigurjón Pétursson deildarstjóri grunnskóladeildar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga fórst í sviplegu bílslysi 11. jan- úar sl. Við í Félagi grunnskólakennara áttum við hann mikið samstarf, hann átti sæti í samninganefnd Launa- nefndar sveitarfélaga, samstarfsnefnd vegna kjarasamninga og í samráðsnefnd með fulltrúum kennara, skólastjóra og menntamálaráðuneytis. Fáum mönnum treystum við betur en Sigurjóni og hann var mikilvægasti samstarfsaðili okkar í öllu er lýtur að kjarasamningi grunnskólakennara. Það verður erfitt að fylla skarðið sem Sigurjón skilur eftir sig. Félag grunnskólakennara þakkar Sigurjóni Péturssyni góð kynni og vottar honum virðingu sína. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Formannspist i l l Kennsla - aðlaðandi ævistarf! 3

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.