Skólavarðan - 01.01.2002, Page 23

Skólavarðan - 01.01.2002, Page 23
Kjaramál 24 Vinnutími starfsmanna skal vera samfelldur Þessi grein í kjarasamningnum er sú stysta en jafnframt ein sú mik- ilvægasta. Með henni er kennur- um tryggður réttur til að fá skýrt afmarkað hvenær vinna undir verkstjórn skólastjóra, þ.e. kennslan og 9,14 tímarnir, hefst og þá einnig hvenær henni lýkur. Þetta þýðir líka að kennari á rétt á að fá að kenna og skila verk- stjórnarþættinum í einni samfellu dag hvern. Í fyrri kjarasamningum var ákvæði um greiðslur fyrir eyður í stundaskrá. Það átti að virka hvetjandi á þann hátt að ódýrara yrði fyrir skólann að hafa sem fæstar eyður í stundatöflu kennara. Ekki er lengur um að ræða sérstakar greiðslur fyrir eyður en í staðinn kemur að þær teljast sjálfkrafa til verkstjórnartíma. Annað sem breyttist varðandi eyður er að þær myndast nú einnig milli kennslu og fast bundinnar viðveru, svo sem kennarafunda. Í nokkrum skólum hafa stjórnendur farið þá leið að skipu- leggja ekki nema 6-7 klst. af 9,14 og segjast vilja halda eftir tímum til að geta sett þá að vild á daga eftir þörfum. Þetta þýðir í raun að þeir komast hjá því að greiða kennurum yfir- vinnu því að ef ekki er skilgreint hvenær verkstjórnarvaldinu lýkur er ekki heldur ljóst hvenær yfirvinna hefst. Þetta á ekki síst við á foreldradögum og undirbúningsdögum á starfstíma en þá er viðveruskylda kennara einungis það sem vinnuramminn segir til um auk undirbúningstíma, þ.e. 60 mín. fyrir hverja kennslustund og verkstjórnartímar þess dags að auki. Rétt er að ítreka að lágmarks undirbúningstími kennara og viðbótar undirbúningstíminn úr 9,14 klst. er alltaf utan vinnuramma nema á undirbúningsdögunum fimm og for- eldradögum. Um vinnurammann var fjallað í trúnaðarmannabréfi nr. 9 dags. 10. janúar 2001 og þar sagði meðal annars: Félag grunnskólakennara ítrekar að verkstjórn skólastjóra er aukin. Skólastjórar geta ekki sökum vandræða við stunda- töflugerð sagt kennurum að hagræða vinnu sinni og undir- búningi til að koma fyrir auknum störfum. Þeir eiga heldur ekki að segja kennurum „að finna bara einhvern tíma“ fyrir samstarf og vinnufundi utan vinnurammans án þess að greiða fyrir yfirvinnu vegna starfanna og vegna eyða sem kunna að myndast. Hins vegar er heimilt með samkomulagi við kennara að flytja vinnu sem er innan vinnurammans út fyrir hann, að öðrum kosti greiðist slík vinna sem yfirvinna. Hannes Þorsteinsson launafulltrúi FG Grunnskóli Vinnuramminn Grein 2.1.3 Ágætu félagar í SÍ! Gleðilegt ár og þökk fyrir sam- starf liðins árs. Um áramót er venjan að doka við, líta yfir farinn veg og meta það sem liðið er. Þegar hugað er að okkar félagi var liðið ár eftirminnilegt að ýmsu leyti. Það var í byrjun þess sem samningar tókust við sveit- arfélögin og fyrri hluti ársins fór í undirbúning vegna samninganna sem tóku gildi 1. ágúst. Margir nýir þættir komu þar inn sem höfðu í för með sér aukin umsvif hjá skólastjórum og væntanlega hafa fáir eða engir fengið lögboðið sumarfrí! Annar viðburður hjá skólastjórafélaginu á árinu var námstefnan og aðalfundur- inn. Á fundinum var eitt aðalmálefnið framkvæmd á nýjum kjarasamningi og túlkun á einstökum greinum hans. Það er eðlilegt að ýmis atriði geti orkað tvímælis þegar gerðar eru gagngerar breytingar á kjarasamningi, eins og var hjá okkur og FG, en hins vegar er slæmt fyrir allt samstarf innan skóla ef ekki er hægt að fá skýr svör varðandi málefnin. Því miður hafa komið upp all mörg mál þar sem túlkun launanefndar sveitarfélaga og SÍ stangast á og er verið að vinna að lausn þeirra. Í samningunum lögðum við aðaláherslu á tvö atriði, hækkun grunnkaups og minni kennsluskyldu. Þau atriði tel ég að hafi náðst fram. Flestir félagar okkar hækkuðu verulega í grunnkaupi og kennsluskylda hefur minnkað. Auðvitað er þetta þó málefni sem verður að bæta enn frekar í næstu kjara- samningum. Aðrir samningar sem sveitarfélögin höfðu/hafa gert við sína skólastjóra er svo annað mál og kom hvergi inn í heildarsamninga. Einungis var bókun um það að sérsamning- ar sveitarfélaga við skólastjóra og kennara mundu falla úr gildi 1. ágúst enda eðlilegt þar sem þeir voru margir hverjir bundnir ákvæðum fyrri samnings. Um það að ekki sé leyfilegt að gera nýja sérsamninga er hvergi stafur í kjarasamningi enda einkamál hvers og eins. Allir samningar eru lágmarks- samningar og svo er vinnuveitendum í sjálfs vald sett hversu vel þeir gera við starfsmenn sína. Sú kerfisbreyting sem gerð var með nýjum kjarasamning- um er ætluð til að efla allt skólastarf, auka sveigjanleika og sjálfstæði hvers skóla, og ég vona svo sannarlega að sú ætlun nái fram að ganga þrátt fyrir einhverja hnökra í byrjun. Til þess að auka upplýsingaflæði milli allra innan SÍ stefn- um við að því að setja stutta pistla á heimasíðu okkar u.þ.b. hálfsmánaðarlega og svo hvet ég félagsmenn til að hafa sam- band við okkur í stjórn og starfsmann á skrifstofu svo að við fáum að heyra álit ykkar á hinum ýmsu málum. Stöndum vörð um hagsmuni okkar um leið og við leggjum okkur fram um að gera gott skólastarf enn betra. Lifið heil! Hanna Hjartardóttir formaður SÍ Grunnskóli Í tilefni liðins árs

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.