Skólavarðan - 01.05.2003, Side 7

Skólavarðan - 01.05.2003, Side 7
Gagna var einkum aflað með viðtölum við kennara skólans. Skólinn, sem fékk nafnið Brekknaskóli, er að því leyti erfiðari en flestir grunnskólar í Reykjavík að óvenju margir nemendur, eða um þriðjungur, þurfa sérkennslu eða sérstuðning. Hér verður sagt frá þeim hluta niðurstaðna sem varðar nemendur og foreldra í vanda og um áhrif þess á líðan kennara. Skólahverfið Skólahverfið hefur þá sérstöðu, að mati kennara, að þar eru óvenju margar félags- legar leiguíbúðir. Þar búa margir af þeim sem erfiðast eiga uppdráttar í samfélaginu. Tæplega fjórðungur af félagslegu leiguhúsnæði borgarinnar, eða yfir 200 leiguíbúðir, er í þessu hverfi (Árbók Reykjavíkur 1999). Einstæðir foreldrar eru þar fleiri en í öðrum hverfum. Þar búa um 900 börn hjá einstæðu foreldri og er það nálægt 200 börnum fleiri en í því hverfi sem næst kemur (sama heim- ild). Meðal fjölskyldutekjur eru lágar og meirihluti íbúanna hefur stutta skólagöngu að baki (Elsa Reimarsdóttir og Hildur Björk Svavarsdóttir, 1999). Í þessu hverfi búa einnig velmegandi fjölskyldur sem eru sjálfum sér nógar. Margt af því fólki er búið að koma upp börnum sínum og þar er lítil endurnýjun. Sú fjölgun barna sem verður í skólahverf- inu er, að sögn kennara, mest í félagslegu leiguíbúðunum. Þá er ekki óalgengt að fjölskyldur utan af landi, sem hafa átt erfitt þar, flytjist í hverfið og fólki af erlendum uppruna fjölgar þar einnig. Brekknaskóli Brekknaskóli er heildstæður grunnskóli af meðalstærð. Snemma kom í ljós að þar voru margir nemendur sem þurftu sér- kennslu og ýmiss konar séraðstoð og skar skólinn sig úr öðrum skólum í þeim efnum. Kennararnir þurftu því nánast frá upphafi að takast á við ýmis vandamál umfram það sem algengast er í skólum. Þeir létu fljótt til sín taka og knúðu á um lausnir. Með ýmsum úrræðum tókst lengi vel að koma til móts við þarfir nemenda og skólastarfið gekk vel að mati kennara, en síðari árin hefur sigið á verri veg. Veturinn áður en rannsóknin var gerð var sótt um sérkennslu fyrir 44% af nem- endum skólans og var ástæðan í 73,4% til- fella „félags- eða tilfinningaerfiðleikar“ (heimildir úr gögnum skólans). Brekkna- skóli hefur í mörg ár verið með langflest sex ára börn sem þurfa á mikilli aðstoð að halda. Haustið sem rannsóknin hófst þurftu fimmtán nemendur í hópi byrjenda, eða um þriðjungur, verulegan stuðning. Um helmingur þeirra átti við afar mikinn félagslegan vanda að etja. Nemendum hefur fækkað í Brekknaskóla en börnum með sérþarfir hefur fjölgað hratt, einkum síðustu árin. Við það jókst vandi skólans sem var, að mati kennara, ekki í stakk búinn til að veita þeim öllum viðeigandi kennslu og þjónustu. Við þessa þróun breyttist nemendasamsetningin. Kennararnir eru nú með „allt, allt öðruvísi nemendur í höndunum“ sagði einn þeirra og bætti við að þegar hann byrjaði að kenna hefði verið talað um að svona 20% í bekk væru börn sem þyrfti að taka sérstakt tillit til en nú væri þetta alveg öfugt. Annar kennari segir að skólastarfið hafi farið „hratt niður á við“. Áður hafi þeim tekist að „halda í við og taka á ýmsum málum en nú sé þetta ... komið út yfir öll mörk“, að skólinn standi nú frammi fyrir vanda sem hann ráði ekki við. Nemendur í vanda Nemendum Brekknaskóla hefur mörg- um reynst erfitt að tileinka sér hefðbundið skólanám. Það er skoðun kennaranna að vandi þeirra sé fyrst og fremst vegna ytri aðstæðna. Þeir tala um aðhaldsleysi heimila sem komi fram í mörgu, svo sem „hegðun, námsárangri, vinnubrögðum og líðan“ nemenda. Þá er talað um vanlíðan barna „út af slæmri meðferð og illri umhirðu“ og að sum börnin séu illa sofin og jafnvel svöng. Vandi nemenda er margvíslegur og að sögn eru málin sem kennararnir þurfa að fást við „miklu, miklu þyngri en hér áður fyrr“. Þeir segja að erfiðustu málin eigi heima á geðdeild en ekkert pláss sé fyrir þau þar. „Það er margra mánaða bið á greiningarstöðina BUGL (barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans)“, segir einn kennaranna og bætir við: ,,Þessi börn eiga alveg óskaplega bágt“. Annar segir að það sé löngu komið út fyrir allt sem eðlilegt geti talist að senda mjög veika einstaklinga inn í skólann. Kennarar sem hafa kennt við aðra skóla gera samanburð og segja muninn „gríðar- legan“ og að það hafi verið ,,algert sjokk“ að koma í Brekknaskóla, bæði vegna þess hvað vandamálin voru mörg og nemendur „miklu slakari“. Einn kennarinn telur hugsanlega skýringu á slökum árangri nemenda þá, að foreldrar þessara barna hafi sjálfir skamma skólagöngu að baki og þekki kannski ekki annað líf en „basl og að vera á bótum“, svo virðist sem fólkið „þori ekki að vona að það geti vænst einhvers annars“. Það hafi því ekki sama metnað og aðrir fyrir hönd barna sinna. Rétt er að taka fram að foreldrar barna í Brekkna- skóla eru ekki einsleitur hóp- ur. Í foreldrahópnum er fólk sem styður vel við skólastarfið og nám barna sinna. Þar er líka fólk sem á erfitt með að axla ábyrgð foreldrahlutverksins og verða við kröfum skólans. Það er fyrst og fremst sá hópur foreldra sem rætt er um hér. „Upp fyrir haus“ Kennararnir segja samstarfið við foreldra oftast gott en að staða sumra þeirra sé mjög erfið og að það fari versnandi. Í hópnum séu „illa staddir foreldrar og vandamálafjöl- skyldur af öllu tagi“. Kennararnir reyna að aðstoða þessa foreldra og ráðleggja þeim, ekki síst varðandi uppeldi barnanna og heimanám sem þeir segja að gangi illa. Af tali sumra þeirra mátti skilja að viðfangs- efni þeirra væru bæði börn og foreldrar. Einn þeirra orðaði það svo: „Við erum bara upp fyrir haus að reyna að leysa mál ... erum bæði að baksa með það sem skólinn á að gera og líka það sem heimilin eiga að Rannsókn 8 Lokaverkefni mitt til meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Há- skóla Íslands vorið 2002 var eigindleg rannsókn, gerð skólaárið 1998-1999 í grunnskóla í Reykjavík. Markmið rannsóknarinnar var að kynnast starfi kennara við erfiðan grunnskóla, kynn- ast þeim vanda sem við er að fást og þeim áhrifum sem starfið og aðstæð- urnar hafa á líðan þeirra. Hvernig má leysa vandann? Rannsókn á líðan og starfi kennara við erfiðan grunnskóla Kennararnir eru nú með „allt, allt öðruvísi nemendur í höndunum“ sagði einn þeirra og bætti við að þegar hann byrjaði að kenna hefði verið talað um að svona 20% í bekk væru börn sem þyrfti að taka sérstakt tillit til en nú væri þetta alveg öfugt.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.