Skólavarðan - 01.05.2003, Qupperneq 19

Skólavarðan - 01.05.2003, Qupperneq 19
Einnig er nauðsynlegt að skoða þá að- ferð sem forysta FG notaði við kynningu samningsins. Nokkrum dögum eftir undir- ritun var byrjað að kynna hann fyrir félags- mönnum. Flýtirinn var svo mikill að fólki gafst varla tækifæri til að kynna sér þær grundvallarbreytingar sem hann boðaði. Forystan fór á þeysireið um landið og mikil áhersla var lögð á að atkvæða- greiðsla um samninginn færi fram sem allra, allra fyrst. Nið- urstöðuna þekkja allir; um 60% voru samþykk og um 40% mótfallin. En hvað bar þessi kjarasamn- ingur í skauti sér? Lítum hér á samantekt mikilvægra atriða. Launahækkanir Tafla I sýnir að grunnlaun kennara hækka um 45%-55% á kjarasamningstíma- bilinu (sjá 1 og 2). Þess ber þó að gæta að í góðærinu 1997-2000 var mikið launaskrið, 35%-40% (skv. upplýsingum frá KOS), á almennum vinnumarkaði en á sama tíma hækkuðu laun kennara varla nokkuð. Í raun má líta á hækkunina á milli 2001 og 2004 sem sjálfsagða leiðréttingu launa miðað við aðrar stéttir. Þessi hækkun á tímabilinu 2001-2004 er því hvorki eins- dæmi né áfangasigur fyrir grunnskólakenn- ara heldur leiðrétting og kostaði kennara að auki mikla kjara- og réttindaskerðingu (sjá töflur II, III og IV). Verkstjórnarþáttur á vinnuskýrslu - Aukin binding Tafla II sýnir að þessar hækkanir kost- uðu verulega skerðingu á kjörum og sveigjanleika í starfi grunnskólakennara. Skólastjórar hafa mun meira að segja um verkstjórnarþáttinn (9,14 - 11,14 - 14,14) og binding hans á vinnuskýrslu jókst gríð- arlega sem leiddi af sér mun minni sveig- janleika fyrir kennara (sjá 3, 4, 5, 6, 7 og 8). Breytingar á tímafjölda - Vinnuauki Tafla III sýnir að undirbúningur fyrir hverja kennslustund var styttur um 8 mín- útur sem gerir rúma 17 daga á ári (sjá 10). Þegar svo 10 nemendadögum, 2 skipulags- dögum og rúmum 5 dögum í aukinn verk- stjórnarþátt var bætt inn (sjá 11, 12, og 13) dekkaði stytting undirbúnings fyrir hverja kennslustund þessa rúmu 17 daga aukningu (sjá 14). Með þessari fléttu losn- uðu sveitarfélögin við að greiða þennan vinnuauka í yfirvinnu. Áunnin réttindi - Hvað varð um þau? Tafla IV sýnir þá þætti sem fóru inn í grunnlaunin og eru reiknaðir sem hækkun í töflu I (sjá liði 1 og 2). Hópur kennara í Reykjavík sagði upp störfum og krafðist hærri launa eða sam- bærilegra, miðað við önnur sveitarfélög. Flest önnur sveitarfélög greiddu hærri laun en samið var um, aukalaunaflokka eða aðr- ar hækkanir. Eftir nokkurt þóf var kennur- um í Reykjavík greidd eingreiðsla, „Ingi- bjargargull“ (sjá a). Með þessari greiðslu var aukið vinnuálag kennara viðurkennt, en svo þegar var samið við okkur voru þessar greiðslur ekki notaðar sem upphafspunktur fyrir kjara- samningsgerðina. Heimavinnuyfirvinna (sjá b) var felld inn í grunnlaun, sama er að segja um umsjónaryfir- vinnu (sjá c), fagstjórn (sjá d), árganga/stigsstjórn (sjá e) og umsjón með stofu (sjá f). Allt þetta fer inn í grunnlaun nú (sjá töflu I - 1 og 2). Einnig var kennsluafsláttur fyrir 15 ára kennslu felldur út (sjá h). Endurmenntun - Meiri miðstýring Endurmenntun fer eftir aldri, skráðar eru 150 stundir á alla en ekki er tími fyrir þær allar innan 1800 stunda ársvinnuskyldu kennara. Þess vegna þarf að telja stundirnar út og eru þær mismunandi eftir árum, til dæmis: 20-30 ára 144 stundir, 30-40 ára 120 stundir, 40 ára og eldri 96 stundir. Skólar eru að vinna í endurmenntunar- áætlunum sínum og verða kennarar örugg- lega varir við breytingu varðandi endur- menntun sína. Hún tekur nú frekar mið af endurmenntunarstefnu skólans en að ein- staklingarnir endurmennti sig í því sem þeir kjósa. Fyrir núverandi kjarasamninga sinnti hver kennari sinni endurmenntun á Kjarasamningur grunnskóla 20 Nú er tæpt ár þar til samningar Félags grunnskólakennara (FG) og sveitarfélaga verða lausir. Grunn- skólakennarar þurfa því að setja fram kröfur sínar vegna þess samningaferl- is sem framundan er. Í þessu sambandi er mikilvægt að skoða núverandi samning í þeim til- gangi að varast þær gildrur er samn- inganefnd FG féll í í síðustu samn- ingum. Því var haldið fram að laun kennara myndu hækka um tugi prós- enta umfram aðrar starfsgreinar og forystumenn kennara „brostu blítt“ í hvert skipti sem fjölmiðlar tóku þá tali. Fyrrverandi formaður FG talaði um „tímamótasamning“ og allt væri þetta að þakka „nýrri samningatækni“. Nýr kjarasamningur eftir tæpt ár Í raun má líta á hækkunina á milli 2001 og 2004 sem sjálfsagða leiðréttingu launa miðað við aðrar stétt- ir. Þessi hækkun á tímabilinu 2001-2004 er því hvorki einsdæmi né áfangasigur fyrir grunnskóla- kennara heldur leiðrétting og kostaði kennara að auki mikla kjara- og réttindaskerðingu. „Kjarabarátta kennara er of miðstýrð og of fáir koma að henni; þetta helgast kannski af áhugaleysi kennara á þessum málum,“ segja þeir Agnar H. Kristinsson og Jón Pétur Zimsen.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.