Skólavarðan - 01.01.2002, Síða 22

Skólavarðan - 01.01.2002, Síða 22
af þessu tagi eru merkilegir fyrir það að á þeim eru sérfræðingar á ýmsum sviðum og þangað er hægt að senda afmarkaðar spurningar. Margir eru á þessum listum bara til að hlera og fylgjast með, vita um hvað umræðan snýst, en eru ekki virkir þátttakendur.“ Vefur í verkfalli Einnig eru á síðunni nokkrir áhugaverðir sérvefir, eins og Art 2000 sem var gerður fyrir raf- og tölvutónlistarhátíð sem var haldin í október árið 2000. Þarna er líka vefur sem Jón Hrólfur og Bjarki Svein- björnsson halda úti um íslenska tónlistar- sögu á 20. öld með sérstaka áherslu á raf- og tölvutónlist. Í samstarfi við Bjarka er Jón Hrólfur líka með vefinn Ísmús sem er nýjasta afkvæmi þeirra félaga. Á honum er ætlunin að vista gömul tónlistarhandrit sem geymd eru á Landsbókasafni. „Það er fáranlegt hve íslenskri tónlistar- sögu eru gerð lítil skil í menntakerfinu og krakkar þekkja meira til Mozarts en ís- lenskra tónskálda,“ segir Jón Hrólfur. Á tímum þegar tæknin breytist á hverj- um degi og hraðinn er alltaf að aukast á að vera enn auðveldara að nálgast menningar- arfinn á netinu. Jón Hrólfur heldur líka úti annarri síðu sem einnig tengist tónlist en það er vefur Félags tónlistarskóla- kennara. „Það kemur nú bara til af því að ég er svona tölvudellukall og var þess vegna beðinn um að sjá um hann,“ segir Jón Hrólfur. Vefur tónlistarkennara er hefðbund- inn og af því tagi að þar geta félags- menn nálgast upplýsingar um eitt og annað, svo sem lög félagsins, skoðað reglur um starfsmenntunarsjóði og fengið aðrar upplýsingar sem þeir þurfa á að halda. Í nýloknu verkfalli tónlistarkennara sannaði vefurinn gildi sitt og var óspart notaður. Þar gátu kennarar nálgast upplýsingar um leið og þær komu og öflug skoðanaskipti fóru fram. „Vefurinn skipti miklu máli í verk- fallinu og í raun má segja að hann hafi breyst í mikilvægt tæki, allt í einu gátu allir nálgast allar upplýsingar um leið og þær bárust,“ segir Jón Hrólfur. Völundarskjöl á vefnum Jóni Hrólfi finnst mjög mikilvægt að auka hlut tölva í kennslu í tónlistarskólum landsins en telur þá í raun ekkert sérstak- lega illa setta hvað viðkemur tölvuaðstöðu, þær séu bara ekki notaðar í kennslu heldur fyrst og fremst sem skrifstofuáhöld. „Þegar frá líður munu bæði einstakling- ar, félög og stofnanir, sem tengjast tónlist, í vaxandi mæli setja upp völundarskjöl sem innihalda kynningar eða hvað eina annað sem viðkomandi kann að þykja áhugavert að koma á framfæri. Tilgangurinn með musik.is er að miðla þessum upplýsingum áfram,“ segir Jón Hrólfur. Jón Hrólfur er með mörg járn í eldinum sem mörg hver liggja í netheimum, hann og Bjarki hafa stofnað félagið Músík og saga ehf. þar sem Ísmús og musik.is koma við sögu. Steinunn Þorsteinsdóttir Viðta l 23 Áhugasamir: Farið inn á síðuna www.musik.is og skoðið það sem þar fer fram. Ef þið hafið upplýsingar um síður og efni sem ætti heima þar þá setjið ykkur í sam- band við Jón Hrólf á netinu á slóðinni musik.is. „Tölvunotkun í tónlistarkennslu á Íslan- di er lítil sem engin,“ segir Jón Hrólfur.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.