Skólavarðan - 01.01.2002, Page 5

Skólavarðan - 01.01.2002, Page 5
Ég geng fram hjá heimastofunum Varma- og Bjarmalandi á leið inn á skrif- stofu Gerðar. Í stofunum og á ganginum eru krakkar um allt í leik. Stelpur með dúkkur, strákar í tölvu að spila stafakarlana, krakkar að lita, kubba eða gera hvað eina sem hugur þeirra lystir. Þau eru nefnilega svo heppin að tilheyra samfélaginu í Hjallatúni sem er opinn leikskóli þar sem hver og einn fær að njóta sín og hafa áhrif á hvað hann tekur sér fyrir hendur á degi hverjum. Frost er úti fuglinn minn í Elvisút- gáfu Leikskólinn Hjallatún er varla búinn að slíta barnsskónum. Nýbúið er að halda upp á eins árs afmæli hans með afmælishátíð þar sem lagið hér að ofan, Frost er úti fugl- inn minn, var meðal annars á efnisskránni. Skólinn er í nýju lágreistu húsi við Vallar- braut 20 í Reykjanesbæ. Þetta er heilsdagsleikskóli sem þýðir að þar eru aðeins heilsdagspláss í boði. Leik- skólastjóri er Gerður Pétursdóttir og hún tekur á móti mér á skrifstofu sinni til að ræða um skólann, stefnuna sem þar ríkir og það sem á daga hennar sjálfrar hefur drifið. „Með því að hafa Hjallatún heilsdagsleik- skóla teljum við okkur geta mætt vel þörf- um barna sem dvelja allan daginn í leik- skóla. Það er ljóst að barn sem dvelur átta til níu tíma í leikskóla hefur aðrar þarfir en barn sem dvelur þar fjóra til sex tíma. Og í því kristallast stefna skólans. Við leggjum áherslu á að uppfylla þarfir hvers einstakl- ings og reynum að láta barnið hafa tölu- verð áhrif á hvernig dagur þess gengur fyr- ir sig,“ segir Gerður. Mikil áhersla er lögð á að efla tilfinn- inga- og félagsgreind barnanna, enda hafa rannsóknir sýnt að góð tilfinningagreind er ein af undirstöðum lífshamingjunnar. Einnig telja Gerður og starfsfólk hennar að í hverjum manni búi auður og það sé þeirra hlutverk að finna hann og mæta hverjum einstaklingi þar sem hann er sterkur og nýtur sín. Þannig er hægt að leiða hann inn á brautir annars þroska þar sem styrk vant- ar. Skortur á tilfinningagreind getur leitt til ýmissa vandamála í mannlegum samskipt- um. „Tilfinningagreindin tekur á svo mörg- um sviðum, til dæmis sjálfsvitund, sam- kennd, sjálfstjórn, félagslegri hæfni, ein- beitingu og aga. Við leggjum mikla áherslu á að efla þessa greind og gefa börnunum tíma, hlusta á þau og ræða líðan þeirra ásamt því að leggja áherslu á nærveru, um- hyggju og hlýju. Börn hafa verið í svo miklu skipulagi, allt fram undir tíu ára ald- ur. Það hefur verið of mikið valið fyrir þau og þegar upp er staðið vita þau ekki hvað þau vilja eða hverjar þarfir þeirra eru. Við verðum að veita börnunum tækifæri til að hlusta eftir þörfum sínum og leita leiða til að uppfylla þær. Við reynum að skipuleggja sem minnst fyrir þau og leyfa þeim að njóta sín í frjálsum leik. Við höfum meðvitað tekið þá ákvörðun að hlúa að leiknum því að með frjálsum leik getur barnið lært og þjálfað nánast alla hæfileika sem það þarf til að komast af í þessu þjóðfélagi,“ segir Gerður og leggur áherslu á að starfsfólkið nýti sér fjölgreindarkenningu Howards Gardners þegar það metur styrk og hæfi- leika barnanna, hún reynir sjálf að tileinka sér þau vinnubrögð gagnvart starfsfólki sínu. „Kennararnir eiga ekki að þurfa að vera góðir í öllu heldur geta þeir valið sér hvar þeir vilja vera í hvert skipti. Sú eða sá sem er mjög listrænn og hefur gaman af mynd- sköpun getur valið sér að vera á listasvæði og minna á svæði sem honum/henni þykir ekki jafn áhugavert,“ segir Gerður. Börnin dvelja í leikskólanum mikinn hluta dagsins og eiga því að hafa áhrif á það sem þar gerist. Einhverjir gætu haldið að í leikskólanum ríkti upplausn þar sem hver gerði bara það sem hann langaði til, börnin borðuðu ef þau langaði til og færu út ef þau vildu en annars ekki. En þótt virða eigi sjálfsákvörðunarrétt barnanna þarf að sjálf- sögðu að vera ákveðið skipulag í svona skólum eins og öðrum. Í sama hverfi og alræmt fangelsi Gerður útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1990 og hóf þá störf sem aðstoðarleik- skólastjóri á leikskólanum Heiðarseli. Þar var starfsemin öll í mjög föstum skorðum og áhersla á hópastarf og val. Eftir fimm ára starf við þann leikskóla var stefnan tek- in á nám erlendis og varð Danmörk fyrir valinu. Og það var engin tilviljun. Eftir að hafa verið formaður undirbúningsnefndar nor- rænnar ráðstefnu á vegum Félags íslenskra leikskólakennara sem haldin var árið 1995 fannst Gerði ekki nógu gott að tala ekki nógu vel annað Norðurlandamál. „Mér fannst alveg tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi, sameina tungumála- nám og framhaldsnám. Ég og maðurinn minn fórum því til Horsens í Danmörku til náms með börnin okkar tvö, þriggja ára og níu mánaða,“ segir Gerður. Til að byrja með sótti hún um vinnu á vöggustofu en var vísað frá og bent á frí- stundaklúbb í nágrenninu. Þar var hún ráð- in á staðnum og beðin um að vinna með börnum sem áttu við félagsleg vandamál að stríða. „Klúbburinn sem ég starfaði í var í sama hverfi og eitt alræmdasta fangelsi í Danmörku, þar starfaði ég með börnum með mikil félagsleg vandamál og í kjölfarið fékk ég mikinn áhuga á þessum málefnum og langaði til að læra eitthvað tengt þeim.“ Viðta l 6 „Hæ, hvern ert þú að fara að hitta?“ segir þriggja ára gömul stelpa, í bleikum kjól og með tíkarspena í hár- inu, við mig þar sem ég stend í fata- klefanum í austurgangi leikskólans Hjallatúns í Reykjanesbæ. „Ég er að fara að hitta hana Gerði, vitið þið hvar hún er?“ segi ég. „Hún er leik- skólastjórinn okkar!“ segir sú stutta kotroskin og bendir mér inn ganginn. „Við leggjum mikla áherslu á að finna mannauðinn í hverjum einstaklingi“ -segir Gerður Pétursdóttir leikskólastjóri í Hjallatúni í Reykjanesbæ Með því að hafa Hjalla- tún heilsdagsleikskóla teljum við okkur geta mætt vel þörfum barna sem dvelja allan daginn í leikskóla. Það er ljóst að barn sem dvelur átta til níu tíma í leikskóla hefur aðrar þarfir en barn sem dvelur þar fjóra til sex tíma.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.