Skólavarðan - 01.01.2002, Síða 9

Skólavarðan - 01.01.2002, Síða 9
Tilgangur minn með þessum skrifum er að koma á framfæri helstu niðurstöðum bandarískra rannsókna á sambandi skóla- stærðar við ýmsa þætti sem falla undir vel- ferð nemenda, í því skyni að auðvelda upp- lýsta og málefnalega umræðu hérlendis. Í Bandaríkjunum hafa þessi mál verið rannsökuð frá því fyrir 1925. Vakin skal at- hygli á að í Bandaríkjunum eru börnum skipað eftir aldri í barnaskóla (5-10 ára), miðskóla (10-13) og unglingaskóla (13-17). Í dag eru þar 26.000 skólar með 300 nem- endur eða færri, en í bandarískum rann- sóknum er skilgreiningin á litlum skóla oft- ast sett við 300 nemendur en sjaldnar við 400 nemendur. Árið 1998 voru 25% ungl- ingaskóla í Bandaríkjunum með fleiri en 1000 nemendur. Rannsóknir Bandaríkjamanna á sam- bandi skólastærðar við ýmsa þætti skóla- starfs hafa m.a. leitt til eftirfarandi niður- staðna og ákvarðana þarlendra yfirvalda: 1. Það eru meiri líkur á að nemendur í litlum skólum nái betri árangri í námi sam- anborið við nemendur stórra skóla. Talið er öruggt að þetta eigi við um nemendur sem búa við erfitt hlutskipti, en þetta sam- band er ekki eins vel staðfest meðal nem- enda sem búa við gott atlæti. 2. Auðveldara er að stjórna litlum skól- um en stórum. Þar er venjulega minni skriffinnska og færri reglur til að fara eftir. Stjórnendur eru aðgengilegri fyrir nem- endur og starfsfólk og vandi einstakra nem- enda og kennara getur fengið meiri tíma og athygli stjórnenda lítilla skóla. Stjórn- endur lítilla skóla geta verið meira á ferð- inni um skólann og leiksvæði hans. 3. Samheldni og samstarf nemenda í litl- um skólum er yfirleitt meira en í stórum skólum og agabrot eru hlutfallslega færri. 4. Meiri líkur eru á að kennarar þekki eitthvað til allra nemenda og bakgrunns þeirra í litlum skóla en stórum. Slíkt leiðir til skjótari viðbragða þegar eitthvað bjátar á í námi eða framkomu barnsins og árang- ursríkari samvinnu við foreldrana. 5. Nemendur lítilla skóla hafa fleiri tæki- færi til þátttöku í margskonar viðburðum eins og leiklist, skemmtunum, íþróttum og annari félagsstarfsemi samanborið við nemendur stórra skóla. 6. Tengsl kennara og skólastjórnenda lít- illa skóla eru bæði meiri og óformlegri en í stórum skólum. Þessvegna eru meiri líkur á velheppnaði samvinnu starfsliðs í minni skóla en þeim stærri. Kennararnir telja sig einnig hafa meiri stjórn og sjálfstæði á starfi sínu í litlum skóla samanborið við stóra. 7. Vegna meiri þátttöku nemenda lítilla skóla í starfsemi þeirra, þykir nemendum þeir eiga meira í skólanum og eru stoltari af að tilheyra honum, samanborið við nem- endur stórra skóla. 8. Í stórum skólum mæta nemendur verr og hlutfallslega fleiri unglingar detta út úr námi í stórum skólum en þeim minni. 9. Stuðningur og samvinna foreldra við skóla er meiri og sterkari eftir því sem skólanir eru minni. 10. Litlir skólar eru miklu sveigjanlegri en stórir skólar og eru betur í stakk búnir að bæta og breyta skipulagi og vinnuregl- um en stórir skólar. Í litlum skólum er t.d. auðveldara að skipuleggja atburði eins og nemendaferðalög og foreldraviðtöl. Fámennir skólar 10 Við og við heyrast umræður um gæði fámennra skóla hérlendis. Oft er slík umræða tengd hugmyndum sveitar- félaga um að leggja af skólahald eða sameina tvo eða fleiri skóla. Aðal- ástæðan fyrir sameiningarumræðu er fjárhagslegs eðlis. Umræða um aðra þætti sem skipta máli varðandi skóla- stærð vill hinsvegar verða lítil eða ómarkviss vegna þess að hérlendis er í raun allt of lítið vitað um gæði ólíkra skólastærða, og hvaða breytur skilja að góða og slaka skóla. Um samband skólastærðar og velferðar nemenda Auðveldara er að stjórna litlum skólum en stórum. Þar er venjulega minni skriffinnska og færri reglur til að fara eftir. Stjórnendur eru aðgengilegri fyrir nem- endur og starfsfólk og vandi einstakra nem- enda og kennara getur fengið meiri tíma og at- hygli stjórnenda lítilla skóla. Stjórnendur lítilla skóla geta verið meira á ferðinni um skólann og leiksvæði hans. Skólavarðan fékk þessa grein Ragnars S. Ragnarssonar til birt- ingar sem inngangsgrein í umfjöll- un um málefni fámennra skóla. Síðar verður rætt við skólamenn og fleiri um fámenna skóla á ýms- um skólastigum.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.