Skólavarðan - 01.09.2002, Qupperneq 10

Skólavarðan - 01.09.2002, Qupperneq 10
„Sjúkrasjóður Kennarasambands Íslands er sérstakur, sjálfstæður sjóður og sjóð- félagar eru þeir sem greitt er fyrir í sjóðinn af atvinnurekendum,“ segir María Norð- dahl starfsmaður sjóðsins en ásamt henni vinnur Ómar Árnarson fyrir sjóðinn. „Vinnuveitendur hófu greiðslur þann 1. janúar 2001 og um hálfu ári síðar var sjóð- urinn orðinn nógu burðugur til að hægt væri að byrja að veita úr honum.“ Hægt er að sækja um styrk úr sjúkrasjóði hvenær sem er. Að sögn Maríu fer afgreiðslutími umsókna aldrei yfir einn mánuð ef öll gögn eru í lagi og yfirleitt er greitt út tvisvar til þrisvar í mánuði. Fylgir því mikil pappírsvinna að sækja um úr sjóðnum? „Nei, þetta er mjög einfalt umsóknar- ferli. Einungis þarf að fylla umsóknareyðu- blaðið samviskusamlega út og skila frum- ritum kvittana og einnig læknisvottorðum þegar það á við,“ segir María. „Umsóknar- eyðublöð eru á heimasíðu KÍ, hér á skrif- stofunni á Laufásvegi 81 og einnig er hægt að nálgast þau hjá trúnaðarmönnum.“ Vegna hvers er hægt að sækja um greiðslur úr sjóðnum? „Sjúkrasjóður styður fyrst og fremst sjóðfélaga en þó er hægt að sækja um sjúkradagpeninga vegna veikinda maka og barna undir átján ára aldri og útfararkostn- að vegna barna yngri en átján ára. Stjórn sjóðsins leggur áherslu á að hann sé fjöl- skylduvænn eins og þessar styrkveitingar endurspegla,“ segir María. „Fyrir utan sjúkradagpeninga eru fjórir greiðsluflokkar sem skilgreina veitingar úr sjóðnum. Þeir eru meðferðarflokkur, fyrirbyggjandi flokkur, útfararstyrkur og loks er veittur styrkur vegna dvalar á Heilsustofnuninni í Hveragerði.“ Meðferðarflokkur Geturðu útskýrt nánar hvað felst í flokkun- um, hverjum fyrir sig? „Já, áberandi mest er sótt um styrk vegna einhvers sem fellur undir meðferðarflokk- inn. Þar er um að ræða til dæmis sjúkra- þjálfun og sjúkranudd. Til að byrja með fékk fólk 700 krónur fyrir hvert skipti hjá sjúkraþjálfara, sjúkranuddara, hnykkjara, iðjuþjálfa eða talmeinafræðingi, en við höf- um nú hækkað þessar greiðslur upp í 1000 krónur þar sem það var mat stjórnar að sjóðurinn þyldi þá hækkun. Langmest er sótt um styrki vegna sjúkraþjálfunar. Vegna meðferðar hjá dýrari meðferðaraðilum, eins og sálfræðingum, hækkuðum við greiðslur úr 700 krónum upp í 2500 krónur fyrir hvert skipti. Í meðferðarflokknum eru styrkt allt að 15 skipti á hverju 12 mánaða tímabili. Mér heyrist að tími hjá sálfræð- ingi kosti á bilinu 3500-5500. Það er full ástæða til að benda fólki á þennan mögu- leika sem lítt hefur verið nýttur hingað til.“ Hvað með meðferð hjá geðlækni? „Við veitum ekki til hennar þar sem hún er nú þegar niðurgreidd af hinu opinbera.“ Fyrirbyggjandi flokkur „Undir þennan flokk fellur til dæmis endurgreiðsla vegna krabbameinsskoðunar. Vonandi munu allar konur sækja um þetta þegar þær eru boðaðar í skoðun annað hvert ár en styrkurinn gildir að sjálfsögðu fyrir allar fyrirbyggj- andi krabbameinsrannsóknir. Undir þennan flokk fellur líka áhættumatsskoðun hjá Hjarta- vernd en ekki hefur mikið verið sótt um styrk vegna hennar. Fólk virðist ekki fara mikið af eigin hvötum í þessa skoðun, því mið- ur. Hún kostar 4930 krónur og við greið- um hana að fullu. Í þessum flokki þarf ekki að framvísa vottorði með umsókn,“ segir María. Aðrir flokkar „Sjúkradagpeningar eru hugsaðir fyrir sjóðfélaga sem hafa þegar fullnýtt veikinda- rétt sinn og eru komnir út af launaskrá, einnig til að brúa bil fram að lífeyris- eða örorkugreiðslum ef fólk er komið í þá stöðu að geta ekki snúið til starfa að nýju. Veittar eru 120 þúsund krónur á mánuði í allt að 270 daga. Þá eru sjúkradagpeningar veittir í allt að 120 daga vegna alvarlegra veikinda barna eða maka. Þessi réttur hefur tvisvar verið nýttur. Sem betur fer hefur enginn sótt um útfararstyrk vegna barns en nokkrir sjóðfélagar hafa látist og þá eru greiddar 200 þúsund krónur til lögerfingja. Einnig geta lögerfingjar fyrrverandi sjóð- félaga sótt um útfararstyrk séu ekki liðin meira en tvö ár frá því hann hætti störfum og þá eru veittar 100 þúsund krónur. Loks er það Heilsustofnunin í Hvera- gerði. Sjóðurinn styrkir félaga með 1000 krónum á dag í allt að 20 daga, en heildar- kostnaður við dvöl er á bilinu 2200 til rúm- lega 3000 á dag ef ég man rétt.“ Á áttunda hundrað umsókna Umsóknir um styrk úr sjúkrasjóði eru orðnar rúmlega 730 talsins til þessa dags, að hluta til sækir sami einstaklingur um oftar en einu sinni. „Við höfum ekki synjað mörgum,“ segir María, „enda sækir fólk al- mennt ekki um nema hafa kynnt sér regl- urnar áður. En í upphafi þurftum við að synja nokkuð mörgum sem sóttu um aftur í tímann. Því miður höfum við einnig þurft að synja styrkumsóknum vegna lyfjakaupa og ferðakostnaðar. Auðvitað er vilji til að styrkja sem allra mest en það er ekki góð fjármálastjórn að standa frammi fyrir sjóðþurrð. Einhver varasjóður verður ávallt að vera fyrir hendi, til dæmis vegna hamfara eða farsótta. Í út- hlutunarreglum er að finna ákvæði um að unnt sé að bregðast við slíku. Hlutverk stjórnar er að verða við óskum félagsmanna eins og kostur er og gæta fjár- muna sjóðsins og ávaxta með sem bestum hætti. Það er alltaf spurning hvernig best sé að þróa svona sjóði en grunnleiðirnar eru tvær; að styrkja sem flesta í sem flestu eða færri og þá meira. Við höfum valið fyrri leiðina. Best er að geta afgreitt allt sem reglurnar rúma. Í upphafi var reiknað út hverju sjóðurinn gæti staðið undir en núna virðist okkur að hann þoli meira en fyrstu Sjúkras jóður KÍ 12 Hinn nýi sjúkrasjóður Kennarasam- bands Íslands, sem byrjað var að veita úr í sumarlok á síðastliðnu ári, er nú þegar farinn að standa sam- bærilegum sjóðum á sporði. Metnað- ur sjóðsstjórnar er mikill og reglur sjóðsins eru endurskoðaðar tvisvar á ári með tilliti til fenginnar reynslu, enda sjóðurinn ungur og í mótun. Strax orðinn öflugur „Hlutverk stjórnar er að verða við óskum félagsmanna eins og kostur er og gæta fjármuna sjóðsins og ávaxta með sem bestum hætti. Það er alltaf spurning hvernig best sé að þróa svona sjóði en grunn- leiðirnar eru tvær; að styrkja sem flesta í sem flestu eða færri og þá meira. Við höfum valið fyrri leiðina.“ Stjórn sjúkrasjóðs: Svava Pétursdóttir, Heiðarskóla Heiða Björk Rúnarsdóttir, Kópasteini Ingvar Ingvarsson, Brekkubæjarskóla Kristín Stefánsdóttir, Tónlistarskóla Kópavogs Sigrún Toby Herman, Menntaskólanum í Reykjavík

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.