Skólavarðan - 01.05.2003, Page 18

Skólavarðan - 01.05.2003, Page 18
Félagsmenn geta nú bókað orlofshúsnæði og greitt á netinu. Þetta á þó ekki við um orlofshús sem var úthlutað í sumar. Hægt er að borga og bóka eina til þrjár nætur í tilteknum húsum sem hafa fengið nafnið FLAKKARINN. Þessi tilraun er gerð í sumar til að kanna hvort breyta eigi ríkjandi kerfi, sem felst í að leigja allt hús- næði í sumarúthlutun í vikuleigu. Verði þetta fyrirkomulag vinsælt þá verða fleiri FLAKKARA-hús í boði sumarið 2004. Á nýja vefnum er hægt að sjá hvaða hús- næði orlofssjóðs er laust. Vefurinn uppfærist við hverja nýja bókun, þannig að hann sýnir alltaf nýjustu upplýsingar um stöðuna. Hægt verður að bóka og greiða fyrir or- lofshúsnæðið allt að fjóra mánuði fram í tím- ann. Það húsnæði sem ekki gekk út við út- hlutun hefur verið sett inn á netið og þetta verður gert áfram með það húsnæði sem ekki verður endurúthlutað. Alltaf bætast einhver ný hús við í maí og júní. Einnig geta komið góð ferðatilboð eins og t.d. frá Sumarferðir.is Félagar eru því hvattir til að fylgjast vel með á netinu. Þurfi félagsmaður að hætta við að leigja og skila aftur orlofshúsnæði sér skrifstofa Orlofssjóðs um endurgreiðslu leiguverðsins. Ef húsnæði er skilað gilda þær reglur að greitt er að fullu til baka þar til tveim vikum fyrir upphafsdag leigu. Eftir það eru endur- greidd 75% af leiguverðinu. Við lok sumarleigu, um mánaðamótin ágúst/september, verður allt húsnæði orlofs- sjóðs til leigu á nýja orlofsvefnum. Það er því mikilvægt fyrir þá sem ætla að fá hús- næði í haust að bóka sig tímanlega áður en allt fyllist. Eins og áður gildir punktaeign við leigu um jól, páska og í sumarúthlutun. Á öðrum tímum gildir reglan „sá sem fyrstur bókar og borgar“. Við í stjórn Orlofssjóðs ásamt starfs- mönnum sjóðsins vonum að félagsmenn taki þessari nýjung vel og nýti sér Veraldarvefinn til að sjá hvað er í boði í orlofsmálum og „bóka og borga“ orlofshúsnæði. Nýtt hús í Kjarnaskógi Miðvikudaginn fyrir páska fékk Orlofs- sjóður afhent fjórða húsið í Kjarnaskógi við Akureyri. Húsið er rúmir 70fm með stórri verönd og heitum potti. Frágangur við smíði hússins er mjög góður en húsið er smíðað á Lambeyri í Skagafirði og er bygg- ingameistarinn Friðrik Rúnar Friðriksson. Í húsinu eru tvö herbergi með hjónarúmi og herbergi með koju. Að auki er koja í öðru hjónaherberginu. Í húsinu er því svefnpláss fyrir átta manns. Ný útfærsla er á eldhúsinn- réttingu. Hún er stærri en í hinum húsunum og með meira borðplássi. Uppþvottavél er í húsinu. Kjarnaskógur er orðinn vinsælasti staður- inn í sumarúthlutun. Nú bárust 1363 um- sóknir. Þrjú hundruð og einn umsækjandi, eða 22.1% umsækjenda, sóttu um Kjarna- skóg í 1. sæti. Árið 2002 voru það 8% um- sækjenda. Því hefur framkvæmdastjórn or- lofssjóðs tryggt sjóðnum tvær lóðir til við- bótar á svæðinu. Ekki verður byggt á þeim lóðum á allra næstu árum, nema til komi hækkun orlofs- gjalds frá atvinnurekendum og tekjur sjóðs- ins aukist. Orlofsmál Þann 1. maí síðastliðinn var brotið blað í þjónustu stéttarfélaga við félagsmenn sína með því að Orlofssjóður Kennara- sambandsins opnaði nýja bókunar- og greiðslusíðu þar sem boðið er upp á að bóka og greiða á netinu. Veffang síð- unnar er: https://secure.ki.is/orlofsvefur/ Nýjung í orlofsmálum 19

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.