Skólavarðan - 01.01.2002, Page 4

Skólavarðan - 01.01.2002, Page 4
Kæru kennarar. Mér er sönn ánægja að fá að skrifa gestapistil í blað- ið ykkar. Segja má að ég sé gamall „vinur kennara“, ekki ósvipað því þegar menn gerðust „vinir Hafnar- fjarðar“ hér um árið og fengu skírteini sem sönnuðu það. Ég bíð bara eftir að fá sent vinaskírteini frá Kennarasambandinu. Til upplýsinga fyrir ykkur, sem þekkið mig ekki og hafið ekki hitt mig, þá hef ég kennt á ýmsum námskeiðum fyrir kennara, sér- kennara og skólastjórnendur efni eins og viðtalstækni, samskipti heimila og skóla og hvernig kennarinn styrkir sig í einkalífi og starfi svo að eigi komi til örvænting og þreytuþrot (burn out). Kennarastéttin er í sérstöku uppáhaldi hjá mér eftir alla þessa sam- vinnu. Einu sinni hér áður fyrr vann ég líka sem félagsráðgjafi með starfsfólki Æfingaskóla Kennaraháskólans. Styrkleiki kennara Ein af hugmyndum mínum er sú að kennarar mættu vera miklu stoltari af sjálfum sér og stéttinni sem heild. Þetta segi ég m.a. vegna þess hve þeir eru traustir félagar og sýna hver öðrum mikla samstöðu þegar einn úr hópnum þarf á stuðningi að halda, til dæmis vegna alvarlegra veikinda, dauðsfalls í fjölskyldu, skilnaða eða annarra áfalla. Þá standið þið kennarar saman sem einn maður, hef ég oft orðið vitni að. Þessi stuðningur og um- hyggja í starfshópi eru oft það sem ræður úrslitum um góðan bata eftir langvinnar kreppur og slíkur starfsandi er líka oft sá styrkleiki sem gerir vinnu- stað þess virði að vera þar um nokkurra ára skeið. Stuðningur og hvatning kollega eru nauðsynleg til að kennari geti gefið af sér í skapandi starfi eins og undirbúningur kennslu er sannarlega. Hefðir í móttöku nemenda Þótt sannarlega væri þetta efni í marga pistla ætla ég ekki að fjalla um það í pistlinum í dag heldur fara nokkrum orðum um hvernig maður tekur á móti nýjum nemendum í bekk. Algengt vandamál skólabarna er aðlögun eftir flutning milli skólahverfa, sveitarfélaga eða að flytjast heim frá útlöndum, svo ekki sé talað um hvernig er fyrir útlending að aðlagast í íslensku skólakerfi. Mikilvægt er að hver skóli og hver umsjónarkennari hafi fallegar og skýrar hefðir, helst bæði orðaðar og skrifaðar, um hvernig tekið er á móti nýjum nemendum í bekk. Öll vitum við hve alls konar fjölskylduhefðir skipta miklu máli, svo sem hvernig hver fjölskylda heldur upp á jólin, hvað er í jólamatinn o.s.frv. Sama má segja um hópa eins og bekki eða skóla, hefðirnar skipta gríðarlegu máli varðandi það að hafa eitthvað að hlakka til og þær skapa líka heil- mikið öryggi um hvernig við eigum að hegða okkur. Góðar spurningar, sem hver kennari ætti að spyrja sjálfan sig, eru til dæmis: Hvernig hefðir vil ég skapa með nemendum mín- um? Hvernig eru þær hefðir sem ríkja nú þegar? Er ég ánægður með þær? Hverju vil ég breyta? Þegar nýr nemandi kemur í bekk- inn, hvernig læt ég þá hina nemendurna taka á móti honum? Hvernig væri að útbúa stórt og fallegt vegakort af skólahverfinu og láta hvern nemanda merkja inn á hvar hann býr, hvað gatan heitir og númer hvað? Daginn sem nýr nemandi kemur er honum boðið til sætis í miðj- um bekknum þannig að hann geti auðveldlega haft samskipti við nemendur fyrir framan sig, aftan og til beggja hliða. Þetta er mjög mikilvægt og auðveldar honum að kynnast öðrum. Munið að göm- ul könnun frá Danmörku sýnir að það sem nemendum þykir lang- mikilvægast við skólagöngu sína er hvort þeir eiga vin í skólanum. Gott er svo að gefa nægan tíma í kynningu á bekknum, láta nem- endur til dæmis segja þeim nýkomnu frá hefðunum í bekknum yfir skólaárið, þá verða þeir samábyrgir um þær. Síðan er sniðugt að láta hvern nemanda standa upp og segja frá sér, hvað hann heitir, hvar hann á heima, sýna nýju nemendunum það á kortinu og bjóða fram aðstoð sína ef það er eitthvað sem þeir vilja vita. Einnig væri hægt að láta nemendur segja frá fjölskyldu sinni um leið og þeir kynna sig, til dæmis hvað þeir eigi mörg systkini og hve gömul, hvað þeim þyki skemmtilegast að læra í skólanum og hvað sé mest gaman að gera í frítímanum. Þannig æfast allir nemendur í að tjá sig svolítið um sjálfa sig og fjölskyldu sína frá blautu barnsbeini. Þetta er líka frábær þjálfun í almennri kurteisi. Nýi nemandinn kynnir sig síðastur, þá er það ekki eins kvíðvænlegt fyrir hann. A.m.k. tveir nemendur eru látnir taka að sér „leiðsögumannshlut- verk“ fyrir nýja nemandann til að sýna honum það sem með þarf í skólahverfinu til að byrja með. Kennarinn lætur þá svo alla segja sér svona hálfsmánaðarlega frá því hvernig aðlögunin gengur. Séu nýir nemendur frá öðrum byggðarlögum, að ekki sé talað um frá öðrum löndum, er hægt að vinna ómælt efni um það; hvað var öðru vísi í skólanum þar, hvað hafði maður til dæmis í nesti þar, og fá þannig nýjar, frjóar og gagnlegar hugmyndir til að vinna úr í kjölfarið. Einnig er mikilvægt að láta foreldra barnanna kynna sig hvert fyrir öðru á kynningarkvöldum foreldra á haustin, það er gagnlegt að foreldrar viti einhver deili hver á öðrum. Nú er ég hrædd um að Kristínu ritstjóra finnist ég farin að taka of mikið pláss í blaðinu ykkar svo að ég læt hér staðar numið og óska ykkur góðs gengis. Elísabet Berta Bjarnadóttir Höfundur er félagsráðgjafi og forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Ges task r i f Öll vitum við hve alls konar fjölskylduhefðir skipta miklu máli, svo sem hvernig hver fjölskylda heldur upp á jólin, hvað er í jólamatinn o.s.frv. Sama má segja um hópa eins og bekki eða skóla, hefðirnar skipta gríðarlegu máli varðandi það að hafa eitt- hvað að hlakka til og þær skapa líka heilmikið ör- yggi um hvernig við eigum að hegða okkur. 5 Að taka á móti nýjum nemendum í bekk

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.