Skólavarðan - 01.09.2002, Page 17
hugtakið umhverfisvænn felur í sér, en
okkar starf er að gera þetta að eðlilegum og
sjálfsögðum þætti í lífinu og kenna þeim að
læra að þekkja hugtökin og táknin,“ segir
Anna Borg.
„Í leikskólanum eru um eitt hundrað
börn og starfsfólk er um þrjátíu manns.
Þrátt fyrir þennan fjölda hefur sá árangur
náðst að aðeins fer ein og hálf tunna af
rusli frá leikskólanum á tíu daga fresti sem
er frábært! Allt annað er endurnýtt eða far-
ið með það í endurvinnslu. Krakkarnir á
Norðurbergi eru óþreytandi þegar kemur
að umhverfisvernd, þau flokka og skola
fernur sem þau skila í grenndargáma og
þau fylgjast með hvernig maturinn brotnar
hægt og rólega niður og verður að moltu,
að jarðvegsbæti fyrir gróðurinn í garðinum.
Börnin rækta sitt eigið grænmeti, nýta vel
pappír og vinna með hluti úr umhverfinu í
listakróknum án þess að ganga á náttúruna.
Þau eru meira að segja með fjöru í fóstri
og svona mætti lengi telja.
„Á hverri deild eru ílát til flokkunar. Þar
er Svangi Mangi, fata sem „borðar“ matar-
afganga, en hann er á endanum tæmdur í
tunnuna fyrir lífrænan úrgang. Önnur fata
er fyrir ólífrænan úrgang. Það er svo hlut-
verk barnanna að tæma föturnar, þau
skiptast á um að vera umsjónarmenn og
koma grænmetis- og ávaxtaleifunum eða
kjöti og fiski í safnkassana. Þannig eru þau
þátttakendur frá upphafi til enda.
„Mikið og gott starf hefur verið unnið á
Norðurbergi og skólinn hlotið viðurkenn-
ingar í umhverfismálum. Þeir sem hafa á-
huga á að kynna sér betur starfið sem þarna
fer fram er bent á skýrslu um þróunarverk-
efni skólans, sem kom út árið 1998, og
skýrslu um ferðina til Danmerkur og Sví-
þjóðar frá 2000 eða að setja sig í samband
við leikskólann Norðurberg, því að hvort
sem við erum börn eða fullorðin er upp-
lifunin sterkust.
Steinunn Þorsteinsdóttir
Umhverfismennt í le ikskólum
20
Umhverfismennt í grunnskólum
Grænfáninn
veittur Fossvogsskóla
Grænfáninn er, eins og segir á heimasíðu
Landverndar sem veitir fánann, „umhverf-
ismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu
sem tákn um góða fræðslu og umhverfis-
stefnu í skólum. Markmið verkefnisins er
að efla vitund nemenda, kennara og ann-
arra starfsmanna skólans um umhverfis-
mál.“ Á heimasíðunni segir ennfremur að
„skólar geta sótt um Grænfánann ef þeir
taka þátt í og ljúka verkefni sem miðar að
því að efla vitund nemenda, kennara og
annarra starfsmanna skólans um umhverfis-
mál.“
Í vor fengu þrír skólar Grænfánann; Sel-
ásskóli í Reykjavík, Fossvogsskóli í Reykja-
vík og Andakílsskóli í Borgarfirði. Ljós-
myndari Skólavörðunnar heimsótti Foss-
vogsskóla og tók myndir á hátíðarsýningu
þegar starf nemenda um veturinn var sýnt
og kynnt og auðvitað var Grænfáninn dreg-
inn að húni. Forsíðu Skólavörðunnar að
þessu sinni prýðir mynd af sýningunni, en
verkefnisstjóri þemavinnu nemenda var
Auður Þórhallsdóttir deildarstjóri við skól-
ann.
Auður Þórhallsdóttir verkefnisstjóri
sýnir vinnu nemenda.