Skólavarðan - 01.01.2002, Side 19

Skólavarðan - 01.01.2002, Side 19
Meginverkefnin eru ráðgjöf, mat, fræðsla og aðstoð við val á tölvubúnaði, forritum og sérbúnaði. Fræðslufundir og námskeið eru haldin reglulega og eru vaxandi þáttur í starfsemi miðstöðvarinnar. Allir geta leitað til Tölvumiðstöðvar fatl- aðra óháð fötlun, aldri og búsetu. Á síðasta starfsári sóttu 363 einstaklingar ráðgjöf og upplýsingar í smiðju hennar. Þá hafði for- stöðumaður samvinnu við 39 skóla og stofnanir. Þeir sem leita eftir ráðgjöf og fræðslu eru helst fagfólk og foreldrar en einnig fatlaðir á eigin vegum. Fagfólk sem leitar til Tölvumiðstöðvar starfar í mis- munandi kerfum, kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum, iðjuþjálfar sem starfa með börn eða fullorðna og starfsfólk sam- býla og endurhæfingarstofnana. Þannig tengist Tölvumiðstöðin nánast öllum þeim kerfum sem fatlaðir lifa og starfa í. Starfsemin Verkefni Tölvumiðstöðvar eru mörg og hefur farið fjölgandi á undanförnum árum í takt við aukna tölvunotkun almennt. Þjón- ustu hennar má skipta í fjóra meginþætti: 1. Ráðgjöf sem felur í sér mat á þörf fyr- ir tölvubúnað, val á búnaði, prófun og leið- sögn í notkun búnaðar. Ráðgjöfin er ein- staklingsmiðuð og unnin í samvinnu við aðila úr nánasta umhverfi skjólstæðings. 2. Ráðgjöf til hópa, svo sem kennara, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, foreldra og fatlaðra einstaklinga, þar sem fram fer kynning á lausnum og/eða kennsla í að nota búnað og forrit sem getur hentað tilteknum hópi. Sí- fellt fleiri hópar telja það eðlilegan þátt í starfsemi sinni að leita reglulega til Tölvu- miðstöðvar um ráðgjöf. 3. Námskeið og upplýsingamiðlun. Tölvumiðstöðin leitast við að fylgjast vel með nýjungum í tækni, notkun og aðferð- um. Haldin eru námskeið reglulega þar sem upplýsingum er miðlað, leiðbeint og hvatt til notkunar með það að leiðarljósi að búnaður komi að sem bestum notum. Fræðslufundir og námskeið eru vaxandi þáttur í starfsemi miðstöðvarinnar. 4. Tengslahlutverk, samþætting. Tölvu- væðing og tölvunotkun hafa stóraukist á undanförnum árum. Samráð og upplýs- ingastreymi milli aðila verða því sífellt mikilvægari. Tölvumiðstöðin leggur áherslu á að aðilar sem tengjast einstökum málum vinni saman að settu marki og að aðgerðir séu samræmdar. Hvatning og leiðsögn varðandi það hvernig búnaður og forrit nýtast einstaklingi sem best þurfa að vera í stöðugri þróun. Námskeið og fræðslufundir Tölvumiðstöð fatlaðra leggur áherslu á að kynna þjónustu sína og nýjungar á sviði tölvu- og tæknibúnaðar sem nýtist fötluð- um. Haldin eru námskeið og fræðslufundir reglulega á vegum miðstöðvarinnar um tækniúrræði, notkun tækninnar og ýmis tengd málefni. Námskeið vorannar 2002 eru nú hafin, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Tölvumiðstöðvar www.tmf.is, einnig er hægt að fá upplýsingar í síma 562 9494 og 699 6713. Forstöðumaður er Sigrún Jó- hannsdóttir talmeinafræðingur. Hún hefur áralanga reynslu af tölvu- og tæknimálum í þágu fatlaðra. Ráðgjöf og fræðsla fyr i r fat laða 20 Tölvumiðstöð fatlaðra er í eigu sex aðildarfélaga fatlaðra en þau eru: Blindrafélagið, Félag heyrnarlausra, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra og Öryrkja- bandalag Íslands. Félagsmálaráðu- neytið hefur gert þjónustusamning við Tölvumiðstöð fatlaðra en fjár- framlög til hennar hafa aðeins staðið undir einu stöðugildi sem setur henni óneitanlega þröngar skorður. Tölvumiðstöð fatlaðra Námskeiðið Haukur í horni var haldið í þriðja sinn skólaárið 2000-2001, vetrarlangt námskeið á veg- um Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands ætlað umsjónarkennurum í framhaldsskólum. Anna Sjöfn Sigurðardóttir hafði umsjón með nám- skeiðinu. Í lok hvers námskeiðs hafa nemendur unnið efni til útgáfu og hafa þrjú hefti litið dagsins ljós; fyrst var handbókin gefin út 1999, árið 2000 bættust við tveir kaflar og síðastliðið vor kom út hefti um for- eldrasamstarf. Ólöf S. Björnsdóttir kennari við FB og Sólveig Friðriksdóttir kennari við VÍ hafa nú ásamt Önnu Sjöfn sett allt efnið í eina bók og bætt við kafla um viðtalstækni eftir Guðmund Pál Ásgeirsson. Ótvíræður fengur er að þessari handbók sem hefur verið send námsráðgjafa í hverjum skóla til kynningar. Hægt er að panta ritið á skrifstofu Endurmenntunar í síma 525 4444 eða með tölvupósti til endurmenntun@hi.is. Handbókin kostar kr. 1.400,- magnafsláttur er gefinn. Handbók fyrir umsjónarkennara í framhaldsskólum Sannarlega haukur í horni Frétt

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.