Skólavarðan - 01.01.2002, Qupperneq 20

Skólavarðan - 01.01.2002, Qupperneq 20
Ég er ein. Ég á engan vin. Þau hæðast bara að mér og meiða mig. Ég finn til í hjartanu því þeim er alveg sama. Sama um mig. Á dögunum kom út hjá Námsgagna- stofnun bókin Saman í sátt -Leiðir til að fást við einelti og samskiptavanda í skólum þar sem er að finna þetta erindi úr ljóði eft- ir Helgu Kolbeinsdóttur þrettán ára. Bókin er byggð á efni eftir Norðmennina Erling Roland og Grete Sörensen Vaaland sem gefið var út í Noregi árið 1996 af norska menntamálaráðuneytinu og ætlað að koma af stað átaki í eineltismálum í landinu. Hugmyndin var að taka á einelti á breiðum grundvelli og koma með fyrirbyggjandi að- gerðir. Ætlunin var að koma upp tengsla- neti þar sem öflug samvinna og samstarf ýmissa aðila kæmu til og væru forsenda ár- angurs. Hjónin Elín og Guðmundur Ingi voru stödd í ársleyfi í Noregi þegar bókin kom út. Þar kynntust þau fólkinu sem stóð að henni og hrifust af hugmyndafræðinni á bak við hana. Nú hafa þau þýtt og staðfært bókina á íslensku. Þau notuðust meðal annars við íslenska rannsókn sem gerð var á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis og menntamála árið 1999 og heitir Umfang og eðli eineltis í íslenskum grunnskólum. Niðurstöður úr þeirri könnun sýna að 7,7% nemenda í 5., 7. og 9. bekk hafa verið lögð í einelti. Þetta getur þýtt að hér á landi verði rúmlega 3000 grunnskólabörn fyrir einelti í einhverri mynd og rúmlega 2000 grunnskólabörn leggi önnur börn í einelti. Í bókinni er fjallað um einelti og aðferðir sem hafa reynst vel þegar unnið er gegn því en Elín leggur mikla á áherslu á að einhver ein töfralausn sé ekki til í eineltismálum heldur þurfi víðtækt samstarf að koma til. Líklegt að veik stjórn og lítil sam- vinna stuðli að einelti Sjálf hefur Elín starfað eftir hugmyndum Norðmanna síðustu fimm ár og telur sig hafa náð góðum árangri. „Það er mjög mikilvægt að gott samstarf ríki innan skólans og fólk sé tilbúið til að vinna saman að lausn mála. Skýringa á mis- munandi tíðni eineltis í skólum er, sam- kvæmt rannsóknum sem vitnað er til í bók- inni, oft að leita í innra starfi skólans, með- al annars hvernig tekið er á agavandamál- um. Þess vegna er mjög auðvelt að draga þær ályktanir að veik stjórn og lítil sam- vinna kennara stuðli að fleiri eineltismál- um. Samvinna og samstillt átak þeirra sem koma að málefnum barna sem verða fyrir einelti er grundvallaratriði. Þannig náum við árangri og það er það sem við leggjum áherslu á og viljum koma á framfæri með þessari bók,“ segir Elín og Guðmundur tekur undir það. Í bókinni er lögð áhersla á að skóla- og bekkjarbragur sé góður og þannig sé hægt að fyrirbyggja einelti. Þau Elín og Guð- mundur leggja mikla áherslu á að fyrir- byggjandi starf gegn einelti sé stöðug vinna en ekki átaksverkefni. Í aðalnámskrá fyrir grunnskóla kemur fram að í hverjum skóla eigi að vera til áætl- un um hvernig tekið sé á eineltismálum. Í bókinni má finna leiðir til að koma í veg fyr- ir einelti og þar eru líka leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera langtímaáætlanir til að stuðla að góðum anda í skólanum. Langtímaáætlanir skila bestum ár- angri Lausnir í eineltismálum eru í grundvall- aratriðum þær sömu á öllum skólastigum segja þau Elín og Guðmundur. Það sem þau telja að þurfi liggja til grundvallar er að skólinn viti hvernig á að bregðast við ef eineltismál koma upp og í bókinni er bent á nokkrar aðferðir til að taka á eineltismál- um sem reynst hafa mjög vel. Þar má líka finna könnun á líðan nemenda í skólum sem hægt er að leggja fyrir í bekkjardeild- um. Einnig er þar viðameiri könnun sem snýr að skólabragnum og hægt er leggja fyrir tiltekna árganga í skólanum. Tilgang- ur þessa kannana er tvíþættur, annars vegar að fá vitneskju um hvernig líðan nemenda er hverju sinni og hins vegar að fá upplýs- ingar sem geta hjálpað starfsfólki skólans til að vinna að góðri líðan nemenda í skólan- um. „Ef skóli vill axla ábyrgð og gera skyldu sína í eineltismálum þarf að útbúa skriflega áætlun, bæði hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir sem og aðgerðir þegar einelti kemur upp. Sérstök átök og herferðir geta skilað einhverjum árangri en bestum ár- angri skila langtímaáætlanir og skipulagt forvarnarstarf. Ávinningur af slíkri vinnu er mikill. Eineltisvandamálum fækkar og al- menn líðan nemenda verður betri með já- kvæðari hegðun innan skólans,“ segja þau Elín og Guðmundur. Það er full ástæða til að óska þeim Elínu og Guðmundi til hamingju með bókina og vona að hún eigi eftir að nýtast skólayfir- völdum í landinu vel til að koma í veg fyrir að börnum líði eins og lýst er í ljóðinu hér að ofan. Námsgögn Viðtal við Elínu Einarsdóttur náms- ráðgjafa við Digranesskóla og Guð- mund Inga Leifsson skólastjóra Dal- brautarskóla Saman í sátt - Leiðir til að fást við einelti og samskiptavanda í skólum 21 Hjónin Elín Einarsdóttir og Guðmundur Ingi Leifsson eru þýðendur bókarinnar Saman í sátt - Leiðir til að fást við einelti og samskiptavanda í skólum.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.