Skólavarðan - 01.01.2002, Síða 17

Skólavarðan - 01.01.2002, Síða 17
F jarkennsla í VMA, kveðja 18 Námið sjálft byggir enn á sama grunni, tæknilega séð, og það gerði 1994. Áður var þetta ófullkomið póstkerfi, Kermit, og ein nettengd tölva, en hugmyndafræðin og að- ferðafræðin er í grófum dráttum sú sama. Við hvetjum fólk ekki til viðhengisnotkun- ar þar sem því fylgja gallar. Hvað varðar kennsluumhverfið WebCT þá erum við farin að nota það í um tíu áföngum og kennurum er kennt að nota þetta kerfi. Það kom þannig til að Adam og Guðjón Ólafs- son sem þá var á Ísafirði þýddu þetta og það hefur síðan dreifst héðan. Þetta er lip- urra umhverfi en Learning Space þar sem það gengur í Windows. Skil verkefna eru þó eftir sem áður alltaf í gegnum tölvupóst. Því er ekki að neita að tölvan gefur starfs- umhverfi sem er miklu þægilegra en pappír og hún og möguleikar hennar er í rauninni það sem skilur á milli okkar og gömlu bréfaskólanna. Í þeim var brottfall gífur- lega hátt vegna þess hve samskiptin voru strjál og hæg. Hjá okkur eru samskiptin hröð og því verkar þetta. Við viljum leitast við að vera tölvuvæddur bréfaskóli. Það þjónar ekki hagsmunum nemenda að vera bundnir tilteknum stað eða tíma, þurfa til dæmis að mæta þangað sem fjarfundabún- aður er til staðar, á föstum tímum.“ Bara Haukur og ein tölva „Kennaranándin er lykilatriði í fjar- kennslu,“ segir Haukur. „Við getum fæst unnið verkin ein án þess að eftir því sé lit- ið. Þetta er ástæðan fyrir því að við notum þessa tegund fjarkennslu en leiðumst ekki út í svokallaða p-áfanga. Við erum nokkurs konar ljósmæður draumanna, drauma fólks um nám. Það er hugsjón að þjóna fólki sem komst ekki í nám fyrr en fjarkennslan kom til, gera því fært að komast þangað sem það ætlar sér. Fjarkennslan hefur orðið lausnarorð fjölda fólks og opnað nýjar gáttir.“ „Þetta er jöfnun til náms,“ skýtur Aðal- heiður inn í, „og mjög hagkvæmt að ýmsu leyti, ekki bara í því tilliti að koma í veg fyrir búseturöskun. Yfirbygging er til dæm- is sáralítil, bara Haukur og ein tölva,“ segir hún og brosir. „En hann er reyndar hérna alla daga og vinnudagurinn er iðulega tólf tímar eða meira.“ „Fjarkennslan er mér talsvert mikið mál,“ viðurkennir Haukur, „en það er ekki sama hvernig hún er rekin. Ég er þröngsýnn og íhaldssamur á vissa þætti sem mér finnst að verði að halda í heiðri og það kyrfilega: Aldrei kennaralausa nemendur, aldrei sjálf- virkja að fullu, aldrei stífni á verkefnisskil. Við verðum að geta þjónustað fólk miðað við þær aðstæður sem það býr við og gera einungis þá kröfu að það hafi tölvu. Ýmsir nemendur okkar, til dæmis fangarnir, hafa ekki vefaðgang en hins vegar tölvupóst og þá þarf að bera disklinga á milli. Svo er símatenging kostnaðarsöm hérlendis og aukinn kostnaður ef fólk þarf að vinna á meðan það er á vefnum. Krafan um sjálfvirknina vex vegna þeirr- ar hagræðingar sem hún felur í sér og um leið fjölgar nemendum á kennara. En það er hættulegt að álykta sem svo að tækni leysi kennara af hólmi og við verðum að sporna gegn slíkum hugmyndum. Það er enginn annar en persóna sem getur þjónað persónu og haldið henni að verki,“ segir Haukur að lokum. keg Forsendur aðferðarinnar Sú aðferð, sem nýtt er við fjar- kennslu um tölvur við Verkmennta- skólann á Akureyri á sér nokkrar höfuðforsendur, sem leitast er við að halda í heiðri. 1. Kennsla og samskipti eiga fara fram um tölvur að svo miklu leyti sem framast er unnt. 2. Nemandinn á að verða fyrir svo lítilli röskun á kringumstæðum sem unnt er. 3. Tæknikröfur eiga aldrei að fara fram úr því, sem hinn almenni tölvunotandi hefur tök á á hverjum tíma. Hrólfur Kjartansson deildarstjóri grunn- og leikskóladeildar menntamálaráðuneytis lést 2. janúar sl. eftir löng og erfið veikindi. Hrólfur átti mikið samstarf við KÍ, hann var m.a. formað- ur verkefnastjórnar vegna flutnings grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga, Þróunarsjóðs grunnskóla, Endurmenntunar- sjóðs grunnskóla og samráðsnefndar menntamálaráðu- neytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka kenn- ara og skólastjóra. Hrólfur var jafnframt ritstjóri nýrrar að- alnámskrár fyrir grunnskóla sem kom út 1989 og sat í verk- efnisstjórn sem hafði yfirumsjón með samningu nýrra aðalnámskráa fyrir grunn- og framhaldsskóla en meginhluti þess verks kom út 1999. Hann hafði einnig yfirumsjón með gerð nýrrar aðalnámskrár fyrir tónlistarskóla. Hrólfur var ljúfur maður, mannasættir, skemmtilegur, með ríka kímnigáfu, lipur og laginn við að sameina ólík sjónarmið og finna lausnir á vandamálum. Hrólfur var jarðsunginn þann 11. janúar sl. Sigurjón Pétursson deildarstjóri grunnskóladeildar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga fórst í bílslysi 10. janúar sl. Grunnskóladeild var sett á laggirnar 1996 vegna yfirtöku sveitarfélaga á öllum rekstri grunnskóla. Sigurjón sat í samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga vegna grunn- og tónlistarskóla og í samstarfsnefnd vegna kjarasamn- inga grunn-, leik- og tónlistarskóla. Hann sat jafnframt í stjórn Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, samráðsnefnd menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka kennara og skólastjóra og mörgum fleiri nefndum sem fulltrúi Sambands ísl. sveitarfélaga. Hann var einnig í verkefnis- stjórn vegna kjarasamninga grunnskólakennara og skólastjóra. Sigurjón var traustur maður, heiðarlegur, skemmtilegur, réttsýnn, staðfastur en sanngjarn, hann var maður orða sinna og hafði til að bera ríka réttlætiskennd. Eins og forsætisráðherra nefndi réttilega í minningagrein sinni um Sigurjón var hann ómissandi, að mati þeirra sem störfuðu með honum. Sigurjón var jarðsunginn þann 21. janúar sl. Hrólfur Kjartansson og Sigurjón Pétursson höfðu mikil áhrif á skólamál, meðal annars áttu þeir báðir veigamikinn þátt í að undirbúa flutning grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga. Að auki komu þeir að málefnum skóla á leik- og tónlistarskólastigi eins og áður er getið. Erfitt mun reynast að fylla það skarð sem þeir skilja eftir sig. Fjölskyldum Hrólfs og Sigurjóns eru hér með færðar dýpstu samúðarkveðjur.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.