Skólavarðan - 01.01.2002, Page 26

Skólavarðan - 01.01.2002, Page 26
samnings framhaldsskóla“ fjalla um tvö svið. Annars vegar ráðningu kennara til að gegna störfum öðrum en kennslu, svo sem faglegri stjórnun ýmiss konar og innra starfi sem varðar ýmsa þjónustu og aðstoð við nemendur, skólaþróun o.fl. en um störfin er vísað beint í nýja reglugerð um starfslið fram- haldsskóla sem að ofan er getið. Hins vegar er svo fjallað um forsendur fyrir launaröðun félagsmanna KÍ í framhaldsskólum umfram miðlæga grunnröðun samkvæmt kjarasamningi aðila. Misvel miðar í starfi samstarfsnefnda Óhætt er að segja að framhaldsskólum gangi misvel að fóta sig við nýjar aðstæður. Í nokkrum skólum voru samstarfs- nefndir stofnaðar strax á útmánuðum 2001 og gengið frá samkomulagi til lengri og skemmri tíma á nokkrum stöðum, einkum í stærri skólum, og er þar yfirleitt fyrst og fremst fjallað um nýja uppröðun eða flokkun og skilgreiningu starfa og starfskjör vegna þeirra, bæði vinnutíma, launaröðun umfram grunnröðun og ráðningartíma. Í fáeinum skólum er grein um kennslu og kennslutengd störf komin til framkvæmda en hún fjallar um einstaklingsbundnar forsendur fyrir launaröðun kennara umfram grunnröðun. Miklu skiptir að stjórnendur framhaldsskóla sýni framsýni og kjark og knýi á um auknar fjárveitingar umfram það sem kenn- urum tókst með samstilltu átaki að veita til framhaldsskólans beint í gegnum ákvæði kjarasamningsins. Miklu skiptir einnig að kennarar í samstarfsnefndum vinni fagmannlega að því að semja um vinnutíma og launakjör fyrir þau sérhæfðu verkefni sem kjarasamningurinn og ný reglugerð um starfslið fram- haldsskóla skilgreina auk þess að ýta úr vör framkvæmd á kjarasamningsákvæðum um mat á kennslu og kennslutengd- um þáttum eða einstaklingsmati til viðbótarlaunaröðunar um- fram grunnröðun samkvæmt kjarasamningi. Elna Katrín Jónsdóttir Formaður FF Kjaramál 27 Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands hefur ákveðið að sækja að þessu sinni ekki um styrki til endurmenntunarsjóðs menntamálaráðuneytis til að halda einstök námskeið heldur leitast við að verða við óskum skóla- og fræðsluskrifstofa um kennslu og leiðsögn á þeim námskeiðum sem þar eru ákveðin. Þetta kemur fram í bréfi sem Ólafur H. Jóhannsson for- stöðumaður Símenntunarstofnunar KHÍ hefur ritað fræðslu- og skólaskrifstofum og skólastjórum grunnskóla. Í bréfinu er vakin athygli á því að Símenntunarstofnun KHÍ bjóði fram fjölbreytta fræðslu og ráðgjöf fyrir starfsfólk grunn- skóla. Þróunin undanfarin ár hafi orðið sú að símenntun færist í auknum mæli til skólanna sjálfra og fari fram á starfstíma skóla. Af þessum ástæðum hafi verið tekin ákvörðun um að sækja að þessu sinni ekki um styrk úr endurmenntunarsjóði menntamálaráðuneytis til að halda sérstök námskeið. Einnig er bent á að erfitt sé að velja úr tiltekin námskeið sem Símenntunarstofnun fengi styrki til að bjóða fram á nið- urgreiddu verði eða þátttakendum að kostnaðarlausu en önn- ur væru seld á kostnaðarverði. Tekið er fram að umrædd til- högun hafi verið kynnt á fundi samráðsnefndar Kennarasam- bandsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og menntamála- ráðuneytis. Upplýsingar um þjónustu sem í boði er á vegum Kennaraháskólans er að finna á vefsíðu Símenntunarstofnun- ar: http://simennt.khi.is/ Símenntunarstofnun KHÍ stendur ekki fyrir einstökum námskeiðum Bókaflokkurinn Tölur - magn - verðmæti er ætlaður nemendum í framhaldsskólum og fullorðinsfræðslu sem ráða ekki við flókna stærðfræði og fólki með stærðfræðiörðug- leika (dyscalculia). Námsefnið miðar að því að kenna nemendum að beita undirstöðuat- riðum reikningsaðgerða. Menntamálaráðu- neytið veitti styrk til gerðar námsefnisins. Útgefandi er Klingenbergs-útgáfan en á vegum hennar hefur einnig verið gefið út kennsluspil sem leggur áherslu á þjálfun í meðferð peninga á aðgengilegan hátt og er það ætlað sama aldurshópi og námsefnið Tölur - magn - verðmæti. Kennslupeningar sem Námsgagnastofnun gefur út eru notað- ir við úrlausn verkefnanna. Höfundur er Helgi Jósefsson sérkennari og aðstoðarskólastjórnandi Full- orðinsfræðslu fatlaðra á Norðurlandi. Hann selur sjálfur kennslugögnin, símar eru 462 5456 og 862 4433, netfang helgijo@ismennt.is Námsgögn Tölur - magn - verðmæti Frétt i r Í 9. tbl. Skólavörðunnar 2001 birtist viðtal við Þorgerði Sveinsdóttur sem átti sjötíu ára út- skriftarafmæli sem kennari sl. vor. Þau mis- tök urðu að ábendingar Þorgerðar við yfir- lestur viðtalsins komust ekki til skila. Í viðtal- inu kemur fram að Þorgerður sé ein á lífi af nítján útskriftarnemendum en eins og hún benti á í yfirlestri er þetta ekki rétt. Skóla- varðan biður alla hlutaðeigandi innilega af- sökunar á þessum mistökum. Leiðrétting Þing KÍ verður haldið dagana 8.-9. mars í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í Reykja- vík. Yfirskrift þingsins er Kennsla - aðlaðandi ævistarf. Aðalfundir FG, FF og FL verða haldnir á undan þinginu. Undirbúningur fyrir þing og aðalfundi er í fullum gangi og félagsmenn eru minntir á heimasíðu KÍ en þar er að finna nýjustu fréttir hverju sinni. Þing KÍ

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.