Skólavarðan - 01.05.2003, Side 6

Skólavarðan - 01.05.2003, Side 6
Kristján: Stig af stigi er upprunnið í Seattle í Bandaríkjunum en mörg Evrópu- lönd hafa á undanförnum árum tekið upp kennslu þess vegna þess hve efnið er að- gengilegt og kennsla og kennsluundirbún- ingur auðveldur. Þar að auki hafa endurteknar rannsóknir sýnt marktæk áhrif kennslunnar á hegðun barna og samskipti. Stig af stigi er samið af Kathy Beland fyrir Commitee for Children, óháða sjálfseignarstofnun í Bandaríkjunum, veffang: www.cfchildren. org. Þýðandi er Þórir Jónsson kennari á Ólafsfirði. Námsefnið skiptist í þrjá pakka: Í ágúst 2002 var gefinn út pakki fyrir 4-6 ára börn. Pakkinn fyrir 7-8 ára börn kemur út síðar á árinu 2003. Og stefnt er að því að gefa út pakkann fyrir 9 - 10 ára árið 2004. Nú þeg- ar hafa 30 grunn- og leikskólar á Íslandi tekið upp kennslu með Stig af stigi og 20 til viðbótar hafa pantað efnið og réttinda- námskeið í lok þessa skólaárs og byrjun þess næsta. Markmiðið með kennslunni í Stig af stigi er að kenna börnunum: • að skilja aðra og láta sér lynda við þá • að leysa úr vanda og nota til þess félagslegan skilning • að kunna að umgangast reiði og draga úr æsingi Stig af stigi er auðveld leið til að ræða tilfinningar, æfa börn í að leysa úr vanda og kenna þeim aðferðir sem draga úr árásar- hneigð. Mikilvægt er að byrja snemma á að kenna börnum að hafa stjórn á sér og sýna félagslega hegðun. Efnið fær kennurum í hendur hnitmiðaðar aðferðir við að kenna börnum félagslega hegðun. Rannsóknir hafa sýnt að þeir kennarar sem leitast við að kenna nemendum sínum jákvæða félags- lega hegðun þurfa sjaldnar að fást við hegðunarerfiðleika en aðrir. Mikilvægur grunnur að samskiptafærni barna er lagður í leikskólum og strax þar mótast venjur sem leiða til hegðunar- og aðlögunarvanda í grunnskóla, en hegðunar- og aðlögunar- vanda er sem kunnugt er vaxandi vandamál í skólum landsins. Lögð er áhersla á samstarf við foreldra í þjálfun barnanna, því mikilvægt er að börnin mæti sömu viðhorfum heima og í skóla og að þau fái sömu leiðbeiningar á báðum stöðum. Ef foreldrar og kennarar hafa sömu áherslur eru mestar líkur á að þjálfunin beri árangur. Stig af stigi I hefur verið mjög vel tekið og jafnt leik- sem grunnskólar og foreldrar barnanna hafa lokið lofsorði á efninu. Efnið er auðvelt í kennslu og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á árangur af þjálfuninni. Safnað hefur verið rannsóknargögnum um árangur kennslunnar í þeim fimm grunnskólum og sex leikskólum sem tóku þátt í að þróa efn- ið hérlendis, en enn hefur ekki fengist nægt fé til að vinna úr þessum gögnum. Iðavöllur: Þetta verkefni hefur verið í gangi síðan haustið 2001. Fyrst á elstu deild en síðan bættist næsti árgangur við veturinn 2002-2003. Enginn einn verkefn- isstjóri hér hefur séð um verkefnið en Reynir-ráðgjafastofa heldur utan um þróun verkefnisins hér á Akureyri. Þrír kennarar kenna efnið eins og er í leikskólanum. Hvutti hvatvísi og Snigill staðfasti eru börnunum til aðstoðar í verkefninu. Náms- efnið samanstendur af þremur þáttum, í fyrsta þættinum er fjallað um innlifun (samkennd) og börnin læra: • að lesa svipbrigði og líkamstjáningu hjá öðrum • að geta séð hlutina frá sjónarhorni annarra og sett sig í spor þeirra • að koma til móts við tilfinningar annarra • að orða tilfinningalegar upplifanir • að fólk geti sýnt mismunandi tilfinningar við mismunandi aðstæður • að sýna umhyggju og finna til samúðar með öðrum. Annar þáttur fjallar um hvernig hægt er að leysa vandamál stig af stigi og hafa stjórn á hvatvísi. Þessi hluti samanstendur af fimm skrefum sem notuð eru til þess að leysa vandamál sem upp koma í daglegum samskiptum. Til þess að auðvelda yngri börnum að tileinka sér þessa hæfni hafa þessi fimm stig verið sett saman í þrjá flokka: stoppa, bíða, halda áfram og eru þá notuð veggspjöld með umferðaljósunum. Í byrjun eru börnunum sagðar sögur þar sem upp kemur eitthvert vandamál, síðan reynir hópurinn í sameiningu að leysa vandamálið þannig að allir verði sáttir. Seinna eru svo börnin hvött til þess að gera slíkt hið sama þegar upp koma vandamál í daglegu lífi. Í síðasta hlutanum læra börnin sjálf- stjórn og að hafa stjórn á reiði. Þá er t.d. fjallað um hvernig hægt er að bregðast við árásargirni. Börnin læra þá aðferðir til þess að stjórna skapi sínu. Með æfingu læra börnin að taka eftir þeim merkjum líkam- ans sem gefa til kynna að þau eru reið og þær aðstæður sem kalla fram reiðina. Börn- unum er kennt að róa sig niður og nota já- kvæða sjálfsþekkingu og streitulosandi að- ferðir til að koma í veg fyrir stjórnlausar reiðitilfinningar. Kennsluefn i í l í fs le ikn i Stig af stigi er vandað kennsluefni til að efla félags- og tilfinningaþroska barna á aldrinum 4-10 ára. Kristján M. Magnússon sálfræðingur hjá Reyni- ráðgjafastofu á Akureyri hefur séð um útgáfu efnisins á íslensku og hann tók því ljúflega að kynna Stig af stigi í stuttu máli fyrir lesendum Skólavörðunnar. Auk þess er gripið niður í námskrá Iðavallar á Akureyri, en síðar eru fyrirhuguð viðtöl við leik- skólakennara sem vinna með þetta kennsluefni. Stig af stigi 7 Börnin á Iðavelli flykkjast í kringum Hvutta hvatvísa og Snigil staðfasta. „Rannsóknir hafa sýnt að þeir kennarar sem leitast við að kenna nemendum sínum jákvæða félagslega hegðun þurfa sjaldnar að fást við hegðunarerfiðleika en aðrir“, segir Kristján M. Magnússon.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.