Skólavarðan - 01.01.2002, Síða 11

Skólavarðan - 01.01.2002, Síða 11
Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar, segir að erfitt sé að bera saman PISA 2000 rannsóknina og TIMSS-rannsóknina sem gerð var fyrir nokkrum árum. Þær séu gerðar á ólíkum tíma, taki ekki til sömu aldurshópa og nálgist viðfangsefnin á gerólíkan hátt. Júlí- us segir að TIMSS-rannsóknin hafi að miklu leyti byggst á því að prófa nemendur í stærðfræði og náttúrufræði á sama eða svipaðan hátt og skólakerfið gerir í venju- legum prófum. PISA-rannsóknin nálgist viðfangsefnið með allt öðrum hætti og úr annarri átt. Reynt sé að meta hvaða þættir það séu í námsefninu sem nemendur þurfi að nota eftir að grunnskóla lýkur, hvaða hæfni þeir þurfi á að halda sem fullorðið fólk og hvernig þeim takist að tileinka sér hana. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum PISA- rannsóknarinnar standa Finnar sig best í lestri en Japanir og Kóreumenn í stærð- fræði og náttúrufræði. Þessar þrjár þjóðir eru jafnframt meðal þeirra þjóða þar sem bilið á milli bestu og slökustu nemenda er minnst. Íslenskir nemendur standa sig að meðal- tali vel í samanburði við aðrar þjóðir í OECD. Fimmtán ára nemendur á Íslandi standa sig marktækt betur í lestri en jafnaldrar þeirra að meðaltali í OECD löndunum. Á Íslandi rétt eins og í öðrum OECD löndum standa stúlkur sig marktækt betur en piltar í lestri. Fimmtán ára nemendur á Íslandi standa sig marktækt betur í stærðfræði en jafn- aldrar þeirra í OECD löndum gera að meðaltali. Frammistaða í náttúrufræði er hins vegar svipuð og að meðaltali í þeim löndum. Athygli vekur að í Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Nýja Sjálandi og Bretlandi sýna 15 - 19% nemenda hámarksgetu í lestri. Á Íslandi er þetta hlutfall aðeins 9%. Verða þeir hæfustu út undan? Á Íslandi er hlutfall nemenda sem ekki ná lægsta hæfnisþrepi í lestri aðeins 4% sem er marktækt lægra en meðaltalið í OECD löndunum. Þetta þýðir að fáir nemendur á Íslandi eru mjög slakir í lestri, samanborðið við OECD löndin, en sýnir jafnframt að frekar fáir eru afburðagóðir. Sama er uppi á teningnum í stærðfræði. Hvað geta skólar gert til að bæta stöð- una að þessu leyti? „Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að sá alþjóðlegi samanburður, sem við erum gjarnan upptekin af í rannsóknum af þessu tagi, segir okkur aðeins örlítið brot af því sem máli skiptir. Ekki er hægt að rekja nema um það bil 10% af breytileikanum í þessu stóra gagnasafni til mismunar milli landa. Þar af leiðandi byggist meðaltals- samanburður á milli landa aðeins á örlitlu broti þeirra upplýsinga sem þarna er að finna og getur af þeim sökum verið vill- andi. Það er miklu betra að reyna að fara ofan í efnið og finna hæfnina sem liggur að baki. Það kemur berlega í ljós hjá okkur að hér eru tiltölulega fáir nemendur slakir. Kerfið virðist sinna þeim nemendum vel sem eiga á brattan að sækja í námi. Hins vegar eru ekki nærri nógu margir í efstu hæfnisþrepunum. Ég hef þó enga trú á því að svo verði áfram um ókomna framtíð. Við erum ekkert öðruvísi fólk en Finnar en við þurfum líklega að gera hlutina á ein- hvern annan hátt en við höfum gert til þessa. Við þurfum einfaldlega að leggja meiri áherslu á bestu krakkana. Og þegar ég tala um þá bestu á ég við 15 - 20% nemenda í hverjum árgangi sem geta hugs- anlega miklu meira en þeir sýna í dag. Allir sem stunda vaxtarrækt og lyftingar vita að ekkert met verður slegið án æfinga. Það þarf að reyna á vöðvana til þess að þeir stækki. „Vöðvarnir“ sem við erum að tala um hér eru ekkert öðruvísi en aðrir vöðvar. Skólarnir þurfa hugsanlega að endurskipu- leggja starf sitt að einhverju leyti. Leggja þarf meiri áherslu á að allir í bekknum hafi næg verkefni við hæfi. Ég veit mæta vel að þetta er erfitt vegna þess að allflestir kenn- arar eru með alltof stóra hópa en ég er ekki í minnsta vafa um að með dálítilli hug- kvæmni er þetta hægt. Við sjáum að aðrar þjóðir gera þetta sem hafa úr minna að spila en við. Þjóðir sem hafa lakari efnahag og verri félagslegar aðstæður ná betri ár- angri en við. Skýringin liggur í því sem gert er inni í skólunum og hvernig það er gert. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að lestur er grundvallarhæfni sem fólk þarf á að halda til að geta stundað allt ann- að nám. Ef lestrarhæfni er ábótavant er eðlilegt að viðkomandi standi sig heldur ekki vel í öðrum greinum. Við höfum ekki lagt nægilega áherslu á að auka og bæta lestrargetu. Í nútíma upplýsingasamfélagi gildir að vera fljótur að draga mikið af upp- lýsingum úr hvers kyns texta og gera það rétt og vel. Ég held að leggja verði mikla á- herslu á að bæta og auka þessa hæfni. Það er að sjálfsögðu mjög mikilvægt að finna hvaða nemendur eiga við lesörðugleika eins og lesblindu (dyslexia) að etja en við þurfum líka að gera eitthvað til að auka hæfni þeirra sem þegar geta lesið. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ör- lítill hluti er illa læs en 95% eru læs þótt lestrarhæfnin sé afar mismunandi. Á því þurfum við að taka.“ Hvað skýrir einkum mismunandi frammistöðu nemenda? „Ég treysti mér ekki til að svara því strax. Ýmislegt í gögnum sem við erum að vinna úr getur skýrt þetta að hluta, m.a. atriði sem lúta að skipulagi skóla og kennslunni sjálfri, námsefni og lengd skólatíma. Í TIMSS-rannsókninni komu fram greinileg tengsl milli fjölda skóladaga og frammistöðu í stærðfræði og náttúrufræði. Í Singapore, þar sem nemendur stóðu sig best í stærðfræði, eru flestar kennslustundir í stærðfræði. Við erum hins vegar í hópi landa með fæstar kennslustundir í stærð- Pisa - rannsóknin 12 PISA-rannsóknin (Programme for International Student Assessment) er alþjóðleg rannsókn á vegum OECD á árangri 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta umferð hennar fór fram árið 2000 (PISA 2000) og voru fyrstu nið- urstöður kynntar í byrjun desember sl. Þær byggjast á svörum 265 þús- und nemenda í 32 löndum, þar á meðal Íslandi. Allir nemendur sem voru í tíunda bekk grunnskóla árið 2000 tóku þátt í íslenska hluta rann- sóknarinnar. Of fáir í hópi þeirra bestu Júlíus um Finna og Ís- lendinga: Við erum ekk- ert öðruvísi fólk en Finnar en við þurfum líklega að gera hlutina á einhvern annan hátt en við höfum gert til þessa. Við þurfum einfaldlega að leggja meiri áherslu á bestu krakkana. Og þegar ég tala um þá bestu á ég við 15 - 20% nemenda í hverjum ár- gangi sem geta hugsan- lega miklu meira en þeir sýna í dag.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.