Skólavarðan - 01.01.2002, Page 25

Skólavarðan - 01.01.2002, Page 25
Kjaramál 26 Með bréfi í júní 2001 fram- seldi fjármálaráðherra skól- unum sjálfum umboð til framkvæmdar kjarasamn- inga í framhaldsskólum. Með þessu færast framhaldsskól- ar nær fyrirkomulagi hjá öðr- um stofnunum ríkisins og þurfa að feta fyrstu skrefin inn á braut dreifstýrðrar samningagerðar um störf og kjör kennara, námsráðgjafa og skólastjórnenda annarra en skólameistara. Hlutverk samstarfsnefnda er skil- greint í gildandi kjarasamningi en þar segir m.a. að þær hafi það hlutverk að fjalla um forsendur starfaflokkunar og röðunar starfa í launaflokka og koma á sáttum í ágreiningsmálum sem rísa kunna út af samningi þessum. Í samstarfsnefndum eiga sæti tveir fulltrúar frá hvorum samningsaðila eða með öðrum orðum tveir fulltrúar kenn- ara sem sitja í umboði stéttarfélagsins og tveir fulltrúar skólameistara sem sitja í umboði ríkisins eða fjármálaráð- herra. Í kjarasamningnum er skýrt kveð- ið á um fyrirkomulag nefndastarfsins og skyldur aðila sem hafa í raun tekið á sig allar sömu skyldur og áður voru ræktar í einni miðlægri samstarfsnefnd stéttar- félagsins og fjármálaráðuneytis. Þetta er eitthvert stærsta viðfangsefni í félags- og kjaramálum sem Félag framhaldsskólakennara hefur tekist á hendur til þessa og skiptir miklu hvern- ig til tekst. Stjórnendur framhaldsskóla jafnt sem kennarar fá þarna hlutverk brautryðjenda og jafnframt nýjar starfs- skyldur. Samstarfsnefnd KÍ og fjármálaráðu- neytis enn að störfum Samstarfsnefnd KÍ og fjármálaráðu- neytis, sem hefur í áraraðir túlkað kjara- samninga framhaldsskólans og eftir at- vikum gert samkomulag um nauðsynleg mál á hverjum tíma, er enn að störfum skv. sérstakri ákvörðun samningsaðila sem er svohljóðandi: Til að tryggja umræðuvettvang fyrir þau álitamál sem upp kunna að koma við innleiðingu nýs launakerfis, eða annarra atriða, mun núverandi samstarfsnefnd starfa áfram þar til að- ilar meta það svo að þess sé ekki sérstök þörf. Sérstaklega skal þó undirstrikað að gamla samstarfsnefndin er ekki yfirnefnd, sem samstarfsnefndir í einstökum fram- haldsskólum geta skotið málum til, en borið hefur á misskiln- ingi um það. Nefndin hefur þó haft ærinn starfa á fyrsta ári nýs kjarasamnings, m.a. vegna miklu fleiri vandamála er tengjast grunnröðun en samningsaðila óraði fyrir en einnig vegna framkvæmdar ýmissa annarra ákvæða kjarasamnings- ins, svo sem um sölu á hluta af kennsluskylduafslætti sl. sum- ar og um kjarasamninga vegna sérkennslu í framhaldsskólum. Varðandi spurningar er upp kunna að koma vegna starfa í samstarfsnefndum einstakra framhaldsskóla, til dæmis um vinnubrögð, skyldur og viðfangsefni sem liggja fyrir eða þvíumlíkt, er mikilvægt að fulltrúar félagsmanna KÍ leiti til Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í fram- haldsskólum um aðstoð og ráðgjöf sem veitt er í umboði Kennarasambandsins en fulltrúar skólanna til fjármálaráðu- neytis sem er hinn samningsaðilinn. Viðfangsefni samstarfsnefnda vegna kjarasamnings frá 7. janúar 2001 Kjarasamningur framhaldsskólans inni- heldur nú í fyrsta skipti ákvæði sem út- færa skal og semja um í einstökum fram- haldsskólum. Vettvangur þeirrar samn- ingagerðar er samstarfsnefndirnar sem nú hafa hafið störf í flestum eða öllum framhaldsskólum. Samstarfsnefndirnar eru því annars vegar fastur vettvangur í hverjum fram- haldsskóla sem tekur til dæmis á ágrein- ingi um eða túlkun á kjarasamningi, ým- ist að eigin frumkvæði eða vegna erinda sem berast nefndinni í hverjum skóla, en hins vegar eru þær vettvangur til að fjalla um og gera samkomulag um störf, starfs- kjör og launakjör sem tengjast beinlínis markmiðum og einstökum greinum nýs kjarasamnings og breytingum á samspili kjarasamnings og reglugerða sem áttu sér stað sem hluti af kjarasamningsgerð framhaldsskólans kringum áramótin 2001. Í inngangskafla kjarasamnings fram- haldsskólans eru samningsaðilar m.a. sammála um að endurskoða skipan starfa og stjórnkerfi framhaldsskóla og að en- durskilgreina störf kennara og stjórnenda og er yfirlýstur tilgangur þessara aðgerða og fleiri nýmæla sá að laga starfsemi skólanna að nýju starfsumhverfi sem grundvallast á lögum, reglugerðum, nýrri aðalnámskrá og nýjum kjarasamningi. Samhliða kjarasamningsgerðinni voru gefnar út nýjar reglu- gerðir, m.a. um störf kennara og faglegra stjórnenda og um ýmsa starfsþætti sem tilheyra innra starfi skóla og geta verið breytilegir. Í kjarasamningnum sjálfum er að finna ákvæði sem eru sniðin að þessum nýmælum um að flytja hluta af ákvarðana- töku um störf og kjör út í skólana. Kjarasamningsgreinarnar sem í daglegu tali ganga undir heitinu ,,stofnanahluti kjara- Framhaldsskóli Samstarfsnefndir um framkvæmd kjarasamninga í öllum framhaldsskólum Varðandi spurningar er upp kunna að koma vegna starfa í sam- starfsnefndum einstakra framhaldsskóla, til dæmis um vinnubrögð, skyldur og viðfangsefni sem liggja fyrir eða þvíumlíkt, er mikilvægt að fulltrúar félags- manna KÍ leiti til Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum um aðstoð og ráðgjöf sem veitt er í umboði Kenn- arasambandsins en full- trúar skólanna til fjár- málaráðuneytis sem er hinn samningsaðilinn.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.